Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Ađ hugsa sér! Um stjórnarbyltandi fullveldisframsal og Sambandslögin 1918

Ţađ er auđvelt á grundvelli 111. greinarinnar frá stjórnlagaóráđinu ađ framselja fullveldi okkar í löggjafarmálum og öđru til Brussel MEĐ ATKVĆĐUM LÍTILS MINNIHLUTA KOSNINGABĆRRA MANNA, t.d. um 28% eđa enn fćrri, gerandi ráđ fyrir, ađ um 56% eđa fćrri fari á kjörstađ og ađ mjög jafnt verđi međ fylkingum fullveldismanna og ESB-manna. Eins atkvćđis meirihluti myndi duga, af ţví ađ ţessir óţjóđrćknu, lýđveldis-vanvirđandi stjórnlaga-óráđsmenn sýndu landinu ekki ţá virđingu ađ gera kröfu um aukinn meirihluta (t.d. 3/4 eđa 70% eđa 2/3 eđa 4/5) ţyrfti til ađ framselja fullveldi okkar til erlends veldis.

Hér er gott ađ bera saman viđ ákvćđi Sambandslaganna 1918 um hliđstćđa, byltandi breytingu á stjórnarhögum ríkisins, ţ.e. um uppsögn ţess samnings um sambandiđ viđ Dani. Til ađ sú ţjóđaratkvćđagreiđsla (sem fór svo fram í reynd laugardaginn 20. til ţriđjudagsins 23. maí 1944) skyldi teljast gild, var áskiliđ í Sambandslögunum, ađ kjörsókn yrđi ađ vera a.m.k. 75% og ađ ekki minna en 75% kjósenda yrđu ađ greiđa ţví atkvćđi ađ segja upp sambandinu viđ Dani. Ţetta felur í reynd í sér, ađ lágmark kjósenda međ slíkri uppsögn varđ ađ vera 75x75% allra kosningabćrra manna, ţ.e.a.s. 56,25%.

Međ ekki minni lágmarksstuđningi var ţannig ákveđiđ 1918, ađ bylta mćtti stjórnskipan Íslands. Fyllilega hliđstćđ umbylting, en frá sjálfstćđi og frá fullveldi í löggjafarmálum, vill hins vegar hiđ ólögmćta "stjórnlagaráđ", sem setiđ var ađ a.m.k. 2/5 hlutum af hreinum ESB-innlimunarsinnum (!), ég endurtek: hliđstćđa umbyltingu (en í ófarsćla átt: til ósjálfstćđis!) vildu og vilja ţeir ţar, ađ átt geti sér stađ međ um ţađ bil HELMINGI MINNI STUĐNINGI kjósenda og ţvert gegn vilja nánast jafnstórs hluta kjósenda sem vilja ekki fullveldisframsaliđ! (gćti munađ einu atkvćđi!).

Hvernig ţá? Jú, ţađ er auđvelt ađ sjá fyrir sér, ađ kjörsókn yrđi um 56,25% eđa minni, og ţar međ myndi vera bođiđ upp á, ađ einungis 28,125% kosningabćrra manna eđa jafnvel fćrri (viđ minni kjörsókn) ákvćđu ađ fyrirgera fullveldi Íslands!

Eins og félög hafa mörg/flest ákvćđi um, hvernig ţeim verđi slitiđ -- og áskilja oft í félagslögum um 70% atkvćđa eđa meira á ađalfundi til ađ ţađ sé heimilt -- ţannig er fullkomlega eđlilegt (og miklu fremur en í fyrrnefndu dćmi) ađ gera áskilnađ um stóraukinn meirihluta, ef heimila á ađ leggja ríkisvaldiđ undir framandi vald. Eđlilegast af öllu er ţó ađ banna ţađ međ öllu!

Ađ hugsa sér, ađ menn í s.k. stjórnlagaráđi á Íslandi hafi setzt yfir stjórnarskrá okkar í ţökk stjórnarskrárbrjótandi landstjórnenda og bruggađ landsréttindum okkar banaráđ! Einhvern tímann hefđu menn veriđ gerđir útlćgir fyrir minna.

Fullveldisframsal ađ vild evrókrata? Nei takk!

"Ađ segja ađ „ţjóđin“ fái ţá „vörn“ í 111. gr.
ađ geta kosiđ gegn fullveldisframsali lýsir blindni."
 
Međ hjásetu viđ stjórnlagaţingskosningar 27.11. 2010 fćrđu margir stjórnarandstćđingar Samfylkingu og fimmtu herdeild ESB ţann áfangasigur á leiđ ţeirra í Evrópustórveldiđ ađ gefa ţeim fćri á lúmskum stjórnarskrárbreytingum. Afleiđingin: 37% kjörsókn og áberandi stór hlutur ESB-sinna.
   

A.m.k. 10-11 af 25 efstu í kosningunni, sem reyndist ógild og ađ engu hafandi, eru eindregnir fylgismenn inntöku Íslands í Evrópusambandiđ, ţ. á m. klókur fyrrv. starfsmađur ESB, Eiríkur Bergmann Einarsson. Er hann nú á launum hjá Evrópufrćđasetri á Bifröst, sem ţiggur mikla styrki frá framkvćmdastjórn ESB! Svo tvöföldum í rođinu var faliđ ađ véla um stjórnarskrá og beita áhrifum sínum međal grćskulítilla „ráđsmanna“.

Ađrir helztu ESB-harđlínumenn í hópi hinna 25 eru Vilhjálmur Ţorsteinsson í CCP, Gísli Tryggvason í Neytendastofu, sem leggst lágt viđ ađ afla „frumvarpinu“ (!) stuđningsmanna (sjá: lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/1255535/), Guđmundur Gunnarsson úr Rafiđnađarsambandinu, Illugi Jökulsson, Pavel Bartozek og Ţorvaldur Gylfason, iđinn áróđursmeistari sem heldur uppi blekkingum af alvarlegasta toga (sjá: jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263309/). Međ fylgdu ESB-sinnar eins og Silja Bára Ómarsdóttir, Ţórhildur Ţorleifsdóttir og Freyja Haraldsdóttir.

Ađ hvöt Illuga Jökulssonar sniđgengu 30 ţingmenn úrskurđ Hćstaréttar um ógildingu kosninganna. Í trássi viđ stjórnlagaţingslögin, sem enn voru í gildi, var kosningin ekki endurtekin, en 25 manna hópnum bođiđ ađ setjast í nefnd í umbođi 30 ţingmanna, ţ.e. „stjórnlagaráđ“. Ţá var ţeim gert óvćnt tilbođ, eins og til ađ liđka til fyrir ţátttökunni: ađ sitja í 4 mánuđi á fullum alţingismannslaunum í stađ tveggja, eins og verđa átti um stjórnlagaţingiđ (sjá um ţađ stóralvarlega mál og ólögmćta ferli: jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263312/).

Í takt viđ evrókratíska ofhleđslu „ráđsins“ rćttust verstu hrakspárnar: laumađ inn grófri fullveldisframsalsgrein, nr. 111. Jafnvel gamlir íhaldsmenn í „ráđinu“, Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu (jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263311/) og Ari Teitsson, féllu sem skotnir fyrir ódýrum áróđursbrellum Ţorvaldar og Eiríks til ađ réttlćta ţá lúsléttu heimild til fullveldisframsals. Er Pétur sízt linari en ţeir í áróđri međ 111. greininni, segir hana gera fullveldisframsal „erfiđara“ en núverandi stjórnarskrá og fullyrđir ađ stjórnarskráin skipti engu máli, ef ákveđiđ verđi ađ ganga í ESB, ţví ađ ţá víki hún fyrir lögum ESB.

Ţetta er fleipur, međan viđ erum utan ESB. Margar greinar stjórnarskrárinnar fela í sér, ađ allt löggjafarvald yfir okkur sé í höndum Alţingis og forsetans (og í vissum tilfellum: ţjóđarinnar). Ef stjórnvöld reyna ađ brjóta 2. gr. hennar, 16., 26. gr. o.fl. međ ţví ađ undirrita ađildarsamning sem gefur ESB formlega beint og ćđsta löggjafarvald yfir landinu, sem og, ađ landslög hér verđi víkjandi fyrir ESB-löggjöf sem rekst á ţau, ţá verđur sú gjörđ yfirvalda samstundis kćrđ til Hćstaréttar af sjálfvöktum fjöldasamtökum sem augljóst stjórnarskrárbrot.

Ađ segja ađ „ţjóđin“ fái ţá „vörn“ í 111. gr. ađ geta kosiđ gegn fullveldisframsali lýsir blindni, ţví ađ 30-35% kosningabćrra manna gćtu ţá veriđ ađ taka afdrifaríka ákvörđun um framsal ríkisvalds, ţ.m.t. allt ćđsta löggjafarvald, til erlends stórríkis, sennilega fyrir fullt og allt, ţ.e.a.s. ef atkvćđi féllu nokkuđ jafnt í 60-70% kjörsókn um máliđ. Geta 30% kallast „ţjóđin“?

Útvarp Saga er í áróđursferđ fyrir stjórnlagapakkann. Enginn lagaprófessor eđa stjórnskipunarfrćđingur kemst ţar ađ hljóđnemanum, en „ráđsmönnum“ bođiđ nćr daglega á rauđa dregilinn, jafnvel ESB-innlimunarsinnum eins og Ţorvaldi, Eiríki Bergmann og Vilhjálmi Ţorst. En ţrír ţáttagerđarmenn, sem dirfđust ađ gagnrýna stjórnlagaráđ, voru látnir taka pokann sinn, ég, Baldur Ágústsson fv. forsetaframbj. og Jón Magnússon hrl. Ríkisstjórnarútvarpiđ stendur svo undir ţví nafni međ hlutdrćgu, ójöfnu vali manna í Silfur Egils o.fl. ţćtti í ţágu stjórnlagaráđs – ítrekuđ hlutleysisbrot, en stjórnarskrá lýđveldisins liggur óbćtt hjá garđi og ekki minnzt á hana á atkvćđaseđlinum!

Í 82. tillögugr. er í raun búiđ til embćtti varaforseta Íslands, í höndum eins manns, flokkspólitísks forseta Alţingis, fulltrúa stjórnarmeirihluta! Á ađ treysta honum fyrir málskotsvaldinu? Hví var forseta Hćstaréttar ekki fremur faliđ ţađ valdahlutverk á hendur?

Í 113. gr. „ráđsins“ er 5/6 alţingismanna gefiđ vald til ađ breyta stjórnarskrá án ţess ađ spyrja ţjóđina! Fjórflokkurinn hefur yfirleitt haft fleiri en 5/6 ţingsins. Ţetta hentar honum vel.

Úr 74. gr. stjskr. vill „ráđiđ“ fella niđur heimild til ađ láta banna viss félög. Gćti t.d. átt viđ kynţáttahatursfélög, eins og Björg Thorarensen lagapróf. bendir á, alţjóđleg glćpasamtök, mafíur, hrottagengi.

Ráđiđ vill fella niđur 2. tl. 72. gr. stjskr., en ţađ ákvćđi leyfir stjórnvöldum ađ takmarka eign útlendinga í fasteignum og er helzta vörn innanríkisráđherra gegn jarđeigna-ásćlni Kínverja hér á landi.

Sama stjskr.ákvćđi er traust vörn gegn kaupum útlendinga á útvegsfyrirtćkjum hér. Hefur Jón Bjarnason alţm. bent á, ađ ráđiđ vill ţessa takmörkun á fasteignakaupum útlendinga feiga. Slík niđurfelling virđist ţjónkun viđ óskir ESB-innlimunarsinna sem laumuđust inn í hiđ ólögmćta „ráđ“.

Mestu varđar ađ menn afstýri ţví stórslysi ađ liđkađ verđi fyrir innlimun Íslands í ESB. Ţađ er ţeim mun mikilvćgara sem viđ eigum ţar viđ ađ etja afl 1570 sinnum fólksfleira veldis en íslenzku ţjóđarinnar, afl sem notar sína fjárhagsyfirburđi til ađ dćla hingađ áróđursfé og hyggst gera ţađ í vaxandi mćli.

Höf. er guđfrćđingur, prófarkalesari og form. Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu.

Grein ţessi var fyrst birt í Mbl. 20. okt. 2012. 


Höfnum fríverzlunarsamningi viđ mannréttindabrjóta í Kólumbíu - og Kína!

Ég tek heilshugar og af fullum krafti undir ţessa andstöđu ASÍ viđ fríverzlunarsamning viđ Kólumbíu (smelliđ á fréttartengilinn hér neđar). Já, einstöku sinnum kemur ţađ fyrir, ađ ég sé ţessum verkalýđsrekendum sammála.

Eins kemur fríverzlunarsamning viđ Kína ekki til greina upp á ţau býti, sem Össur upplýsti um á Alţingi í fyrradag, ţ.e. ţá kröfu Rauđa-Kína, ađ kínverskir borgarar fái óheftan ađgang hér ađ vinnumarkađnum! Ţá tćki Kínavćđing landsins ekki langan tíma!


mbl.is Leggst gegn fríverslunarsamningi viđ Kólumbíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Suđurnesjamenn finna fyrir athafnatregđu ríkisstjórnarnefnunnar á sínu skinni

Hagstofan er eitt ráđuneytiđ (Jóhönnu, ć!) og gerir ekki ráđ fyrir álveri í Helguvík fyrr en 2014. Ţetta eru slćmar fréttir á sama tíma og upplýst er, ađ stórlega má draga úr mengun frá álverum međ nýrri tćkni og atvinnulausum fjölgar nú um 100 manns á milli mánađa í Reykjanesbć.

Ekki er björgulegt ađ hafa ţessa ríkisstjórn öllu engur viđ stjórnvölinn, iđjulausa viđ flest nema sín óartar-verkefni í ţjónustu viđ erlent vald. Ţađ geta Suđurnesjamenn fundiđ á sínu skinni, en svo ađ dćmi séu nefnd, auglýsti Sýslumađurinn í Keflavík 51 uppbođ, nćr alfariđ á íbúđarhúsnćđi, sl. fimmtudag, 1. nóvember.


mbl.is Álver ekki í áćtlun Reykjanesbćjar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband