22.7.2017 | 14:53
Bretar ætla að setja reglur sem skylda drónanotendur til að læra öryggisreglur og skrá sig á netinu
Komið er í ljós, að drónar eða flygildi, jafnvel aðeins tveggja kílóa, geta valdið valdið stórskaða á farþegaflugvélum. Um þetta er fjallað í The Times í dag: Drone pilots must prove they know safety rules and register online, og þar er þessi mynd og myndartexti með:

Plans for a compulsory registration system come after tests showed that a 2kg drone could critically damage a passenger aircraft JOHN STILLWELL/PA
Drónar eru sú tækninýjung, sem einna hættulegust getur orðið á sviði hernaðar og hryðjuverka. Hafa má þar í huga, að Kínverjar eru farnir að framleiða fjarstýrð flygildi með mikla burðargetu (t.d. fyrir sprengjur) og allt að 20 metra vænghaf og selja í ágóðaskyni, en þá óttast menn ekki sízt, að einræðisstéttin í Norður-Kóreu komist þar í feitt til að valda andstæðingum sínum sem mestum spjöllum.
Meginflokkur: Bretlandseyjar (UK, Írland) | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Varnar- og hernaðarmál | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.