26.6.2019 | 22:44
Vilja þær þetta sjálfar?
Af því að háværustu femínistatruntur tala um það sem SJÁLFSákvörðunarrétt að fá að fara í fóstureyðingu, liggur beint við að spyrja, hvort bjóða megi þeim SJÁLFUM upp á slíka meðferð, þ.e.a.s. þá sem þær vilja bjóða ófæddu barni sínu upp á: limlestingu og dráp með kvöl (þegar fóstrið er komið á það skeið, ekki seinna en 20 vikna).
SJÁLFAR tel ég þær raunar aldrei komast frá þessu athæfi sínu, því að þær verða að axla ábyrgð sína fyrir dómi Drottins Jesú (sjá Matth.25.31-46), nema þeim hafi auðnazt með iðrun að fá fyrirgefningu þessa alvarlega siðferðisbrots síns.
Svo má enn ræða um þessa meintu SJÁLFSÁKVÖRÐUN, þegar haft er í huga, að þessi "RÉTTUR" hefur beinlínis verið farvegur fyrir marga karlmenn (barnsfeður, eiginmenn, feður) til að "búllýja" viðkomandi konu til fóstureyðingar. Allnokkur dæmi munu því finnast, sem fela í sér mesta blóðskuld viðkomandi manna, en konan jafnvel ekki ábyrg vegna nauðungar sem hún hafi verið beitt til fóstureyðingar.
Ennfremur bera vitaskuld beinir GERENDUR, læknar og hjúkrunarfólk, þunga ábyrgð í hverju slíku tilfelli. Þau eru ekki undanþegin frá lögmáli Drottins ("þú skalt ekki mann deyða"), og læknaeiðurinn þyngir enn ábyrgð þeirra. En von eiga þau öll fyrirgefningar hjá Drottni, ef þau iðrast, en þá þurfa þau líka að "bera ávöxt samboðinn iðruninni" (Matth.3.8). Í þeirra tilfellum virðist mér verðugast, að sá ávöxtur birtist í vitnisburði þeirra um helgi lífsins og um það margt sem þau geta upplýst um ljóta framkvæmd þessara mála, þ.á m. bein lagabrot og falsaðar skýrslur um læknisverk.
19 vikna fóstur að sjúga á sér þumalfingurinn:
Hefur mamma SJÁLFSákvörðunarrétt yfir MÉR? Ekki gaf ég henni hann, eða þykist hún vera með skriflegt umboð?! Eða kannski umboð frá Guði sem skapaði mig? Ekki svo að mér né honum sé það kunnugt!
Meginflokkur: Lífsverndarmál, ófædd börn, fósturvíg, "líknardráp" | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt 27.6.2019 kl. 05:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.