Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2017

Af iđjusömum Prince Philip

Ţví fer fjarri, ađ brezka konungs­fjölskyldan stundi iđjuleysi og einbert ráp međ hunda sína og lúxus­ferđa­lög. Her­tog­inn af Ed­in­borg verđur nk. miđ­viku­dag međ sitt 22.220. op­in­bera verk­efni viđ skrúđgöngu kgl. her­flot­ans, "en hann starfađi sem sjó­liđsfor­ingi í síđari heims­styrj­öld." Hann hef­ur fariđ í 637 op­in­ber­ar ferđir er­lend­is og flutt 5.496 rćđur, og geri ađrir betur! Hefur hann reyndar haft ćrinn tíma til allrar sinnar iđjusemi fyrir brezka ríkiđ og ţegna ţess: er orđinn 96 ára gam­all and still going strong!

Tvisvar sá ég til hans í Englandi á námsárum mínum ţar, viđ ´dinner in Hall´ í collegíi mínu, St John´s College, Cambridge, ţar sem hann sat viđ háborđiđ og var sérstaklega kynntur og ávarpađur (en viđ nemendurnir viđ langborđin í salnum), og viđ heimsókn ţeirra hjóna í St John´s College School, ţar sem Andri stjúpsonur minn var nemandi.

Filippus prinz er sérlega vel gefinn mađur og bráđfyndinn ađ auki. smile Geta má ţess, ađ hann er í beinan karllegg kominn af Kristjáni IX Danakonungi, ţeim sem gaf okkur stjórnarskrána 1874. En í beinan móđurlegg er hann 4. ćttliđur frá Viktoríu drottningu og ţannig frćndi konu sinnar, hennar hátignar Elísabetar II. Ţví vísa ég nú á greinarkorn um Prince Philip, međ ćttartölu og skjaldarmerki, ţar sem silfurlitan, flattan, en krýndan íslenzka saltfiskinn er m.a. ađ finna á rauđum fleti.


mbl.is Tekiđ ţátt í 22.219 opinberum verkefnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einhvers stađar verđa mörkin ađ vera

Gott á hrokafullt kvikindiđ ađ dúsa í fanga­geymslu á Sel­fossi í nótt, ţar sem hann ók ekki ađeins á 194 km hrađa um Suđurland og fram hjá lögreglu sem reyndi ađ stöđva hann, heldur er hann jafn­framt grunađur um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna. Útlendingur átti í hlut.


mbl.is Á 194 km hrađa og neitađi ađ stoppa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Can´t Walk Away -- glćsilegt!

Var ţetta ţá íslenzkur smellur?! - já, virkilega: Can´t Walk Away er "Herbert Guđmundsson´s Original" (1985) og veruleg ástćđa til ađ halda upp á lagiđ, jafnvel međ endurgerđ. En flottur er drengjakórinn međ. Og ţađ eru komin 83.150 áhorf á myndbandiđ!

https://www.youtube.com/watch?v=KQuddDfXzfs


Bretar ćtla ađ setja reglur sem skylda drónanotendur til ađ lćra öryggisreglur og skrá sig á netinu

Komiđ er í ljós, ađ drónar eđa flygildi, jafnvel ađeins tveggja kílóa, geta valdiđ valdiđ stórskađa á farţegaflugvélum. Um ţetta er fjallađ í The Times í dag: Drone pilots must prove they know safety rules and register online, og ţar er ţessi mynd og myndartexti međ:

Plans for a compulsory registration system come after tests showed that a 2kg drone could critically damage a passenger aircraft

Plans for a compulsory registration system come after tests showed that a 2kg drone could critically damage a passenger aircraft  JOHN STILLWELL/PA

Drónar eru sú tćkninýjung, sem einna hćttulegust getur orđiđ á sviđi hernađar og hryđjuverka. Hafa má ţar í huga, ađ Kínverjar eru farnir ađ framleiđa fjarstýrđ flygildi međ mikla burđargetu (t.d. fyrir sprengjur) og allt ađ 20 metra vćnghaf og selja í ágóđaskyni, en ţá óttast menn ekki sízt, ađ einrćđisstéttin í Norđur-Kóreu komist ţar í feitt til ađ valda andstćđingum sínum sem mestum spjöllum.


Don´t try to fool me

Hér er ţessi gamli, góđi smellur Jóhanns G. Jóhannssonar: 

Image result for Jóhann G. Jóhannsson Don't try to

Don´t try to fool me (smelliđ á slóđina til ađ heyra smellinn!).

Fleiri hafa spreytt sig viđ lagiđ, eins og menn finna ţarna.


Enn hleypa ţeir óhreinsuđu skólpi í sjóinn, bćđi viđ Faxaskjól og Skeljanes!

Fyrst létu ţeir engan vita í ţrjár vikur (sögđu ţađ a.m.k.), síđan var rćtt og gaufađ viđ málin, unz eitthvađ tókst ađ laga, en bara til bráđabirgđa. Einn sólarhring var opnađ aftur á útflćđiđ og nú enn ţennan mánudag á ný!

Er ţetta ekki Íslandsmet í vanhćfi borgarstarfsmanna? (Veitur eru í eign OR, sem er í eign borgarinnar).

Menn hafa afsakađ Dag B. af málinu, en er ţađ ekki međ ólíkindum, ađ ţćr silkihúfur, sem hann og ađrir ráđandi vinstri menn í borgarstjórn hafa sett til valda í Orkuveitunni, alveg frá ţví ađ Gnarrinn komst ađ, séu ekki velflestar međ "rétta flokkslitinn" og ţar af leiđandi í góđu sambandi yfirleitt viđ sína yfirmenn ţar?

Hvort eigum viđ ađ trúa ţví, ađ ţeir hafi 1) ekki ţorađ ađ láta Dag vita af ţessu stóralvarlega máli, 2) gert samsćri um ađ leyna hann ţví, 3) taliđ sér hentast ađ brjóta lög um umhverfisvernd eđa 4) látiđ Dag B. vita, en hann sagt ţeim ađ leysa máliđ í kyrrţey?

Ef Dagur & félagar láta ţá ekki sćta ábyrgđ, er ţađ ţá af ótta viđ, ađ eitthvađ komist upp um vitneskju borgaryfirvalda um máliđ miklu fyrr en talađ hefur veriđ um?

Almennt furđa ég mig á ţví ađ margir hafi nánast takmarkalausa trú á algeru samskiptaleysi innan borgarkerfisins!

Og eins og ég hef áđur sagt: Á pólitískum vettvangi eru hlutirnir yfirleitt ekki í eins slćmu fari og menn vilja ímynda sér ... heldur í miklu verra fari !


mbl.is Fólki tekinn vari fyrir fjöruferđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn eru rímur ortar hér

Merkilegt er, ađ enn eru rímur ortar á Íslandi, en ţetta er eitt elzta skáld­skap­ar­form­iđ, líkl. hátt í 700 ára. Pétur Stef­áns­son yrkir fjör­lega Rímu af Fjölva fylli­byttu á Bođn­ar­miđi, međ sam­úđ fyrir efninu, en líka auga fyrir ţví spaugi­lega. Í man­söngv­unum (upphafs­ţćtti hverrar rímu) kemur hann svo jafnvel inn á sín leyndustu einkamál og fer vel međ ţađ sem annađ; munu margir líka kannast viđ sjálfa sig í ţeim morg­un­ađstćđum sem hann lýsir ţarna, međ sitt úfna hár, greiđandi sér "unz ţokkafullur út ég lít." laughing

Já, listilega fer Pétur međ efniđ, í gömlum stíl og líka ferskum međ hnyttilegu orđalagi. Hafa ekki ýkja margir ort heilu rímurnar frá dögum Steins Steinarr, Kristjáns Eldjárns og Sveinbjarnar Beinteinssonar, blessađrar minningar. Taka mćtti saman lista um slíka, til viđbótar viđ eldri rímnasöfn Finns Sigmunds­sonar og Sveinbjarnar Beinteinssonar.

Margir hafa frá tímum ţjóđskáldsins Jónasar Hallgríms­sonar litiđ niđur á rímna­gerđ, og vissulega var kominn ţreyttur tónn í rímurnar margar um hans daga (en einna sízt hjá Sigurđi Breiđfjörđ, sem varđ ţó fyrir hvassri gagnrýni hans). En ţetta er samt all-frjór vettvangur skáld­skapar­lega og uppruni rímna merki­legur, eins og próf. Vésteinn Ólason hefur bent á, ţ.e. um frönsk áhrif á ţessa kvćđagerđ. Rímurnar, međ ţáttum sínum, séu ţeir ekki of langir, bjóđa upp á ýmsa fjölbreytni inn- og endaríms og mislangra brag­ar­hátta, og lengi vel voru ţćr einn helzti framhalds­vettvangur fyrir notkun heita og kenninga í skálda­máli, ţótt ýmsum tćkist raunar misvel upp ađ gera ţađ međ ţeim frjóa hćtti sem finna má einkum í drótt­kvćđunum gömlu, sem áttu sér sína löngu og allráđandi hefđ frá níundu öld til ţeirrar fimmtándu.


Eru islamistar farnir ađ sćkja sér kynstur vopna í herbúđir NATO-ríkja?

Vanrćksla og nízka viđ varnarmál kemur niđur á öryggi Vesturlanda. Í Portúgal var vopn­­um og sprengi­efn­­um "stoliđ í skjóli nćt­ur á svćđi ţar sem ör­ygg­is­mynda­vél­ar hafa veriđ bilađar í meira en tvö ár" (Mbl.is). Viku síđar er komiđ í ljós hve al­var­leg­t máliđ er.

Ekki kom ţó í ljós hversu miklu var stoliđ fyrr en spćnski miđil­inn El Espanol sagđist hafa lista ţess efn­is und­ir hönd­um.

Sam­kvćmt ţeim hirtu ţjóf­arn­ir

  1. 1.145 níu mm riff­il­skot­fćri,
  2. 150 hand­sprengj­ur,
  3. 44 skriđdrekaárásar-­sprengj­ur (anti-tank grenades),
  4. 18 tára­gassprengj­ur,
  5. 102 tímasprengj­ur og
  6. 264 plastiksprengjur.

El Espanol seg­ist hafa séđ list­ann eft­ir ađ hann var send­ur ţarlend­um yf­ir­völd­um. (Mbl.is)

Ţađ gengur ekki ađ svelta lögreglu og öryggisgćzlu, ţ.m.t. heri, á Vesturlöndum, međ sífelldum niđur­skurđi pólitíkusa, sem gjarnan fúngera einna helzt sem stuđpúđar á ţađ, sem skamm­sýnir áróđurs­menn og fjölmiđlar ţrýsta á um, í stađ ţess ađ fylgt sé langtíma-áćtlunum og stöđugleika­stefnu, ţar sem vanrćksla viđ lykilstođir samfélagsins kemur ekki til greina.


mbl.is Vopnum og sprengiefni stoliđ frá hernum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband