Bloggfćrslur mánađarins, maí 2016

"Ţessi ţjóđ er haldin sjálfseyđingarhvöt ef hún kýs Guđna"

Svo mćlti Guđrún gamla á Útvarpi Sögu rétt í ţessu og hefur furđumikiđ til síns máls. Guđni hefur veriđ vafasamur gagnvart Evrópusambandinu, auk ţess sem hann segir, ađ hann muni "virđa ákvörđun Alţingis" í ţeim efnum. Af ţví er ljóst, ađ hann mun ekki finna hjá sér hvöt til ađ skjóta málinu undir dóm ţjóđarinnar, og ţađ er alvarlegt mál, ţví ađ forseti er ekki hvađ sízt kjörinn til ađ standa vörđ um ţjóđarhagsmuni og réttarstöđu lýđveldisins í hörđum heimi.

Ég átti sjálfur hörkuákveđiđ innlegg í innhringiţćtti ÚS nú um tíuleytiđ fyrir hádegi (endurtekiđ í kvöld) og rćddi ţar Guđnamál, Icesave og Evrópusambandsins. Ţátturinn er nú kominn á netiđ og er hér: http://utvarpsaga.is/thaettir/ undir fyrirsögninni Línan laus 2-hluti 30. maí, og hefst ţetta innlegg mitt ţegar um 34 mínútur eru liđnar af ţćttinum.


Hege Storhaug á Íslandi - er á Útvarpi Sögu í dag og í kvöld - afhjúpar kvennakúgun islams

Ţessi norska kona, 53 ára, međ bakgrunn í vinstri- og kvennahreyfingu, er höf. metsölubóka, m.a. Ţjóđaplágan Íslam og Dýrmćtast er frelsiđ, sem báđar eru komnar út á íslenzku. Hún er afar vel upplýst um islam og siđvenjur í m.a. Pakistan, ţar sem hún dvaldist um árabil, og hefur rannsakađ rćtur og upphaf islams og talar um ţađ sem hćttulega hugmyndafrćđi, sem er ekki ađeins trú, heldur líka pólitík. Sjálf hefur hún veriđ blađamađur um áratugi.

Hún er alveg laus viđ bjartsýni í ţessum málum, varđandi útbreiđslu islams til Evrópu og sérstaklega í Noregi, ţar sem fram hafa fariđ m.a. hjónavígslur stúlkna jafn ungra sem 13 ára viđ miđaldra eđa gamla karla, einnig mannrán (kvennarán) og heiđursmorđ. Hún telur ekki bjarta tíma fram undan og varar okkur Íslendinga viđ: ađ ţađ verđi mjög erfitt ađ snúa til baka, ţegar eđa ef ţetta allt fer hér af stađ međ auknum innflutningi (sem yrđi óhjá­kvćmi­lega mjög verulegur, ef núverandi útlendinga­laga­frumvarp allra flokka á Alţingi verđur ađ veruleika, m.a. vegna stóraukins "réttar" hvers nýbúa til ađ "sameina fjölskyldu sína" í nýja landinu!). Miklu víđar var komiđ viđ í frásögn hennar en hér hefur veriđ minnzt á.

Hún verđur međ erindi á Foss-Hóteli á Höfđatorgi kl. 20 í kvöld, ţar sem hún mun einng árita bćkur sínar tvćr, sem hér voru nefndar.

Hún býr viđ lífláts­hótanir, er međ óskráđ heimili, hefur ţurft lögreglu­vernd á fundum sínum í Noregi og orđiđ fyrir einni líkamsárás.

Hege rćddi í ţćttinum (á ensku) viđ Pétur Gunnlaugsson lögfrćđing, sem var međ margar góđar spurningar og umrćđu, og Magnús Ţór Hafsteinsson (fyrrv. alţingismađur og ţýđandi nefndra bóka) ţýddi mál hennar vel og greiđlega fyrir hlustendur. Saman tekiđ var ţetta stórgóđur ţáttur, mjög áhugaverđur, fróđlegur um margt sem ríkis­fjölmiđillinn upplýsir okkur treglega um. Ţátturinn verđur svo endurtekinn á FM 99,4 kl. 10 í kvöld.

PS. Hér er fréttargrein Jóhanns Kristjánssonar á vef Útvarps Sögu um ţetta viđtal og í lokin gefinn ţar beinn tengill inn á ţáttinn, sem er hér (smelliđ!):  Hege kynnti bók sína undir vernd vopnađra lögreglumanna -- en myndin er af Hege og Magnúsi Ţór:Hege kynnti bók sína undir vernd vopnađra lögreglumanna

PPS. Harmageddon-viđtal viđ Hege Storhaug -- hún stendur sig frábćrlega vel:

 

Forsjárhyggjan um efni sjónvarps í Reykjavík og Brussel

Nú ţegar er fréttadagskrá og frétta­aukar Rúv og 365 mjög á bandi Evrópu­sam­bands­ins, og ţađ er ekki nema í sam­rćmi viđ ţađ, ađ ESB fćrir sig nú upp á skaftiđ og vill setja lág­marks­kvóta um evr­ópskt efni sjónvarps­miđla (20%); tillögurnar koma frá  framkvćmda­stjórn Evrópu­sambandsins.


mbl.is Vilja setja kvóta á evrópskt efni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dýrkeyptur slóđaskapur vanhćfrar borgarstjórnar

Ótrúlegur er slóđagangur borgarstjórnarmeirihutans viđ endurnýjun Hverfisgötu sem verđur áfram lokuđ a.m.k. út sumariđ. Ćtli ţeim nćgi ekki svona hálfur áratugur til ađ drepa niđur allt athafnalíf ţar? Svo vantar alveg strćtisvagnaleiđ um verzlunarhverfiđ frá Hlemmi niđur á torg, engin stoppistöđ ţar nálćgt, en ćtli gatan verđi ekki hálfófćr vegna beygja, ţrenginga og ótal hrađabungna, ţegar ţessum fram­kvćmdum verđur loksins lokiđ? Verđur ţetta ţá göngustígur fyrir ferđamenn í ótal hótelum og hostelum viđ götuna og hjólreiđa-forréttindahópinn?

Mynd: Iceland Monitor/ Júlíus Sigurjónsson

Mun Framsókn sýna styrk sinn í nćstu viku? (ekki vonum fyrr)

Styrmir er međ einkar at­hyglis­verđa grein* í dag og bend­ir á, ađ bćđi Fram­sóknar­flokk­ur og Sam­fylk­ing hafa engan hag af ţeirri und­an­láts­semi viđ Pír­ata ađ efna til haust­kosninga.

Ţvert gegn kosn­inga­lögum vildi ćst­ur múg­ur stytta kjör­tímabil stjórnar­flokkanna, án ţess ađ ţeir hefđu nein lögbrot á bakinu, en múgnum var smalađ á Austurvöll af fjölmiđlarisunum Rúv og 365, sem iđu­lega hafa lagzt í eina sćng og undar­lega oft ađ fremstu óskum útsendara Evrópu­sambandsins, risa­veldis (um 60% fjölmennara en Bandaríkin) sem vill leggja undir sig Ísland eins og alla Evrópu.**

Hafandi í huga, ađ mannfjöldinn á Austur­velli er örugglega ađ miklu leyti búinn ađ ná sér eftir uppá­komu­ţáttinn, sem plantađ var í Kast­ljósiđ til ađ koma höggi á Sigmund Davíđ, sem og, ađ ţessi mann­fjöldi var ekki nema um 1/20 af ţeim fjölda kjós­enda, sem gáfu alţingis­mönnum sitt umbođ áriđ 2013 til ađ gegna hér störfum til 2017, ţá er ekkert sem bindur Framsóknar­flokksins viđ hugmyndir ćsingarmanna um haustkosningar. Sjálfstćđismenn geta taliđ sig bundna viđ orđ Bjarna Benediktssonar, en ekki styđjast ţau viđ flokkssamţykkt ţar, og Styrmir Gunnarsson bendir hér á athyglisvert fordćmi, ef Framsókn neitar ađ spila međ Bjarna: "Sjálfstćđisflokkurinn gćti viđ ţćr ađstćđur ekki knúiđ fram kosningar í haust, ekkert frekar en haustiđ 1970." (Nánar hjá Styrmi.)

Ţótt hlustendur Útvarps Sögu séu ekki dćmigerđir eđa representatífir um alla landsmenn, ţá er allt í lagi ađ vitna í skođanakönnun ţar um daginn, en hún sýndi, ađ 66,8% vilja fremur alţingiskosningar voriđ 2017 heldur en í haust.*** Já, leyfum stjórnarflokkunum ađ ljúka sínu hlutverki, ţađ koma alltaf nýjar kosningar og ekkert of langt í ţćr nema fyrir Pírata sem búa viđ fallandi gengi.

* Styrmir: Samţykkir Sigmundur Davíđ kosningar í haust?

** Sjá HÉR.

*** Spurt var: Hvenćr vilt ţú ađ kosningar til Alţingis fari fram? Af 970 ţátttakendum sögđu 648: í maí 2017, en 322: í október 2016.


Er Guđni Th. mađurinn?

Guđna var "treystandi" til ađ kjósa á móti ótví­rćđum laga­legum rétti ţjóđarinnar í Icesave-málinu og sam­sama sig međ áróđurs­liđinu sem vćri nú búiđ ađ kosta ríkis­sjóđ 80 millj­arđa króna í einbera vexti af Buch­heit-samn­ingnum og ţađ allt í pundum og evrum.

Honum er líka "treystandi" til ađ misnota sagnfrćđina (og ţađ á skeikulan hátt) til ađ gera minna úr ágćti, fórnum og afrekum íslenzku ţjóđarinnar í seinni heims­styrjöld og í land­helgis­stríđ­unum heldur en ástćđa var til í raun.

Ennfremur telur hann ţađ ekkert tiltöku­mál ađ ćđsta lög­gjafar­vald yrđi tekiđ af Alţingi, forseta Íslands og ţjóđinni og fćrt yfir til Brussel og Lúxemborgar.

Merkilega opinn gći og víđsýnn og líberal frambjóđandi eđa ţannig.


mbl.is Guđni Th. opnar kosningamiđstöđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Umskiptin nálgast í pólitíska litrófinu - jafnvel umpólun?

Pírat­ar eru lukkulega á hrađri niđurleiđ, en sjálf­stćđis­menn í uppsveiflu skv. Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ HÍ, komnir í 28,2% (31,1% skv. Frbl. 12/5). Píratar hafa nú 25,8%, en 26,6% um síđustu mánađamót, voru hins vegar međ yfir 35% fyrir áramótin, jafnvel hátt í og yfir 40%, ţótt áberandi drćm ţátttaka vćri reyndar í sumum ţeirra kannana. 

Pírötum er, eins og allir vita, međ trúđshćtti og erjum treystandi fyrir ţví ađ koma sínum illa fengna, óverđskuldađa stuđning­i ennţá neđar. 

Vinstri grćn virđast enn njóta síns smáfríđa formanns, komin upp í 18,9%, en ađeins 8,9% segj­ast styđja Sam­fylk­ingu, sem enn er trausti rúin og ţykir ekki spennandi, og 8,2% Fram­sókn­ar­flokk. Hefur hann ţó ađeins veriđ taka viđ sér í nokkrum könnunum nýlega, enda ekki lakasta fleyiđ á sjó, ađ mér sýnist, ţegar atburđir liđinna vikna eru gerđir upp. Og nú er Sigmundur Davíđ aftur á leiđinni á ţing eftir hlé frá amstri sínu og mćđu vegna hlutdrćgra fjölmiđla sem notađir voru miskunnarlaust til ađ ćsa upp hluta almennings -- yfir hverju? Engum lagabrotum af hans hálfu!

En fróđlegt vćri ađ sjá fylgi smáflokkanna og nýrra frambođa. Ţar gćti Íslenska ţjóđfylkingin átt eftir ađ koma á óvart, jafnvel miklu fremur en ESB-hćkjuframbođiđ "Viđreisn", sem ţó er farin ađ mćlast međ nokkurt fylgi óţjóđhollra upp á síđkastiđ.


mbl.is Tafliđ er ađ snúast viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til Halldórs málvinar míns Jónssonar, verkfrćđings

 

Heimsmyndir tvćr í huga ţér

hníga, rísa og falla, 

bágt ţykir ţađ, sem orđiđ er,

ţótt auđlegđ megi hér kalla,

veraldargćđum viđ fyllumst, unz fer

fengsćlli ćvi ađ halla,

lýđurinn ţeysir um landiđ hér

i loftköstum, allt til fjalla.

 

Kynslóđin unga ţó ekki sér,

ađ öllum ţú sért međ mjalla,

virđingin lítil eftir er

viđ okkur, svo gamla karla.

Á ţjóđernisást ţar ekki ber,

"illt" er um slíkt ađ fjalla.

"Opnum vor lönd, hér á heima hver!"

---unz hremma ţeir álfu´ okkar alla!

 

  15.5. 2016


Gísli Marteinn í annarlegri pólitík vegna Úkraínu

Hvađ á hann međ ađ lýsa fáfrćđi sinni á Úkraínumálum og yfirhöfuđ ađ skipta sér af milliríkjapólitík? - á Eurovision-kvöldi! Hann kvađ Tartara hafa "orđiđ verst úti í innrás Rússa á Krímskagann"! Hvernig urđu ţeir "illa úti"? Er hann ađ gefa í skyn, ađ Pútín hafi fariđ međ ţá eins og Stalín gerđi í sinni tíđ? En ţađ hefur ekkert heyrzt um, ađ Tartarar hafi veriđ fluttir til Síberíu nýlega! Ef Gísli Marteinn veit um illa međferđ ţeirra, ćtti hann ađ senda hingađ upplýsingar um ţađ, ég skal hafa vefslóđina opna í viku.

Svo er ekkert stríđ á Krímskaga, og ţađ féll ekki ein sála í yfirtöku Rússa á skaganum, ţótt Gísli tali í ţeim dúr. Og Krímskaginn var rússneskur, en ađeins nokkra áratugi undir Úkraínu.

Og Gísli ćtti ekki ađ minnast á ţessi mál án ţess ađ segja líka frá leyndri og ljósri ágengni Evrópu­sambandsins viđ Úkraínu. Ţađ er ekkert smá-mál ađ vesturevrópskt stórveldi ásćlist jafn-stórt land og stuđli ađ stjórnarbyltingu ţar -- valdaráni! Fátt er jafn-hćttulegt fyrir jafnvćgi friđar í einni heimsálfu. En Gísli Marteinn er víst ESB-innlimunarsinni, enda hampar hann slíkum í vikulegum sjónvarpsţćtti sínum.

Ţetta er enn eitt dćmiđ um misnotkun ţessa ríkisfjölmiđils og á kannski ađ hafa ţau áhrif ađ friđa fólk gagnvart hinni fáránlegu ţátttöku Íslendinga í viđskiptabanni á Rússland.


mbl.is Tómt í IKEA - Eurovision á Twitter
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sumir mćttu sýna meiri reisn og ţakklćti. Guđni kemur ekki vel út í samanburđi viđ Ólaf forseta

Margir ţökkuđu ađ verđleikum, ađ Ólafur Ragnar var til varnar, ţegar tvö gömul nýlendu­veldi réđust harka­lega á okkur í krafti upp­log­innar, ólögvar­innar ofur­kröfu, sem Jógrímustjórnin tók undir og ţjónađi ţeim vilja ţeirra og Evrópusambandsins, sem ţrýsti fast á máliđ í gegnum málpípur sínar í ţáv. ríkisstjórn og átti svo beina međađild ađ lögsókn­inni gegn okkur fyrir EFTA-dómstólnum, ţar sem allir ţessir voldugu hrokagikkir töpuđu samt málinu og Ísland var lýst saklaust og án minnstu greiđslu­skyldu ríkissjóđs! Ýmsir, og ţađ á m.a. viđ um Egil Helgason og Guđna Th. Jóhannesson, mćttu hér gjarnan sýna meiri reisn og ţakklćti.
 
En í ţessu máli bilađi Guđni sjálfur! (sjá HÉR!). Hann hefđi snuđađ okkur um ţjóđaratkvćđagreiđsluna vegna Buchheit-samningsins og sýknudóminn frá EFTA! En HVAR í útgjöldum ríkisins (í heilsu- eđa menntamálum?) hefđu Icesave-sinnarnir skoriđ niđur um hartnćr 80 milljarđa króna til ađ borga bara ţá vexti eina saman, sem nú vćru greiđslufallnir af Buchheit-samningnum? -- og allt í pundum og evrum!

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband