EKKI: Við erum að sjá ... !

Forsætisráð­herra Ís­lands, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Katrín Jakobs­dóttir, ætti að ganga á undan öðrum með því fagra for­dæmi að hætta að orða hugsun sína með þessum hætti, sem orð­inn er allt of algeng­ur: "Við erum að sjá að það verði ..." Hin sterka sögn sjá þarf ekki á neinni hækju hjálpar­sagnar að halda í slíku samhengi. (Þetta er nefnt hér vegna innkomu Katrínar í Bylgjufréttir í hádeginu.)

Íslenzku­fræðingar hafa marg­oft varað við þessum klaufa­lega tján­ingar­hætti. Einn slíkur er albróðir Katrínar og því hæg heima­tökin að fá rétta leiðsögn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband