11.9.2016 | 12:16
Háði forysta Unnar Brár um útlendingalögin gengi hennar í prófkjöri Sjálfstæðisflokks?
Unnur Brá Konráðsd. stóð sig glæsilega í Icesave- og ESB-málum, en hrökk niður í 5. sæti í prófkjöri XD í Suðurkjörd. (og Elín Hirst niður fyrir 6. í SV). Unnur barðist fyrir samþykkt frumvarps um flóttamenn og hælisleitendur sem varð illu heilli, en að eindregnum vilja Pírata og annarra vinstrivillinga, að lögum í sumar, en Unnur Brá var þá formaður allsherjarnefndar Alþingis.
Hún hefur varið þessa afstöðu sína og flokksins opinberlega, en í raun gengið illa að svara mótrökum gegn því.
Féll þessi afstaða hennar illa í kramið hjá flokksmönnum hennar? Vitað er hins vegar, að Ásmundur Friðriksson alþingismaður tjáði óánægju sína með frumvarpið, a.m.k. að nokkru leyti (og sat hjá í atkvæðagreiðslu um það eins og Brynjar Níelsson), en Ásmundur náði mjög góðu sæti í prófkjörinu, varð annar, næstur sigurvegaranum Páli Magnússyni (syni bæjarstjórans heitins í Vestmannaeyjum og síðar ráðherra) sem nýtur vinsælda sinna í Eyjum.
Íslenska þjóðfylkingin er eini flokkurinn sem berst gegn útlendingalögunum, sem komast, að öllu óbreyttu, í gagnið 1. janúar nk., með stórauknu innflæði hælisleitenda.
![]() |
Páll leiðir í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Suðurland | Aukaflokkar: Evrópumál, Innflytjendur, nýbúar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Ekki ólíkleg tilgáta. Reyndar eru nýju útlendingalögin þess eðlis að eiga heima í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sé almenningur almennt á móti þeim verða afleiðingarnar slæmar.
Kolbrún Hilmars, 11.9.2016 kl. 13:59
Það er ekki að ástæðulausu að prófkjörin fóru eins og þau fóru. Hvers vegna ætli konur hafi komið svona illa út úr prófkjörunum? var það vegna þess að konur mættu ekki í prófkjörin? eða voru konur að lýsa óánægju með verk þeirra sem verið hafa á þingi? Það eru ekki bara karlmenn sem taka þátt í að velja á listana, skýringin hlýtur að liggja hjá konum sjálfum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.9.2016 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.