28.10.2019 | 05:14
Ég tek undir þessar alvarlegu viðvaranir:
Nauðgunum fjölgaði um 34% í fyrra og innbrotum um 59% samkvæmt lögreglustjóranum í Reykjavík. Skipulagðir erlendir hópar eru að verki og nýir koma þegar einhver er upprættur. (Fréttablaðið 2.1.2019)
Sjálfsmynd Íslendinga hefur beðið hnekki, þeir hafa litið á sig sem friðsæla velsældarþjóð í öruggu landi með lága glæpatíðni. Öryggistilfinning landsmanna hefur líka beðið hnekki, margir eru orðnir hræddir við að vera á ferli á vissum stöðum. Tortryggni og siðhnignun eru að vaxa, það er orðið erfitt að halda uppi eðlilegu almennu siðmenningarstigi.
Fjórfrelsisákvæði EES-samningsins um frjálsa flutninga fólks er ónothæft við hérlendar aðstæður. Sama er að segja um Schengenfrelsið. Það er hlutverk stjórnvalda að veita almenningi öryggi og að halda uppi lögum og reglu í landinu, fyrir bæði Íslendinga og aðra sem hér eru, og geta haft stjórn á för lögbrjóta og spillingarafla sem leita inn í landið.
Þetta er að finna í lengri grein:
Stjórnlausir fólksflutningar til landsins
á vef Frjáls lands. Lesið þar allan pistilinn!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Innflytjendur, nýbúar, Konur, kvenréttindi, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 05:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.