Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Ţađ er full ţörf á landsdómi einmitt nú

Hvađ er ađ ţessari ríkisstjórn – ađ ćtla sér ađ leggja niđur landsdóm!

  • Bjarni Benediktsson sagđi ađ um mikla réttarbót vćri ađ rćđa sem mćtti ekki bíđa. Sagđi hann ađ stjórnmálamenn ćttu fyrst og fremst eiga ađ sćta pólitískri ábyrgđ í kosningum. Hann segir ađ draga verđi lćrdóm af landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde og lćra af ţeim mistökum međ ţví ađ breyta lögunum. (Mbl.is.)

En hafa ekki menn í ţessum flokkum einmitt haft orđ á ţví, ađ draga ţurfi ráđherra úr fyrri stjórn fyrir landsdóm? Er nokkur vanţörf á ţví vegna bćđi Icesave- og ESB-málanna? Ábyrgđ Steingríms J., Össurar og Jóhönnu er ţar mikil, og ekki hafa ţau verđskuldađ neina sérmeđferđ ólíka ţeirri međferđ sem Geir Haarde fekk af hendi ţeirra.


mbl.is Ćtla ađ leggja niđur landsdóm
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fimm milljarđa króna árleg launamismunun?

Ţađ er endalaust reynt ađ halda fram mismunun í launum karla og kvenna, á kostnađ kvenţjóđarinnar, en hér eru í gildi lög sl. 52 ár um sömu laun fyrir sömu vinnu. Ţegar tekiđ er tillit til

1) lengri vinnutíma karla og kvenna, m.a. í hćrra launađri yfirvinnu,

2) lengri međal-vinnureynslu karla en kvenna, sérstaklega í hálaunastörfum sem krefjast langskólanáms eđa tengjast áhćttu, t.d. viđ sjómennsku eđa vinnuvélar,

3) lengra framhaldsnáms karla en kvenna, einkum í eldri aldurshópum, ţar sem starfsaldur er líka farinn ađ telja í peningum,

4) meiri fjarvistar kvenna vegna barna og skemmri starfsreynslu ţeirra vegna barneigna,

5) minni sóknar kvenna en karla í hálaunastörf (hvort sem auglýst eru á vegum hins opinbera eđa kallazt geta hefđbundin karlastörf),

6) minna sjálfstrausts allmargra kvenna í ađ leita eftir góđum launasamningum,

... ţá verđur niđurstađa nýbirtrar rannsóknar (sjá tengil) ađ teljast hćpin, a.m.k. ef menn leggja hana ţannig út, ađ mismikil laun kynjanna komi til af vísvitandi "mismunun".


mbl.is Konur verđa af 5 milljörđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um ađ gera ađ spyrja ESB-manninn út úr og láta hann ekki komast upp međ neinn áróđur

Nú reynir á Sigmund Davíđ Gunnlaugsson, ađ hann vari sig á ţessum ESB-ref, Reinfeldt, forsćtisráđherra Svía. Sigmundur gćti spurt Reinfeldt, hverju ţađ sćti ađ stuđningur Svía viđ ESB hefur snarminnkađ frá ţví evrukreppan hófst 2010. Ennfremur er áhugavert fyrir Framsóknarráđherrann, sem nýtur mikils stuđnings međal bćnda, ađ fá ţađ á hreint hjá sínum sćnska starfsbróđur, hvernig ţví víki viđ, ađ 70% mjólkurbćnda Svíţjóđar hafa neyđzt til ađ hćtta búskap eftir ađild Svía ađ ESB, ţví ađ víst er, ađ Sigmundur ţarf hér á traustri leiđbeiningu ađ halda um allt sem afstýrt geti ţví, ađ sú ţungbćra reynsla Svía verđi okkar líka.

Litlar áhyggjur hef ég af ţví, ađ Sigmundur verđi jafn-slappur í spurningum sínum til Reinfeldts eins og Silfur-Egill í hans ESB-međvirku ţáttum. 


mbl.is Sigmundur fundar međ Reinfeldt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gamli höfđinginn Prince Philip heill orđinn, langafabarn Kristjáns okkar IX - og af sönghefđ Johniana

Filippus prinz hefur náđ sér ađ miklu leyti eftir kviđarholsađgerđ, yfirgaf spítalann í dag og veifađi brosandi til almennings. Hann varđ 92 ára fyrir réttri viku, en fćddur var hann á grísku eynni Korfu, sonur Andreasar prinz af Grikklandi og Danmörku and Alice prinzessu af Battenberg.

Filippus prinz er í beinan karllegg kominn af danska konungshúsinu, sonarsonarsonur Kristjáns níunda, sem fćrđi okkur stjórnarskrána 1874. Ćttartré hans er neđst hér í ţessari fćrslu. Hann er ennfremur langalangafabarn Viktoríu Bretlandsdrottningar (nr. 31 á ćttarkortinu) og Nikulásar I Rússakeisara, d. 1855 (nr. 20 á kortinu, en langalangafi hans var Pétur mikli, d. 1725).

Hér er ađ finna skjaldarmerki Filippusar, eins og hann bar ţađ frá 1947 til 1949, merkilegt nokk, ţví ađ ţarna er skjaldarmerki Íslands enn haft inni í skjaldarmerki danska konungsríkisins. Íslenzka merkiđ er ţarna neđarlega til vinstri, gamli flatti ţorskurinn, kórónu krýndur, á rauđum feldi, og viđ hliđ ţess eru merki Fćreyja (hrútur) og Grćnlands (ísbjörn) á bláum feldi.

 File:Arms of Philip Mountbatten (1947-1949).svg

File:Elizabeth and Philip 1953.jpg Hér er mynd af ţeim Filippusi og drottningunni viđ krýningu hennar 1953. Hafa margir eflaust séđ vel gerđa myndina um Elísabeti I í Sjónvarpinu nýlega, en einnig hefur veriđ gerđ ţekkt kvikmynd um núverandi drottningu.

Filippus Edínborgarhertogi er höfđinglegur mađur ađ vallarsýn, eins og mér varđ ljóst, er hann snćddi hátíđarmálsverđ viđ "Dinner in Hall", eins og kallađ er í St John´s College, sem var mitt collegium eđa minn háskólagarđur viđ nám mitt viđ Cambridge-háskóla. Sat hann ţá viđ háborđiđ međ rektor collegísins, helztu "dons" (háskólakennurum og tutors) og öđrum tignarmönnum, en viđ nemendur (hver einasti vitaskuld íklćddur skikkju, "gown") á harđari bekkjunum í salnum, og fengu ţó allir góđan viđurgerning.

Ţá á ég einnig (eigin) myndir af ţeim konunglegu hjónum ţegar ţau heimsóttu og fengu geysigóđar viđtökur viđ St John´s College School í Cambridge, norđaustan árinnar Cam, en sá skóli er einn bezti barna- og unglingaskólinn í ţeim landshluta, til hans stofnađ af St John´s College og á hans landi, en St John´s College School Choir er einn bezti kórinn á sínu sviđi í landinu. Voru strákar og unglingar ţađan reglulegir söngvarar viđ tíđagjörđ í St John´s College Chapel ("kapellu" sem er ţó margföld á viđ stćrđ Dómkirkjunnar hér), eins og ungir menn úr collegíinu, en St John´s College Choir er sjálfur heimsfrćgur og á borđ viđ King´s College Choir, sem er einnig í Cambridge, og hafa báđir gefiđ út fjölda hljómdiska.

Í St John's College Chapel sótti ég mikiđ "Compline" eđa completorium, ţ.e. kvöldtíđir, og ţýddi einn helzta gregoríanska sálminn, sem ţar er sunginn, Te lucis ante terminum (birtur í Merki krossins um 1984).

Ćttartré hertogans af Edínborg:

Ancestors of Prince Philip, Duke of Edinburgh

 


mbl.is Filippus prins útskrifađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir finnur sína réttu hillu eftir mátuleg verđlaun fyrir alla sína pólitík

Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir hefur gefiđ kost á sér í fegurđarsamkeppnina Ungfrú Ísland. Munu Guđrún Jónsdóttir, forstöđumađur Stígamóta, og Hildur Lilliendahl veita henni harđa samkeppni. Sigríđur var mjög spennt fyrir ţessu, ţegar blađamađur Monitors náđi af henni tali: „Vona ađ ég komist í keppnina. Ég ţarf ađ byggja upp sjálfstraustiđ eftir kosningaósigurinn!

Mikiđ vćri nú gaman ef fleiri Samfylkingarmenn gćtu tekiđ sér ţetta til fyrirmyndar. Ţannig gćti Ólína Ţorvarđardóttir reynt ađ verđa Íslandsmeistari í sjóstangaveiđi hákarla og Mörđur Árnason reynt ađ byrja "from scratch" í ţćttinum Orđ skulu standa.


mbl.is Ţingkona í Ungfrú Ísland
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stađiđ međ Tíbetum gegn kínverskri landránsstefnu

Ný frétt gćti hljómađ ţannig: Árni Ţór Sigurđsson, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney og Össur Skarphéđinsson senda Rauđa-Kína tóninn vegna grimmilegrar nýlendustefnu í Tíbet. Hafa ţau lagt fram tillögu á Alţingi um merkingar á uppruna vara sem framleiddar eru í hinu hernumda ríki Tíbet. Um leiđ leggja ţau til ađ Tíbetmönnum verđi gert kleift ađ fá fríverzlunarsamning viđ EFTA-ríkin. 

Ćtti ekki ađ viđurkenna Rauđa-Kína sem upprunaland

„Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuđu ţjóđirnar – viđurkennt Tíbet sem hluta Rauđa-Kína. Ţađ ćtti ţví ekki ađ viđurkenna Kína sem upprunaland ţeirra vara sem framleiddar eru í Tíbet,“ segir í greinargerđ međ tillögunni. 

Flutningsmenn tillögunnar eru ţau Árni Ţór Sigurđsson, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir í Vinstri grćnum, Össur Skarphéđinsson og Helgi Hjörvar í Samfylkingunni og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati.

"Kommúnistastjórnin í Beijing verđur ađ hrista af sér slyđruorđiđ, játa glćpi sína og forvera sinna allt frá Maó sjálfum gegn tíbezku ţjóđinni, međ innrás, landráni, blóđbađi, ţjóđernishreinsun og hryllilegri áţján ţeirrar ţjóđar í ţví, sem viđ ţekkjum öll sem lengsta hernám 20. og 21. aldar," sagđi Árni Ţór Sigurđsson, fyrrv. formađur utanríkismálanefndar, af ţessu tilefni og dćsti ţungan.

Allt í plati

Ţađ má kannski geta ţess hér í lokin, ađ vitaskuld skortir ţetta fólk hugrekki til ađ bera fram slíkar tillögur. Ţeir, sem taka upp málstađ hinnar kúguđu Tíbetţjóđar, eru allt of fáir í heiminum, en ţrátt fyrir augljósa friđarstefnu Tíbeta um miđja 20. öld, međ sáralítinn, illa búinn her, ţá er einna sízt kommúnista og yfirlýsta friđarsinna ađ finna í samstöđuhópnum međ Tíbetum, ekki frekar en íslenzkir kommúnistar hafi gagnrýnt innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1979-89 sem kostađi um 1,5-1,6 millj. fallinna og 5-6 milljónir flóttamanna. Pistillinn hér á undan er allur augljóslega ritađur sem háđssatýra.


mbl.is Vörur frá hernumdum svćđum verđi merktar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vanţekking einber

Ţađ er einfaldlega rangt hjá Ragnheiđi Ríkharđsdóttur, ađ Rússland hafi "ákveđi(đ) ađ banna samkynhneigđ međ lögum," ţ.e.a.s. ţeim sem Dúman samţykkti samhljóđa, 436:0. Er ţađ verđugt af ţingmanni af tala á Alţingi af slíkri vanţekkingu? En hún er ekki ein um ţađ í ţessu fréttarmáli, sjá t.d. hér:  http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1302388/
mbl.is Taki afstöđu til laga um samkynhneigđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband