Flokkurinn međ gula spjaldiđ er orđinn einn margra smáflokka; hans sígandi ólukka leikur hann grátt*

Ekki getur ţríeykiđ í Valhöll (sízt for­mađ­ur­inn dauf­dumbi** um orku­pakk­ann) fagn­ađ 19% fylgi. Útv.­Sögu-hlust­endur gefa Miđflokki 62,4%, XD ađeins 6,49%, 3X minna en Flokki fólksins (19,08%)!

XM og XF hafa ţar 81,48% meiri­hluta­fylgi! En vitaskuld er lítt ađ marka skođana­könnun međal 524 hlustenda einnar útvarps­stöđvar, sem kannski í mesta lagi um ţriđji hver mađur hlustar á ađ jafnađi, ţađ skal viđurkennt hér, auk ţess sem fáar raddir á Útvarpi Sögu mćla Sjálf­stćđis­flokknum bót, eins og komiđ er fyrir honum. En straumurinn til Miđflokksins hefur veriđ nokkuđ ljós í síđustu birtu skođana­könnunum á landsvísu, og er ţađ Elliđa Vignissyni, bćjarstjóra Ölfuss, engin gleđifregn ađ flokkur hans fćr greini­lega gula spjaldiđ hjá kjósendum á ţessu sumri. En flokkurinn sem mest var skammađur fyrir "málţóf" (og ţađ ranglega, ţví ađ SJS bar sökina) er hástökkvari skođanakannana.

Af öđrum valkostum í ţessari skođanakönnun, sem stóđ yfir frá ţví fyrir helgina og lauk á hádegi í dag, fékk "Annađ" fjórđa mesta fylgiđ, 5,34%, en Sósíalistaflokkur hins aflóga, fallít kapítalista Gunnars Smára Egilssonar*** fekk 2,29%, Samfylkingin 2,10%, Framsóknar­flokkur 1,34%, Píratar 0,94% (lítiđ traust á anarkistum) og tveir flokkar á botninum, báđir međ 0,38%: Vinstri grćn og "Viđreisn"! (enginn áhugi hlustenda á innlimun í Evrópu­sam­band­iđ! --- og hafa fengiđ sig fullsadda á svikum VG viđ fátćka jafnt sem í orkupakka­málinu).

* Loksins smá-glćta í ţćttinum Frá degi til dags á leiđarasíđu Fréttabl. í dag: "Sagđi Páll [Vilhjálmsson Moggabloggari] ţá ađ „bernsk forysta XD geri Sjálf­stćđis­flokkinn ađ smáflokki á 90 ára afmćlinu“. -- Ţórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformađur Sjálf­stćđis­flokksins, hafđi síđan á orđi á dögunum ađ fleiri smáflokkar séu ekki svariđ. Ţeim smáu virđist ţó fjölga nú, er MMR mćlir Sjálfstćđisflokkinn í 19 prósentum."

** Ég er farinn ađ kalla Bjarna formann "daufdumban"! -- ţví ađ ekki vill hann úttala sig skýrt um hiđ stórvarasama orkupakkamál (lćtur ađra um ađ tala) og virđist beinlínis heyrnarlaus á óskir og vilja ţjóđar sinnar, jafnvel sinna eigin flokksfélaga! En flokkurinn endist ekki lengi međ jafnvel 19% fylgi, ef formađurinn er bćđi mállaus og heyrnarlaus!

*** Fylgi Sósíalistaflokksins međal hlustenda Útvarps Sögu má líklega skýra međ ţví, ađ flokkurinn keypti sér fasta 2-3 tíma ţćtti tvo daga vikunnar á útvarpsstöđinni, allt síđan í vetur. Auk ţess hlusta margir fátćkir og lífeyrisţegar á stöđina, og ekki skal ţví neitađ, ađ ýmsir viđmćlendur Gunnars Smára eru frambćrilegir í ţjóđmála­umrćđu (engu lakari en margir pólitíkusar), s.s. verkalýđsforingjarnir Vilhjálmur Birgisson, varaforseti ASÍ, Ragnar Ţór í VR og Sólveig Anna (dóttir Jóns Múla), formađur Eflingar, auk Sunnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins.


mbl.is Gjá milli ţingflokks og grasrótar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband