Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

Kominn tími á ađ skipta út peningastefnunefnd!

Nefndin sú arna var ađ lýsa ţví yfir samhljóđa á maífundi sínum, ađ hún vilji halda stýrivöxtum óbreyttum! Enn verđur ţví reynt ađ halda uppi hávöxtum, einstaklingum og atvinnulífi til bölvunar. Réttast vćri ađ veita ţessari nefnd ráđningu og ađ tilkynna henni um leiđ, ađ endurráđning komi ekki til greina.

Trúin á, ađ háir vextir haldi niđri verđbólgu, er ósönnuđ, enda vitađ, ađ aukinn tilkostnađur fyrirtćkja er hvati til ţess, ađ ţau hćkki verđ á vörum og ţjónustu. Eins hafa háir stýrivextir banka og sjóđa, ekki sízt međ áhrifum á dráttarvexti, lamandi áhrif á mörg heimili og tefja fyrir ýmsum fjárfestingum, vöru- og ţjónustukaupum ţeirra, og ţannig stuđla ţessir óţarflega háu vextir ađ samdrćtti á markađi og lćgra atvinnustigi.

Prófiđ ţetta, Bjarni og Sigmundur : ađ ráđa nýtt fólk međ fersk og djörf viđhorf inn í ţessa hingađ til stefnuvilltu peningastefnunefnd.


mbl.is Allir sammála í peningastefnunefnd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ósiđleg ákvörđun Evrópusambandsins kyndir undir enn mannskćđari borgarastyrjöld

Uppreisnin og borgarastríđiđ í Sýrlandi er ađ miklu leyti orđiđ trúarstríđ gagnstćđra fylkinga sjíta og súnníta. Međ ţví ađ gefa frönskum og öđrum vopnaframleiđendum ESB-ríkjanna grćnt ljós á vopnasölu til öfgafullra uppreisnarmanna er veriđ ađ stuđla ađ ć meira mannfalli og hörmungum sýrlenzku ţjóđarinnar.
mbl.is Aflétta vopnasölubanni á Sýrland
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţrjár nýjustu kannanir um ţađ hvort menn vilji ađ Ísland gangi í ESB

Í Capacent Gallup-könnun 6. marz 2013 eru ţeir, sem vilja "join" ESB, 25,1%, en ţeir sem vilja ţađ ekki eru 58,5% og 16,5% óákveđnir. Af ţeim, sem afstöđu taka, eru ţá 69,976% andvígir ţví ađ ganga í ESB, og svo er líka spurt: "If referendum (ţjóđaratkvćđi) now, how would you vote", og ţá segjast 30% myndu segja já, en 70% nei. (Ég tilfćri hér spurningarnar á ensku, eins og ţćr eru orđađar í yfirlitsheimildinni.)

Í annarri á vegum HÍ 23. apríl eru ţeir sem vilja "join" ESB 27,6%, en ţeir sem vilja ţađ ekki eru 52,2% og 20,2% óákveđnir. Af ţeim, sem afstöđu taka, eru 65,4% andvígir ţví ađ ganga í ESB.

Í ţremur nýjustu könnunum um ţetta mál er ţannig ein međ niđurstöđuna 65,4%-andstöđu viđ ađ ganga í ES, en tvćr međ 70%-andstöđu. Heimild: HÉR.

Er nú ekki full ástćđa fyrir stjórnvöld Íslands til ađ taka mark á margítrekađri andstöđu ţjóđarinnar viđ ađ ganga í ţetta Evrópusamband?


Ţađ var kominn tími til ađ stöđva ţennan mann!

Sigmundur Davíđ var gripinn af lögreglunni á hrađferđ í dag, raunar ekki vegna flótta undan eigin kosninga-fyrirheitum um ađ hćtta viđ Evrópusambandsumsóknina hans Össurar og taglhnýtinga hans, heldur vegna hrađaksturs frá Laugarvatni.

Hér er tćkifćri til ađ spyrja Sigmund: Er "hlé" ţađ sama og ađ hćtta viđ? Hvers vegna ţennan hráskinnaleik, í stađ ţess ađ HĆTTA viđrćđum viđ Evrópusambandiđ? Hvađ segja bćndur í NA-kjördćmi viđ ţig, nćst ţegar ţú stingur inn nefi hjá ţeim?

Hvernig stendur á ţví, ađ Benedikt Jóhannesson segist á Stöđ 2 SÁTTUR viđ ţessa niđurstöđu, í ţessum skrifuđum orđum? Ert ţú sáttur viđ, ađ innlimunarsinninn sé sáttur viđ niđurstöđu ykkar Bjarna?

Og lestu svo ţennan frábćra pistil Lofts A. Ţorsteinssonar verkfrćđings, leiđtoga Samstöđu ţjóđar: Höldum áfram baráttu gegn innlimun Íslands í Evrópusambandiđ.

Hér međ trúi ég ţér aldrei framar, nema ég hafi lygamćli međferđis. Og mikiđ er ég himinlifandi feginn ađ hafa hćtt viđ ađ kjósa Framsóknarflokkinn.

PS. Ţeir spá í, hvađ stjórnin ykkar eigi ađ heita. "Laugarvatnsstjórnin," segir einn. REFJASTJÓRNIN segi ég. Aldrei styđ ég stjórnmálaforingja sem er ekki hreinskiptinn fullveldissinni.


mbl.is Lögreglan stöđvađi Sigmund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Norman Tebbit kemur á óvart međ ummćlum sem ná á forsíđur brezku blađanna

 Norman Tebbit,barón Tebbit, CHPC, var einn harđasti naglinn í Íhaldsflokknum á árum mínum í Bretlandi og sat í neđri deild ţingsins 1970-92, ţar af 6 ár í ráđherrastóli og tvö ár sem formađur flokksins. Í árás IRA í Brighton 1984, á flokksţing Íhaldsflokksins í Grand Hotel, sćrđist hann, en Margaret kona hans varđ varanlega örkumluđ eftir sprenginguna. Árásin var eitt af svívirđilegum hryđjuverkum hins ólöglega Írska lýđveldishers. Nánar um Tebbit hér á Wikipediu.

Nú hefur Lord Tebbit, nýorđinn 82 ára, aldeilis kallađ á athygli fjölmiđla međ ummćlum sínum í lávarđadeildinni, í tengslum viđ frumvarp um hjónaband samkynhneigđra og hvađ hann sagđi ţar annars vegar um hugsanlega lesbíska drottingu landsins og hćpinn ríkisarfa og hins vegar um sína eigin mögulegu leiđ til ađ komast hjá greiđslu erfđafjárskatts! (sjá nánar fréttartengil Mbl.is hér neđar).

En hvađ frumvarpiđ snertir, eru litlar líkur taldar á samţykkt ţess í efri deildinni, hvernig sem máliđ kann ađ veltast í House of Commons og jafnvel ţótt Cameron, formađur Íhaldsflokksins, styđji ţađ.

En Tebbit kom oft á óvart og gerđi ţađ svo sannarlega hér. Glćsilegur ferill hans áđur dregur sízt úr ţví.


mbl.is Gćti leitt til samkynhneigđrar drottningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vigdísi Hauksdóttur í ráđherrastól

Katrín Oddsdóttir, róttćklingur mikill og ábyrg eins og ađrir "stjórnlagaráđsmenn" fyrir fullveldisframsals-heimild í tillögum óráđsins, gagnrýnir Vigdísi Hauksdóttur harkalega, en án raka. Vigdís hefur hins vegar stađiđ sig međ afbrigđum vel á liđnu kjörtímabili, m.a. í einbeittri, vel rökstuddri baráttu gegn Icesave-óvćru stjórnarflokkanna og gegn smánarlegri Össurarumsókninni um innlimun í erlent ríkjabandalag sem hefur ţađ á stefnuskrá ađ verđa sambandsríki.

Fyrir ţessa afstöđu sína öđru fremur varđ Vigdís ađ sćta sífelldu narti og einelti mislyndra Fréttablađsmanna og fleiri fjölmiđlunga, og var ţađ ţeim sízt til hróss.

Vigdís fćr mikinn stuđning víđa (sjá blogg um međfylgjandi frétt, t.d. umrćđu manna á vefsíđu Páls Vilhjálmssonar) fyrir afstöđu sína í innflytjendamálum, sem hafa algerlega hlaupiđ úr böndum hjá fráfarandi stjórnvöldum, sem stefndu jafnvel á enn meiri holskeflu í ţeim efnum međ nýrri löggjöf. Vesalings vel meinandi Ögmundur Jónasson lét ţar fjölmenningarstefnuálitsgjafa sína hafa slćm áhrif á stöđu ríkisins í ţessum málum. Afleiđingin er yfirflćđi flóttamanna og m.a. (ţótt ţađ sé ekki einkennandi um allan hópinn) sífelldar flóttatilraunir héđan til Bandaríkjanna; nú síđast voru tveir slíkir gripnir í skipi hér í höfn og höfđu ţýfi međferđis.

Áfram Vigdís frćnka, fram til fleiri góđra verka. 


mbl.is „Áhyggjur verđi Vigdís ráđherra“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Afvegaleiddur heimspekingur í Icesave-máli: Kristján Arngrímsson

Ţađ er ótrúlegt hvernig Icesave-sinnar, jafnvel heimspekilćrđir, halda sumir áfram í flónsku sinni ađ réttlćta Icesave-samningana. Einn slíkur er Kristján G. Arngrímsson, fyrrv. blađamađur. Hann ritađi hér í kvöld:

[É]g held ađ ţađ hefđi átt ađ semja um IceSave, ţađ hefđi veriđ siđađra manna háttur. En Íslendingar hafa aldrei veriđ ţekktir fyrir mikla diplómasíu í alţjóđasamskiptum, eins og glöggt kom fram á útrásarárunum. Ţvert á móti eru ţeir ţekktir fyrir frekju og barnaskap.
Ţessu svarađi ég ţannig á sömu vefslóđ G. Tómasar Gunnarssonar :

Ţú kennir ţađ greinilega viđ "frekju og barnaskap", Kristján, ađ Íslendingar -- ađrir en spillt og trausti rúin stjórnmálastéttin -- stóđu á réttinum í Icesave-málinu, ţeim rétti sem stađfestur var svo fullkomlega í úrskurđi EFTA-dómstólsins, ađ viđ ţurftum ekki einu sinni ađ borga málskostnađ okkar.

En hvers virđi er nú öll ţín heimspeki ţér og ţinni skynsemi, ađ ţú komist ađ jafn-vitvana niđurstöđu eins og ţeirri, ađ Íslendingar hefđu átt ađ leggja á sig 65 milljarđa króna ÓLÖGVARĐAR vaxtagreiđslur frá Buchheit-samningnum til 1. apríl sl. (og meira í vćndum -- og allt í erlendum gjaldeyri), einfaldlega af ţví ađ ţađ vćri til marks um "mikla diplómasíu í alţjóđasamskiptum" og "siđađra manna háttur" ađ ţínu mati?

Ertu ekki barn í lögum, drengur minn, og vćri ekki nćr fyrir ţig ađ halda ţér viđ heilbrigđa heimspeki?

Já, 65 milljarđa króna vćrum viđ nú búin ađ borga skv. Buchheit-samningi Steingríms, m.v. aprílbyrjun ţessa árs, allt í erlendum gjaldeyri, og meira myndi bćtast viđ! Hvar ćtlađir ţú ađ finna ţá 65 milljarđa, Kristján Arngrímsson?!

Og ţykir ţér í alvöru rétt, ađ Íslendingar líđi skort og skerta heilbrigđisţjónustu vegna ţess áhugamáls ţíns og ýmissa áhrifamanna, sem og fjölda vinstri manna, ekki ţó allra, ađ láta undan kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda, ţótt ólögmćtar hafi veriđ?! Ćttirđu auđvelt međ ađ réttlćta slíkt siđferđislega gagnvart ćttingjum ţínum, sem kannski hefđu fariđ á mis viđ sjúkrahúsţjónustu í tćka tíđ vegna ţess ađ ţínir samherjar í ríkisstjórn hefđu fengiđ ađ ráđskast á ólögmćtan hátt međ skattfé borgaranna?!

PS.

Annars er ţetta alveg stórmerkilegt, hvernig íslenzkum heimspekingum hćtti og hćttir jafnvel enn til ađ réttlćta hina ólögmćtu Icesave-samninga Steingríms og Jóhönnu-stjórnarinnar:

  1. Sjálfur Guđmundur Heiđar Frímannsson á Akureyri var einn ţeirra.
  2. Annar var Vilhjálmur Árnason siđfrćđiprófessor, sem talađi um ţessi mál eins og alls ófróđur í ţćttinum Silfur Egils sl. sunnudag -- sbr. viđbrögđ (á vefsíđu Ţjóđarheiđurs) viđ ţví endemisrugli: Siđfrćđiprófessor á villubraut.
  3. Ţriđji er svo Kristján G. Arngrímsson, ut supra!
  4. Fjórđi svartipéturinn úr hópi heimspekinga er svo vitaskuld hinn hálaunađi ađstođarmađur Steingríms J. Sigfússonar, sundmađurinn knái, en spinndoktorinn afleiti Huginn Freyr Ţorsteinsson, sem hafđi Icesave-máliđ og réttlćtingu ţess (m.a. í Kastljósi) alveg sérstaklega á sinni könnu!

Ţetta er nú sennilega ţađ lakasta sem heimspekingar 21. aldar hafa fundiđ sér ađ fást viđ.


Skinhelgi

Ţvílíkur yfirdrepsskapur ađ reka sjónvarpsfréttakonu vegna saklausra mismćla, sem hún leiđrétti jafnóđum! Ţađ er eins gott ađ stjórnendur ţar séu jafnóflekkađir og sléttmálgir og ţeir vilja hafa starfsmenn sína.
mbl.is Rekin eftir ađ hafa sagt „kynlíf“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband