Hryðjuverki vestur-balkanskra islamista á Gyðingum afstýrt, en eru Vestur-Balkanir velkomnir á Íslandi?

Hvað eru Alb­anir að gera í Sýr­landi og Írak? Lavdrim Muhaxheri er sagður sjálf­skipaður yf­ir­maður þeirra þar og gaf skip­an­ir um að fram­kvæma hryðju­verk á ísra­elska landsliðinu í knatt­spyrnu á leik þeirra í Albaníu um síðustu helgi. Með árvekni tókst að koma í veg fyrir þá árás hinna grimmilegu ISIS-samtaka.

Yf­ir­völd fundu sprengj­ur og byss­ur á nokkr­um stöðum en sam­kvæmt er­lend­um miðlum hugðist hóp­ur manna gera árás­ir á fleiri en ein­um stað sam­tím­is í Alban­íu, þar sem Ísra­el lék gegn heima­mönn­um í undan­keppni HM. 

Leikstaðnum var breytt af ör­ygg­is­ástæðum. 

Ísra­el vann leik­inn 3:0 en um 2.000 ör­ygg­is­verðir fylgd­ust með því að allt færi eðli­lega fram. (Mbl.is)

Og svo kemur þetta einnig fram í fréttinni:

Lög­regl­an hef­ur hand­tekið 19 manns, 18 Kósóva og einn Makedón­íu­mann á síðustu tíu dög­um vegna máls­ins.

Albanía, Kósovó og Makedónía eru reyndar þau lönd Evrópu þar sem múslimar hafa verið flestir að tiltölu um langan aldur.

Þetta leiðir hugann að því, að einmitt frá þessum löndum höfum við fengið flesta hælisleitendur, um 80% þeirra nú um stundir koma frá Albaníu og Makedóníu, og fer heildarfjöldinn á þessu ári langt fram yfir 1000 manns (sbr. líka þessa grein mína í gær: Þora ráðamenn ekki að segja STOPP við innflæði hælisleitenda?).

Ef það verður í alvöru vilji stjórnvalda hér að stemma ekki stigu við innflutningi fólks frá þessum löndum, þar sem ekkert stríð geisar, þá verða það mjög sterk skilaboð til þjóðarinnar um áhuga á því að fjölga hér sem mest Múhameðs­trúar­fólki. En greinilega þrífast í þeim löndum öfgahreyfingar islamista (hve fjölmennar vitum við ekki), enda eru 56,7% Albana múslimar, 33,3% Makedoníu­manna og 95,6% Kósóvóbúa. En frá Makedóníu kemur hingað einkum fólk af albönskum uppruna, sem hefur trúlega fengið gleðifréttina miklu frá innanríkis­ráðherra okkar og formanni allsherjar­nefndar Alþingis, þegar íslenzk vegabréf voru send út ókeypis, án venjulegs biðtíma og án íslenzkunáms til fjölskyldufólks frá Albaníu.


mbl.is Komu í veg fyrir árás á ísraelska liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband