Eftir lestur Gunnlaugs sögu Ormstungu (m/viđaukum)

                         

Örlög mikil og ill voru búin

örum vaskleikamanni :

sćlu gjaforđi´ í svikum rúinn,

er sótt var úr föđurranni.

Eitt var ţó líf ykkar, ástin og trúin, 

Ormstunga´ og fagur ţinn svanni !

 

Illrćđi Hrafns, af öfund spunnin,

Eiríks jarls af slóđum,

eltu´ ykkur báđa : brúđur unnin

brögđum međ ţeygi góđum.

Af barst, ţótt féllir, örvarunninn;

auđgađir Helgu ađ ljóđum ...

 

Úr Gunnlaugs sögu, sennilega um síđustu fundi ţeirra Helgu fögru:

"Síđan gengu ţeir yfir ána, og töluđu ţau Helga og Gunnlaugur um stund. Og er ţeir gengu austur yfir ána, ţá stóđ Helga og starđi á Gunnlaug lengi eftir.

Gunnlaugur leit ţá aftur yfir ána og kvađ vísu ţessa:

Brámáni skein brúna
brims af ljósum himni
Hristar hörvi glćstrar
haukfránn á mig lauka.
En sá geisli sýslar
síđan gullmens Fríđar
hvarma tungls og hringa
Hlínar óţurft mína."

Ţess má geta, ađ Helga ţessi hin undurfagra hefur veriđ ein fyrsta afgerandi kvenréttindakonan á Íslandi, og hefur hún trúlega haft skap í ţađ frá afa sínum, Agli sjálfum Skalla-Grímssyni. Skáld-Hrafn náđi ađ kvćnast henni, en ţá fór hún skjótlega í kynlífsbindindi eđa verkfall, eins og konurnar í Lýsiströtu Aristofaness. En ţannig segir m.a. í Gunnlaugs sögu, ađ Hrafn "kvađst ţví Gunnlaug á hólm skorađ hafa, ađ hann kvađst öngvar nytjar hafa [af] Helgu og kvađ annan hvorn verđa ađ hníga fyrir öđrum." Já, ţetta var skapmikill ástarţríhyrningur!

Vilji menn leita uppi nýjustu passamyndina af Helgu fögru, ţá er hana ađ finna međal drottninganna í fornmanna-spilastokknum íslenzka (1930), sjá hér neđar!

PS. Lesiđ svo tímabćra grein mína:  Eitt ríki međ réttan málstađ sannleikans gegn meirihluta hinna

HELGA FAGRA er hér hjartadrottning (eins og vera ber!), sú neđri á ţví spili (snýr öfugt)

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband