Hvers vegna, Ómar?

Hvers vegna í ósköp­un­um lét Óm­ar Ragn­ars­son lög­reglu­na ekki vita af frá­sögn manns um ađ hann hefđi ekiđ á Geir­finn Ein­ars­son á Kefla­vík­ur­vegi ná­lćgt Straums­vík og hent líki hans í gjótu í hraun­inu? 

Ţetta kem­ur fram í viđtali viđ mann­inn í nýrri bók Ómars Ragn­ars­son­ar, Hyl­dýpiđ. Ţar viđur­kenn­ir mađur­inn ađ hafa ekiđ á Geirfinn og hent lík­inu í gjótu í hraun­inu, ađ ţví er Rúv greindi frá. Ómar skrifađi bók­ina ađ mestu fyr­ir fjór­tán árum síđan. Ţar tók hann viđtöl viđ konu og karl­mann sem bćđi tengj­ast hvarfi Geirfinns.

Mađur­inn ónafn­greindi er enn á lífi ađ sögn Ómars en hann hef­ur ekki talađ viđ hann í tólf ár. Kon­an er aft­ur á móti lát­in. Ómar hét fólk­inu nafn­leynd ţegar hann rćddi viđ ţađ. 

Furđulegt! Gat Ómar ekki séđ ţađ sem samfélagslega skyldu sína ađ upplýsa a.m.k. um ţetta umferđarslys og vísbendingarnar um felustađ líksins, ţótt hann héldi nöfnum heimildarmanna sinna leyndum?

Var hér um vini eđa ćttingja Ómars ađ rćđa?

Hvernig gat Ómar horft upp á Sćvar Má Cicielski og félaga endalaust liggjandi undir grun um verknađ sem aldrei átti sér stađ samkvćmt framangreindu? Hafđi Ómar enga samúđ međ ţeim saklausum?

Ef trúnađur viđ gerandann í málinu (ökumanninn, sem varđ hugsanlega án saka valdur ađ slysi) skipti svona miklu máli fyrir 14 árum, hvers vegna skiptir hann engu máli nú? Er ekki augljóst, ađ Ómar gat vel sagt frá ţessu ţá?

Og af hverju rćddi hann svo ekki aftur viđ ţetta fólk? Var máliđ orđiđ ađ sálarbyrđi fyrir Ómar? Samt ţekkjum viđ hann reyndar sem hinn hressasta mann.

En rćddi hann ţetta ekki allan ţennan tíma viđ neina ađra, jafnvel ekki konuna sína eđa náinn vin?

Ţetta er eitt af ţessum mómentum í tilverunni ţegar mađur áttar sig engan veginn á kyndugum ákvörđunum náunga síns.

Og hugsiđ ykkur líka, hvađ allur ţessi málarekstur hefur kostađ í fé og tíma, jafnvel eftir ađ Ómar komst á snođir um ţetta - ađ ógleymdum ţjáningum Sćvars og félaga.

Ţađ hefđi legiđ beint viđ ađ hefja leit í hrauninu, og vćntanlega finnast beinin ţar, mađur skyldi bara rétt vona ţađ, og međ DNA-greiningu og samanburđi viđ lífssýni ćttingja má ugglaust sanna, ađ viđkomandi mađur hafi veriđ Geirfinnur.

En sem sé: Glćpaheimurinn hér á Íslandi var ţá ekki orđinn jafn-svćsinn og menn ímynduđu sér og fóru hamförum út af međ fantastískum getgátum um tengsl viđ önnur mál, m.a. gerđi sjálfur Vilmundur alţm. Gylfason ţađ gegn forsćtisráđherra landsins, Ólafi Jóhannessyni, en hugsanlega lagđist máliđ og deilurnar svo ţungt á Vilmund, ađ ţađ hafi kostađ hann sjálfan lífiđ í ţunglyndiskasti.

Í reynd kann hér ađ vera um ţá einu sekt ađ rćđa, ađ ragur bílstjóri hafi ekki viljađ viđurkenna ákeyrslu sína á Geirfinn, sem hann hafi ţá trúlega ekki ţekkt.

Menn eiga ađ játa syndir sínar og reyna sem fyrst ađ öđlast sátt viđ samfélag sitt og hreina samvizku á ný. Hitt verđur jafnvel ćvilöng, sálardrepandi byrđi.


mbl.is Segist hafa ekiđ á Geirfinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurđsson

Já ţađ er margt skrítiđ í ţessu máli. En eins og Ómar hefur áđur bent á fannst enginn morđvettvangur, engin ástćđa og ekkert lík. Samkvćmt ţví hafđi Hćstiréttur enga heimild til ađ dćma fólkiđ eins og hann gerđi. Bara ţađ er gróft lögbrot ef ég skil lögfróđa menn rétt. Af hverju hreinsar Hćstiréttur sig ekki af ţessari skömm. Ég bara skil ţađ ekki. Hćstiréttur verđur aldrei kvorki fugl né fiskur, allavega ekki í mínum augum fyrr en ţeir játa ţessi augljósu mistök.

Steindór Sigurđsson, 9.8.2016 kl. 02:45

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sćll Jón Valur

Ég er ţér algjörlega sammála. Ţađ hlýtur reyndar ađ vera saknćmt ađ hylma yfir jafn alvarlegri vitneskju.

Jónatan Karlsson, 9.8.2016 kl. 07:10

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ómar er vitaskuld hafinn yfir lög landsins. Ţannig er og verđur ţađ alltaf međ íslenska dellumakara og hluta af fjölmiđlafólkinu. Margir í ţeirri stétt telja sig í raun hćsta réttarstig landsins. Öllu verra er ađ ţetta sýnir samviskuleysi og kaldrifjađa ađkenningu ađ algjörri vöntun á mannlegri samkennd. Ómar hefur greinilega fyrst og fremst hugsađ um "metsölubók" og huldufólk sem hann lofar ađ halda leynd yfir. Á međan hefur rangt fólk ef til vill, (ţví ekki trúi ég á Ómar og orđin hans tóm), veriđ dćmt fyrir morđ sem ţađ framdi aldrei og ćttingjar Geirfinns Einarssonar hafa lifađ í rangri trú um afdrif hans. Nú liggja allir jeppaeigendur frá ţessum tíma sem misst hafa konuna undir grun - ţökk sé Ómari Ragnarssyni og mađurinn međ furđugleraugun dökku hlćr ađ öllu saman enda "vitleysingur".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2016 kl. 22:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband