Ekki bara núið, heldur líka fortíð og framtíð!

"It [the state] becomes a partnership not only between those who are living, but between those who are living, those who are dead, and those who are to be born."

Edmund Burke, 1789

Þetta er ágæt áminning til stjórnmálamanna nútímans. Skylda þeirra er ekki aðeins við samtíðina. Þeir eiga forfeðrum okkar og formæðrum skuld að gjalda: allt þeirra strit og erfiði að byggja upp þetta þjóðfélag, innviði þess og atvinnuvegi, skipaflotann og önnur atvinnutæki til lands og sjávar og svo mikið íbúðahúsnæði, að vart hefði nokkur Íslendingur trúað því fyrir einni öld, hvað þá tveimur! Ennfremur er það allt okkar menntaða og þjálfaða fólk, grunnmenntun allra, verkmenntun margra og langskólamenntun jafnvel enn fleiri Íslendinga. Allt er þetta grunnurinn sem við stöndum á, en einnig arfleifðin, sem er enn eldri: þjóðarvitundin og tungumálið og hugsun okkar byggð á gildum þess bezta, djarfasta og háleitasta sem menn hafa hugsað á landi hér, ekki sízt í skáldskapar-, fræða- og listaarfi þjóðarinnar, sem á stóran þátt í sjálfsvitund okkar sem samheldinna landsmanna, þegar öllu er á botninn hvolft, hve mjög sem við kunnum að togast á um peninga, veraldleg gæði, völd og hagsmuni.

Þeir, sem vilja varðveizlu þjóðararfsins, eru ekki ginnkeyptir fyrir því, að Ísland renni inn í stórveldi eins og Evrópusambandið, með sívaxandi og síendurtekinni skerðingu sjálfsákvörðunarréttar okkar, það bara kemur ekki til greina!  Án þess sjálfsákvörðunarréttar

  • hefðum við ekki getað rönd við reist gegn kröfum Hollendinga, Breta og ESB í Icesave-málinu,
  • værum við (hefðum við verið nörruð inn í Evrópusambandið) ekki með leyfi til að veiða hér hvali, seli og hákarl,
  • væru erlend skip hér með veiðirétt í íslenzkri landhelgi og fullt starfsleyfi fyrirtækja hér á landi sem sjó!
  • værum við ekki með æðsta og ráðandi löggjafarvald yfir jafnvel okkar eigin málum,
  • hefði Jón Bjarnason ekki getað ákveðið einhliða um 14-18% hlutdeild Íslands í makrílveiðum í NA-Atlantshafi, þvert gegn kröfum Evrópusambandsins um að við fengjum aðeins um 3%!!! Ákvarðanir hans gáfu okkur tugi og hundruð milljóna króna í útflutningstekjur! Og ESB-Fréttablaðið leyfði sér að gera gys að þessum manni!

Vegna alls þessa og meira til er Evrópusambandið tabú í hugum allra þjóðhollra Íslendinga.

En svo er það framtíðin: Við eigum að virða komandi kynslóðir og lífsrétt þeirra, sem fyrst eru til að birtast af þeim kynslóðum, sem eiga að erfa landið: já, lífsrétt ófæddu barnanna! Nú er þjóðinni hætt að fjölga. Hér þarf hvert par að eignast að meðaltali 2,1 barn til að íslenzka þjóðin haldist við óbreytt að stærð, en árið 2016 var fæðingatíðnin komin niður í 1,75 börn á hvert par, til lengri tíma litið. Á sama tíma fara fram hér yfir 1000 fóstureyðingar á ári. Þetta er að ráðast á sjálfa framtíð þjóðarinnar, holundarsár í bókstaflegri merkingu, eyðing mannslífa, kaldrifjaðar blóðsúthellingar ... því að fóstrin, sem deydd eru, er ekki "frumuklasi", eins og illa upplýstur arkitekt að norðan, Logi Einarsson, formaður eins flokksins, fullyrti á Alþingi 27. marz sl., heldur manneskjur í sköpun, með æðakerfi, sem getur blætt út! Já, með munn og augu, sem fá aldrei að tala né sjá foreldra sína og ættingja, já, með heila og taugakerfi, sem kaldrifjaðir menn telja í lagi að bjóða upp á kvöl og þjáningu!

HINGAÐ OG EKKI LENGRA! :

This is the hand of an unborn child, 12th week after fertilization

Við, sem nú erum uppi, erum ekki allt og sumt, sem stjórnmálamenn sem aðrir eiga að virða í verki. Við eigum að gæta bæði nútíðar, fortíðar og fram­tíðar, ef vel á að fara -- ekkert minna er okkur sæmandi sem þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband