Bloggfćrslur mánađarins, september 2013

Hátíđ vonar, ţennan laugardag og sunnudag

Hátíđ vonar hefst í dag kl. 18.30, hálf-sjö, í Laugardalshöll, en húsiđ opnađ kl. hálf-sex öllum sem eru međ ađgöngumiđa. Ađrir komast ţó líka ađ, međan húsrúm leyfir. 12 manna hljómsveit, sem fylgir Franklin Graham, verđur á svćđinu. Ţegar klukkan er orđin 18.15, korter yfir 6, verđur opnađ fyrir öllum, sem eru ekki međ ađgöngumiđa. Smile Wizard
mbl.is Minna á mikilvćgi manngćsku og mannréttinda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Auđvitađ verđur allt í lagi međ vetrarólympíuleikana í Rússlandi

Vitaskuld á Alţjóđa-ólympíunefndin ekkert međ ţađ ađ gera ađ skipta sér af löggjöf í Rússlandi. Sú löggjöf snertir ekki íţróttaviđburđi og snýst um ađ banna vissar göngur og útifundi sem mikill ćsingur hefur veriđ um á báđa bóga og flestum fyrir beztu ađ leiđi ekki til handlögmála eđa annars verra. Eins er lagt bann viđ áróđri eđa hugmyndamiđlun af vissu tagi til krakka og unglinga undir lögaldri. Ekki er ţađ málefni alţjóđaheyfingar íţróttamanna, enda ekki um ađ rćđa áróđur fyrir hreysti og íţróttaćfingum.

Pútín og Dúman hans og hin deild löggjafarţingsins, sem eru einhuga í lagasetningu á ţessu sviđi, eru hins vegar mjög nćrri andanum í Lögum forngríska heimspekingsins Platóns. Ekki er ţó víst, ađ öllum líki ţađ hér, ţar sem önnur hugsanatízka ríkir en í Rússlandi og meirihluta landa heims.


mbl.is Segir bann Rússa ekki brjóta reglur ólympíuleikanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óheyrilegt

Hér (á fréttartengli neđar) er sagt frá ótrúlega viđbjóđslegum glćp. Mađur er mest hissa á ţví, ađ svona lagađ skuli uyfirleitt geta átt sér stađ - slík međferđ móđur og stjúpföđur á 4 ára barni. Sannarlega eiga ţessi Bonner og Barthelemy skiliđ ađ fá 20 ára fangelsi fyrir sína óheyrilegu glćpi.
mbl.is Hélt syninum á međan stjúpinn nauđgađi honum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Furđuleg forgangsröđun og ćvintýraeyđsla Gnarrista

Mjög er hćpiđ ađ kvartmilljarđs-göngubrýrnar yfir Elliđaárósa verđi notađar í stórum stíl, ţótt ţćr stytti leiđ um 700 m fyrir hjólreiđamenn úr Grafarvogi. Forgangsröđun Gnarrista á eyđslufé er furđuleg. Útigangsmenn, sem Gnarrinn hafđi látiđ í skína, ađ njóta myndu hans liđsinnis, enda hann sjálfur komizt í nána snertingu viđ kjör ţeirra á sínum sokkabandsárum, hafa hins vegar ENGAR umbćtur fengiđ á sínum húsnćđisvanda og öđrum nauđsynjamálum, eins og skýrt kom fram í viđtali viđ Ţorleif Gunnlaugsson varaborgarfulltrúa fyrir rúmri viku á Útvarpi Sögu. Ţetta er jafnvel svo slćmt, ađ hans sögn, ađ allar helztu umbćtur á málum útigangsmanna áttu sér stađ ţegar sjálfstćđismenn voru viđ völd í borginni, en alger stöđnun hafi tekiđ viđ síđan ţá! Öllum úrbótatillögum Ţorleifs í ţessum efnum er stungiđ undir stól.

Ég hef litiđ á Jón Gnarr sem algeran charlatan í flestum pólitískum málum og hef ekki fundiđ ástćđu til ađ breyta ţví áliti mínu, ţađ styrkist frekar, ef eitthvađ er, međ hverri nýrri ákvörđun hans. Viđtal hans í visir.is í gćr um flugvallarmáliđ er til dćmis algert hneyksli og lýsir ótrúlegum hroka manns í opinberu starfi gagnvart vilja almennings.*

Vanrćksla hans viđ ţá, sem verst hafa ţađ í Reykjavík, er svo alveg sér á báti, en á međan ţví fer fram, eyđa hann og fylginautar hans stórfé í vitleysu-framkvćmdir eins og Hofsvallagötućvintýriđ og nú í ţessa brúasmíđ, sem var fjarri ţví ađ vera brýnt forgangsmál. Hún er ţá miklu fremur trúaratriđi hjá ţessum anti-bílistum, og ţetta segi ég, ţótt mikill hjólreiđamađur sé.

  • Langfjölmennasta undirskriftasöfnun (nćr 70.000 manna) sem hingađ til hefur fariđ hér fram nćgir ekki til ađ lćkka rostann í meirihluta hinna 15 borgarfulltrúa -- og heldur ekki niđurstađa skođanakönnunar MMR 9. til 11. september ţar sem í ljós kom, ađ 71,8 prósent íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. 

mbl.is Brýrnar formlega teknar í notkun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn óvissa um hina seku í efnavopnaárásum í Sýrlandi

Ţótt vopnaeftirlit SŢ hafi nú ótvírćtt sannađ notkun taugagassins saríns í árás í Damaskus í ágúst, er enn alls óvíst um sökudólgana, jafnvel ţótt eiturgasiđ geti hafa veriđ á einum hinna 45 geymslustađa Sýrlandshers fyrir efnavopn (ţar af segir talsmađur bandaríska utanríkisráđsins ađ um helmingur efnavopnanna sé geymdur í "nýtanlegu magni" -- sjá hér fyrri frétt á Mbl.is).

Uppreisnarmenn gćtu vel hafa komizt yfir slík vopn, ýmist međ hertöku ţeirra eđa međ svikráđum einhverra herforingja, en fjöldi slíkra hefur flúiđ úr hernum og jafnvel rúmlega 2.100 sýrlenzkir herforingjar flúiđ til Jórdaníu frá ţví ađ átökin í Sýrlandi hófust áriđ 2011.

Uppreisnarmennirnir eru af einhverjum ástćđum andvígir samkomulagi ţví, sem tekizt hefur međ Bandaríkjunum, Rússlandi og Sýrlandsstjórn um máliđ, og lengi hef ég haft ţá og Bandaríkjastjórn grunuđ um grćsku í ţessu máli og tel ţá hafa getađ búiđ sér til átyllu til alţjóđlegra mótađgerđa gegn liđssafnađi Assads međ ásökunum um meinta eiturgasárás hans. 

Starfsmenn vopnaeftirlits Sameinuđu ţjóđanna telja nú, ađ alls fjórtán efnavopnárásir kunni ađ hafa veriđ gerđar í Sýrlandi frá ţví í september 2012. Ţar sem ekki hefur frétzt af miklu mannfalli nema í ţessari einu mest umtöluđu, gćtu ýmsar ţeirra hafa faliđ í sér, ađ eitrađ hafi veriđ fyrir mönnum í umsetnum byggingum í átökum stjórnarliđa og uppreisnarmanna.


mbl.is Ótvírćtt ađ saríngas var notađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ögmundi ferst ekki ađ tala um svikin kosningaloforđ

Ögmundur Jónasson er frakkur ađ rita pistil um ađ framsóknar- og sjálfstćđismenn eigi ađ "segja sig frá völdum og efna til kosninga," ef ţeir standa ekki viđ sín kosningaloforđ!

Hvađ gerđu Ögmundur og Vinstri grćn eftir loforđ sitt um ađ flokkur ţeirra stćđi allra flokka harđast gegn ţví ađ Ísland fari inn í Evrópusambandiđ? Sviku ţađ eins og ţau voru löng til -- eđa löngunarfull í ráđherrastólana! -- og sátu út fjögurra ára tímabiliđ, ţótt viđ síaukna andstöđu landsmanna vćri ađ glíma!

PS. Ögmundur hefur vandađ sig viđ valiđ -- eđa ţannig -- á ţessum myndum af foringjum ríkisstjórnarinnar, sem hann lét fylgja pistli sínum:

Sigmundur Góđi og Bjarni líka

Er frústrasjónin eftir kosningaósigurinn í vor alveg ađ fara međ vinstri menn? 

En ég vona, ađ Sigmundur Davíđ láti nú hendur standa fram úr ermum. Smile 


mbl.is Kosningaloforđ fari ekki fyrir dómstóla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hláleg ađstađa hauksins Johns McCain

Öldungadeildarţingmanninum bandaríska John McCain er velkomiđ ađ vera haukur í Sýrlandsmálum á eigin vettvangi, en hann hefur ekki til ţess atfylgi meirihluta landsmanna sinnaFrakka og Breta. Ólíkt hans viđhorfi er viđhorf Rússa meirihlutaálit í heiminum: ađ ekki beri ađ fara međ hernađi inn í Sýrland, heldur fá Sýrlandsstjórn til ađ afhenda öll sín efnavopn. Eins ber ađ draga ţá, sem sekir reynast, fyrir Alţjóđastríđsglćpadómstólinn.

Efnavopnum hefur hingađ til ekki veriđ beitt í innanlandsátökum, ađ heitiđ geti, nema helzt í Írak, ţegar "Eiturvopna-Ali", sem síđar var tekinn af lífi ţar, notađi slík vopn til ađ drepa 5000 manns í Kúrdabyggđ, eins og til ađ kóróna 200.000 manna ţjóđernishreinsun, sem Saddam Hussein stóđ fyrir. Vitaskuld var Saddam ábyrgđur fyrir glćpnum, enda hélt Ali ţessi áfram ađ njóta hylli hans.

Eins er taliđ ađ um 160 manns hafi látizt í efnavopnaárás í útjađri Damaskusborgar. Starfsmönnum Sameinuđu ţjóđanna hefur nú tekizt ađ sanna, ađ efnavopn voru notuđ til ódćđisins, en taka fram, ađ ekki sé vitađ, hver beitti ţeim.

Allmörg ríki hafa búiđ yfir eiturvopnabirgđum og taliđ ţau vörn gegn innrásarherjum. Ţó brást Ghaddafi, einvaldurinn spillti í Líbýu, ţannig viđ baráttu Bandaríkjamanna gegn gjöreyđingarvopnum, ađ hann lét eyđa sínum eiturvopnum. Ţađ var ánćgjuleg afleiđing Íraksstríđsins og hefur kannski komiđ í veg fyrir, ađ hann beitti ţeim gegn eigin landsmönnum í uppreisn ţeirra fyrir fáeinum misserum.

Ađ John McCain telji sig eiga ađgang međ greinarskrif ađ Prövdu, málgagni Kommúnistaflokks Rússlands, er aftur á móti eins og hver önnur skrýtla. Vilji hann svara grein Pútíns í New York Times, getur hann sem bezt gert ţađ í sama blađi.


mbl.is Koma af fjöllum hjá Pravda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţreytt á ađ sofa

Ţetta lag, Tired of Sleeping, er eitt af mörgum á töfraplötu međ Suzanne Vega, 'days of open Hand', sem ég hlustađi mikiđ á, og sjálf er hún töfrakona á ţessum myndum. Eđa eins og einn segir ţar: Because as you get older, beauty is appreciated more! - eđa annar: I love this song, Suzanne Vega is amazing - og sá ţriđji: Why does this goddess get more beautiful as time passes? -- PS. Ţetta er lágstemmt, en undurfallegt lag og samt betra ađ skrúfa hljóđiđ ađeins niđur. Gott fyrir svefninn! - Cheerio!


Frábćrar lausnir í Sýrlandsmáli

Yfirlýstur vilji Sýrlandsstjórnar ađ afhenda öll efnavopn sem til eru í landinu er jafn-ánćgjuleg og snjöll tillaga Rússa sem bauđ einmitt ţetta til lausnar deilunni. 

Utanríkisráđherrar Sýrlands og Rússlands funduđu í gćr um máliđ; ţetta var útkoman.

  • Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, segir ađ áćtlun Rússa um ađ tryggja ţađ ađ stjórnvöld í Damaskus láti efnavopnabirgđir sínar af hendi geti skipt sköpum hvađ varđar mögulega hernađaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi. (Mbl.is.)

Innrás eđa árás af hálfu Vesturveldanna verđur vonandi engin međ ţessu áframhaldi. Ţá er ađeins eitt stórt mál eftir á verkefnalistanum: ađ leiđa ţá, sem reynzt hafa veriđ sekir um (meinta) efnavopnaárás (sem starfsmenn SŢ eru ţó enn ađ rannsaka), fyrir Alţjóđastríđsglćpadómstólinn. Ađ "taka út" Assad međ bandarískri morđađferđ er hins vegar út úr öllu korti í hugum siđađra manna.


mbl.is Hafa samţykkt ađ afhenda efnavopn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frakkar á móti Sýrlandsárás

Franska ţjóđin er andvíg loftárásum á Sýrland, 68% skv. skođanakönnun Le Figaros birtri í dag. François Hollande, forsetinn, vinnur í árásarstefnu sinni gegn ţjóđarvilja, en óvinsćldir hans gćtu veriđ einn hvatinn til ađ ţókknast Obama-stjórninni í ţessu óţurftarmáli; ţađ hefur gjarnan orđiđ til 'national euphoria', ćst ţjóđrembustemming, ţegar stríđ eru háđ (sbr. Falklandseyja-ćvintýramennsku Margrétar Thatcher), og ţar ađ auki gćti Hollande veriđ ađ ţókknast frönskum múslimum, sem eru 5–10% landsmanna.

Brezka ţingiđ hefur ţegar hafnađ árásarţátttöku, og jafnvel sósíalistinn Hollande er veikur fyrir í málinu:

Hollande sagđi í gćr ađ hann myndi bíđa eftir skýrslu eftirlitsnefndar Sameinuđu ţjóđanna, sem rannsakađ hefur efnavopnaárásina, áđur en hann tćki endanlega ákvörđun um árás á Sýrland. (Mbl.is.)

Svo vilja sumir, einkum taglhnýtingar Obama, ţjófstarta stórhćttulegri árás á Sýrland, ţrátt fyrir ađ skýrar upplýsingar liggi ekki fyrir um, hverjir hafi stađiđ ađ eiturvopnaárásinni!


mbl.is 2/3 Frakka á móti árás á Sýrland
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband