Taka vinstrimenn hér ekki mark á sínum Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, um að ástæðulaust sé að óttast vopnaða lögreglumenn?!

Talsmenn Khans kváðu hann hafa meint annað en Trump taldi, þegar Khan sagði Lundúnabúa "enga ástæðu hafa til að vera uppvægir/óttaslegn­ir" eft­ir hryðjuverkið 3. júní, hann hafi átt við að Lundúna­búar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af auknum liðsafla vopnaðra lögreglumanna í borginni. 

Þessi túlkun talsmanna hins múslimska borgarstjóra á orðum hans er einmitt sú, sem RÚV og því næst íslenzkir vinstrimenn almennt tóku upp sem hreinan sannleikann, gegn meintri lygi þess, sem Trump forseti væri að halda fram í mistúlkun á orðum Khans. Gefum okkur sem snöggvast, að þessir vinstri menn hafi rétt fyrir sér.

En þá felur það einmitt í sér, að menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því, að vopnaðir lögreglumenn séu á almannafæri að tryggja lög og reglu.

En það er þó nákvæmlega það, sem þessir vinstrimenn eru að fjargviðrast hér yfir síðustu dagana: að þeir hafi áhyggjur af vopnvæðingu lögreglunnar, þeim líði ekki vel að sjá vopnaða lögreglumenn á útifundum o.s.frv. o.s.frv. Sem sagt: alveg nákvæmlega þvert gegn því, sem þeir töldu að væri hinn ágæti boðskapur Khans borgarstjóra fyrir tveimur vikum!

Lítum svo aftur á orð Khans í reynd eftir hryðjuverkaárásina, þar sem 8 voru drepnir og 48 særðir "Londoners will see an increased police presence today and over the course of the next few days. No reason to be alarmed."

Ef einhver heldur, að Khan hafi átt við, að menn þyrftu ekki að óttast lögregluna vopnaða, þá var það auðvitað út í hött að segja Lundúnabúum það. Hann var þvert á móti að segja þeim, að þeir þyrftu ekki að vera óttaslegnir lengur vegna þessa hryðjuverks, því að nú væri komið varnarlið lögreglunnar á alla helztu mannamótastaði. Þetta er hið eðlilega samhengi ummæla borgarstjórans, og Trump hafði nákvæmlega rétt fyrir sér í sinni túlkun, því að þótt það væri rétt hjá Khan, að vopnað viðnám lögreglu ætti að tryggja betur öryggi almennings, þá lýsti það hvorki mikilli dýpt né sensitivity hjá honum að láta eins og öll hætta af öfga-islamistum væri úr sögunni og engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu lengur!

Hitt stendur eftir: að vinstri mennirnir hér, sem hossuðu því sem sannleikskjarna málsins, að Lundúnabúar hafi ekki þurft að óttast vopnaða lögreglumenn sína, þeir eru skyndilega farnir að reyna að telja okkur trú um, að við þurfum einmitt að óttast okkar eigin vopnuðu lögreglumenn!

 

Meginheimild:

http://www.bbc.com/news/world-us-canada-40163567


mbl.is „Ennþá friðsöm og örugg þjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar lögreglan þarf að vopnast, þá er hún að vopnast ... GEGN ... almenningi.  Það skiptir engu máli, hvort það sé brot af almenningi sem hún hefur sem "skotmark" vopnavalds síns.  Hún er, í raun ... að bera vopn til að ógna almenningi.

Það sem verra er, er að þetta ber til kynna að landið sjálft á í vandræðum. Þegar þú þarft að ógna íbúum landsins ... menn geta talið sjálfum sér trú um, ad slíkt vopnavald sé að "verja" almenning frá meintum ferðamönnum ... en ef svo er, er þá ekki rettara og öruggara að verja þennan almenning með að meina þessum meintum "ferðamönnum" að koma inn í landið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.6.2017 kl. 08:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig dettur þér, Bjarne, í hug að segja, að lögreglan sé að vopnast gegn almenningi?! Þetta er meiri háttar rugluð hugsun, því að flestir lesendur skilja þetta sem íslenzkan almenning, en hér er þvert á móti um að ræða voðnaviðbúnað gegn aðskotafólki erlendra hryðjuverkasamtaka eða stuðningsmanna þeirra, sem eiga sér sem betur fer engan bakhjall í íslenzkum almenningi; og jafnvel þótt einhver íslenzkur öfgamaður gæti látið sér detta í hug samstöðu með ofbeldisöflum eins og al-Qaída eða ISIS, þá er harla ólíklegt að nokkur slíkur kysi að ráðast gegn eigin fólki og saklausum börnum til að þókknast slíkum samtökum -- myndi hvorki vilja horfa hér framan í nokkurn mann eftir það og heldur ekki að minning hans sem sjálfsmorðssprengjumanns yrði aðstandendum hans og þjóðinni allri til ævarandi sorgar og skammar og fyrirlitningar.

Jón Valur Jensson, 17.6.2017 kl. 16:13

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Seinni klausa þín er jafn-vitlaus og sú fyrri. Lögreglan þarf ekkert að ógna Íslendingum og er ekki að því. Landið er því ekki í neinum vandræðum að því leyti. Mörg lönd eru þó í vandræðum gagnvart múslimskum öfgaöflum, og við erum ekki alveg laus við öfgarnar í leiðtogum múslimasafnaðanna beggja hér á Íslandi, eins og alkunna er orðið. Spurningin er: Er þeim treystandi fyrir forstöðu trúarsafnaða og að fá ríkið til að innheimta þar safnaðagjöld? Og er þeim treystandi fyrir hófstilltri stefnu, ef þeir eru undir saudi-arabískum áhrifum frá fjársterkum wahhabítum í þvísa landi? Annar söfnuðurinn hefur þegið a.m.k. um 120 milljónir króna frá Saudi-Arabíu, og hinn er grunaður um að búast við einhverju áþekku.

Á sama tíma gera vangæfir vinstri menn í borgarstjórn allt sem þeir geta, jafnvel þvert gegn lögum, til að tryggja þeim söfnuði ókeypis lóð undir mosku á allra bezta stað í borgarlandinu!!!

Af hverju eru vinstri menn svona vankaðir og ábyrgðarlausir í þessum múslimamálum? En það er hliðarhugsun hér. Ég held brátt áfram með afganginn af innleggi þínu, Bjarne.

Jón Valur Jensson, 17.6.2017 kl. 16:24

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ef svo er," þ.e. að lögreglan sé að "verja almenning frá meintum ferðamönnum," eins og þú segir og bætir við: "Er þá ekki rettara og öruggara að verja þennan almenning með að meina þessum meintu "ferðamönnum" að koma inn í landið?" -- þá er það nú harla snúið mál, ef þú ættir við að stöðva hingað allan ferðamannastraum; það kemur ekki til greina. En þar sem þú setur ferðamenn þarna innan gæsalappa, gætirðu í raun átt við hælisleitendurna og hugsanlega flóttamenn líka.

Svarið er: Sannarlega þarf að stöðva þennan straum hælisleitenda, þótt ekki væri nema til að spara velferðar- og stjórnkerfi okkar a.m.k. þrjá milljarða á ári (jafnvel sem nemur allt að kostnaðinum við tvenn Dýrafjarðargöng!); en bæði er að auki, að viðkomandi eiga hér engan landnemarétt og koma fyrst og fremst frá múslimalöndum, en það eykur allt eftirlitsálag lögreglunnar og fjölgar síðan með tímanum verulega í hópi múslima á Íslandi, og það gefur aftur aðvífandi öfgaislamistum auðveldara færi á því að leynast hér innan um sína trúbræður og ná jafnvel inn á þá með sína harðlínustefnu og spillandi áhrif.

Lestu bara pistil Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um að við ættum að fara að ráði Norðmanna um þessi mál,* ég er alveg sammála honum.

Áfram „áhlaup“ frá Balkanskaga

Sbr. einnig grein Halldórs Jónssonar verkfræðings: Hvað er eiginlega að?

Jón Valur Jensson, 17.6.2017 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband