31.12.2018 | 14:24
EKKI: Við erum að sjá ... !
Forsætisráðherra Íslands, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ætti að ganga á undan öðrum með því fagra fordæmi að hætta að orða hugsun sína með þessum hætti, sem orðinn er allt of algengur: "Við erum að sjá að það verði ..." Hin sterka sögn sjá þarf ekki á neinni hækju hjálparsagnar að halda í slíku samhengi. (Þetta er nefnt hér vegna innkomu Katrínar í Bylgjufréttir í hádeginu.)
Íslenzkufræðingar hafa margoft varað við þessum klaufalega tjáningarhætti. Einn slíkur er albróðir Katrínar og því hæg heimatökin að fá rétta leiðsögn!
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bækur, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.