Áramótaskaupið kostaði 30 milljónir!

Áberandi var eineltið við SDG (fram­halds­saga á RÚV). Aðeins þriðji hver maður er ánægður með pró­dúktið. 

Ýmsir leik­arar þarna voru settir í vor­kunn­verð hlut­verk.

En einn þeirra hafði í viku­leg­um þætti Gísla Marteins notað afar sóða­lega aðferð til að lýsa við­bjóði sínum á ný­kjörn­um næsta forseta Banda­ríkjanna. Þetta var móðgun við þjóðina og bandarísku þjóðina líka, en Gísli hló!

Með svolítið öðrum hætti lýsti Smári McCarthy, nýorðinn þing­maður og einn leiðandi manna Pírata, andstöðu sinni við Donald Trump með grófasta hætti.

Á hvaða götustráka­stigi er þetta fólk eiginlega? Og þarf að senda RÚV í sálfræðimat?

Þetta var innlegg mitt í umræðu á Mogga­bloggi Ómars Ragn­arssonar, og hafði ég áður lýst vanþókknun minni á þessu hálf-sóðalega áramóta­skaupi, sem ég sat fyrir framan meðan ég borðaði ljúffengan vegan-desert dóttur minnar. RÚV, sem "almanna­útvarp", já "þjóðarútvarp", á að gæta virðingar sinnar!

Í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu voru óánægðir með áramóta­skaupið í miklum meirihluta. Aðeins 18,5% töldu það mjög gott, en 22% gott.


mbl.is Skaupið kostaði um 30 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært skaup. Á mínu heimili var almenn gleði með þetta skaup, ungir krakkar, gamalmenni og allt þar á milli, hlóu dátt. Og Sigurjón Kjartansson náði þér bara vel.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 01:52

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Náði mér? Ekki varð ég var við það, að ég hefði verið tekinn fyrir þarna. Veiztu af upptöku af þættinum aðgengilegri?

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband