31.7.2017 | 13:42
Af iđjusömum Prince Philip
Ţví fer fjarri, ađ brezka konungsfjölskyldan stundi iđjuleysi og einbert ráp međ hunda sína og lúxusferđalög. Hertoginn af Edinborg verđur nk. miđvikudag međ sitt 22.220. opinbera verkefni viđ skrúđgöngu kgl. herflotans, "en hann starfađi sem sjóliđsforingi í síđari heimsstyrjöld." Hann hefur fariđ í 637 opinberar ferđir erlendis og flutt 5.496 rćđur, og geri ađrir betur! Hefur hann reyndar haft ćrinn tíma til allrar sinnar iđjusemi fyrir brezka ríkiđ og ţegna ţess: er orđinn 96 ára gamall and still going strong!
Tvisvar sá ég til hans í Englandi á námsárum mínum ţar, viđ ´dinner in Hall´ í collegíi mínu, St John´s College, Cambridge, ţar sem hann sat viđ háborđiđ og var sérstaklega kynntur og ávarpađur (en viđ nemendurnir viđ langborđin í salnum), og viđ heimsókn ţeirra hjóna í St John´s College School, ţar sem Andri stjúpsonur minn var nemandi.
Filippus prinz er sérlega vel gefinn mađur og bráđfyndinn ađ auki. Geta má ţess, ađ hann er í beinan karllegg kominn af Kristjáni IX Danakonungi, ţeim sem gaf okkur stjórnarskrána 1874. En í beinan móđurlegg er hann 4. ćttliđur frá Viktoríu drottningu og ţannig frćndi konu sinnar, hennar hátignar Elísabetar II. Ţví vísa ég nú á greinarkorn um Prince Philip, međ ćttartölu og skjaldarmerki, ţar sem silfurlitan, flattan, en krýndan íslenzka saltfiskinn er m.a. ađ finna á rauđum fleti.
![]() |
Tekiđ ţátt í 22.219 opinberum verkefnum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Konungakyn; háađall | Aukaflokkar: Bretlandseyjar (UK, Írland), Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alţjóđamál | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.