Ţrátt fyrir dumbungsveđur er menningin rćktuđ á Suđurlandi

Ţetta er góđur dagbókarpistill: Laugardagur 03. 12. 16, eftir Björn Bjarnason, fyrrv. menntamálaráđherra, um menningar­lega samkomu í hlöđunni á Kvoslćk í Fljótshlíđ í dimmviđri.

Ţórđur Tómasson í Skógum, fjarskyldur frćndi minn, sem í mínu ungdćmi í Holti undir Eyja­fjöllum var ţar á nágranna­bćnum Vallnatúni og mér minnis­stćđur ţar og viđ orgeliđ í Holti, var einn ţeirra höfunda nýrra bóka, sem fagnađ var á samkomunni á Kvoslćk. Ţórđur er orđinn 95 ára, en svo ern, ađ hann ekur enn bíl sínum og ţađ í ţessu hryssings­veđri. Hann las úr sinni 21. bók, Mjólk í mat, en er međ tvćr ađrar í smíđum!

Fleiri góđir Sunnlendingar kynntu ţarna bćkur sínar (sjá pistil Björns), og útgefandinn Bjarni Harđarson, sá ţjóđţarfi bóksali á Selfossi, gegndi ţar lykilhlutverki.

Kannski ég endurbirti ljóđ mitt af ţessum slóđum, minningarljóđ (ort undir lok liđinnar aldar) fyrst og fremst um séra Sigurđ Einarsson, vin og samstarfsmann Ţórđar, sem sjálfum bregđur ţar líka fyrir, ţví ađ organistinn var hann í prestakallinu.

 

     Séra Sigurđur skáld í Holti


        Nćrfellt liđiđ ár er eitt 
        frá aldar ţinnar fyrsta degi. 
        Einatt hafđi sál ţín seitt 
        sefa minn. Í austurvegi 
        skín viđ himni háleit, björt 
        hróđri vafin jökladrottning. 
        Ţar hjá Katla, ţar hjá ört 
        ţitt nam krauma brjóst í lotning. 
   
        Undur lífs og eilíf rök 
        andann fýsti' ađ skilja' og lćra... 
        Vorsins kliđ og vćngjatök 
        veittist betr í ljóđ ađ fćra. 
        Bjargsins máttku, djúpu dul 
        og dagsins ljóma' á sólarhlađi, 
        fjallablómin fögur, gul 
        fangađir ţú á hvítu blađi. 
   
        Hlust viđ innstu hrífur nú 
        hlýr og dimmur andans rómur. 
        Rétt til getiđ - ţađ ert ţú, 
        en Ţórđar frćnda orgelhljómur 
        sćtar enn mér syngur ţó 
        og sálmar ykkar kórćfinga 
        í hreiđri ţví, sem Hanna bjó 
        ţér, heiđursklerkur Eyfellinga. 
   
        Mannsins vinur hjartahreinn, 
        hásal Drottins gista máttu. 
        Tryggđamál ţín tefji' ei neinn, 
        trúarbćn ţá heyrast láttu 
        mćlta fram fyrir mína ţjóđ: 
        Međan anda nokkur lungu, 
        tali' hún, syngi og listaljóđ 
        lćri á ţinnar móđur tungu. 
  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband