4.7.2017 | 12:57
Enn eru rímur ortar hér
Merkilegt er, ađ enn eru rímur ortar á Íslandi, en ţetta er eitt elzta skáldskaparformiđ, líkl. hátt í 700 ára. Pétur Stefánsson yrkir fjörlega Rímu af Fjölva fyllibyttu á Bođnarmiđi, međ samúđ fyrir efninu, en líka auga fyrir ţví spaugilega. Í mansöngvunum (upphafsţćtti hverrar rímu) kemur hann svo jafnvel inn á sín leyndustu einkamál og fer vel međ ţađ sem annađ; munu margir líka kannast viđ sjálfa sig í ţeim morgunađstćđum sem hann lýsir ţarna, međ sitt úfna hár, greiđandi sér "unz ţokkafullur út ég lít."
Já, listilega fer Pétur međ efniđ, í gömlum stíl og líka ferskum međ hnyttilegu orđalagi. Hafa ekki ýkja margir ort heilu rímurnar frá dögum Steins Steinarr, Kristjáns Eldjárns og Sveinbjarnar Beinteinssonar, blessađrar minningar. Taka mćtti saman lista um slíka, til viđbótar viđ eldri rímnasöfn Finns Sigmundssonar og Sveinbjarnar Beinteinssonar.
Margir hafa frá tímum ţjóđskáldsins Jónasar Hallgrímssonar litiđ niđur á rímnagerđ, og vissulega var kominn ţreyttur tónn í rímurnar margar um hans daga (en einna sízt hjá Sigurđi Breiđfjörđ, sem varđ ţó fyrir hvassri gagnrýni hans). En ţetta er samt all-frjór vettvangur skáldskaparlega og uppruni rímna merkilegur, eins og próf. Vésteinn Ólason hefur bent á, ţ.e. um frönsk áhrif á ţessa kvćđagerđ. Rímurnar, međ ţáttum sínum, séu ţeir ekki of langir, bjóđa upp á ýmsa fjölbreytni inn- og endaríms og mislangra bragarhátta, og lengi vel voru ţćr einn helzti framhaldsvettvangur fyrir notkun heita og kenninga í skáldamáli, ţótt ýmsum tćkist raunar misvel upp ađ gera ţađ međ ţeim frjóa hćtti sem finna má einkum í dróttkvćđunum gömlu, sem áttu sér sína löngu og allráđandi hefđ frá níundu öld til ţeirrar fimmtándu.
Meginflokkur: Ljóđ | Aukaflokkar: Bćkur, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.