3.1.2017 | 18:01
Áramótaskaupið kostaði 30 milljónir!
Áberandi var eineltið við SDG (framhaldssaga á RÚV). Aðeins þriðji hver maður er ánægður með pródúktið.
Ýmsir leikarar þarna voru settir í vorkunnverð hlutverk.
En einn þeirra hafði í vikulegum þætti Gísla Marteins notað afar sóðalega aðferð til að lýsa viðbjóði sínum á nýkjörnum næsta forseta Bandaríkjanna. Þetta var móðgun við þjóðina og bandarísku þjóðina líka, en Gísli hló!
Með svolítið öðrum hætti lýsti Smári McCarthy, nýorðinn þingmaður og einn leiðandi manna Pírata, andstöðu sinni við Donald Trump með grófasta hætti.
Á hvaða götustrákastigi er þetta fólk eiginlega? Og þarf að senda RÚV í sálfræðimat?
Þetta var innlegg mitt í umræðu á Moggabloggi Ómars Ragnarssonar, og hafði ég áður lýst vanþókknun minni á þessu hálf-sóðalega áramótaskaupi, sem ég sat fyrir framan meðan ég borðaði ljúffengan vegan-desert dóttur minnar. RÚV, sem "almannaútvarp", já "þjóðarútvarp", á að gæta virðingar sinnar!
Í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu voru óánægðir með áramótaskaupið í miklum meirihluta. Aðeins 18,5% töldu það mjög gott, en 22% gott.
![]() |
Skaupið kostaði um 30 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Athugasemdir
Frábært skaup. Á mínu heimili var almenn gleði með þetta skaup, ungir krakkar, gamalmenni og allt þar á milli, hlóu dátt. Og Sigurjón Kjartansson náði þér bara vel.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 01:52
Náði mér? Ekki varð ég var við það, að ég hefði verið tekinn fyrir þarna. Veiztu af upptöku af þættinum aðgengilegri?
Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.