Klukkur Hallgrímskirkju notaðar til að hringja inn hinsegindaga!

Þetta kom fram í útvarpspredikun þar í gær, og fleira birtist þar í sama dúr og vakti undrun og hneykslun bandarísks ferðamanns, sem þekkti betur boð Nýja testamentisins en sá kirkjuvörður þar, sem varði stefnu þeirrar kirkju. 

Margir prestar Þjóðkirkjunnar eru mjög óupplýstir almennt um samkynhneigðramál og jafnvel sérstaklega um afstöðu Biblíunnar til samkynja kynlífs, enda hefur farið fram kostaður áróður í því efni, sem meðal annars hefur beinzt að guðfræðinemum. 

Svo ber hér að garði alvörukristið fólk frá útlöndum, og því getur brugðið illilega við að sjá hve samkynhneigðarstefnan hefur fært sig hér upp á skaftið í trúardaufri og reikulli Þjóðkirkju, sem lét róttæklinga komast upp með að taka bæði kenningu og kirkjusiði herskildi í þjónustu andbiblíulegrar stefnu. (Að hún sé andbiblíuleg sannast af mörgum ritningargreinum í Nýja og Gamla testamentinu.)

Fjórar ungar konur í mennónítasöfnuðum í Bandaríkjunum voru hér við kaþólska messu í gær, og í spjalli við þær í stærri hópi kom fram, að mennonítar hafna algerlega fóstureyðingum, en mér láðist að spyrja þær út í afstöðuna til samkynja kynmaka. Þó er viðblasandi, að kirkja, sem leggur áherzlu á hjónabandið og veit, að fyrirmæli Jesú Krists um það fela í sér samband karls og konu einungis, sú kirkja hafnar þar með samkynja hjónavígslu og mökum.


mbl.is Strunsaði út úr Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband