Jóhannesi Kr. vart treystandi til að sitja á Panamaskjala-upplýsingum; og af fisksölu bragðarefa!

Af hverju hristir Skúli Þórðar­son skattstjóri ekki af sér slen­ið og ger­ir það sama og finnsk skatt­yfir­völd*: að krefjast, sem skylt er og rétt­mætt, Pan­ama­skjal­anna frá þeim, sem sitja á þeim og mjatla út upp­lýs­ingar að eigin vild, eftir því á hverj­um þeir vilja kannski klekkja hverju sinni (fyrst forsætis­ráðherr­anum, svo jafnvel forset­anum, einnig óhjá­kvæmi­lega CCP-mann­inum, síðan framsóknar­mönnum sérstaklega o.s.frv.), í stað þess að láta skattyfirvöld um að vinna úr þessu á grundvelli jafnræðis og þjóðarhags?

Frestur Jóhannesar Kr. ætti að vera löngu útrunn­inn til að sitja á þessum upplýs­ingum, og honum er að mínu mati ekki treystandi til að gera það hlut­drægnis­laust. Skattalög eru til að fara eftir þeim. Aflands­eyja­menn eiga engan rétt til leyndar inni hjá þjóðinni, hafa komizt upp með allt of mikið áratugum saman.

Tillögu mína í óbeinu sambandi við allt þetta mun ég leggja formlega fram í dag á góðum stað, hún er í kjarnanum þessi: Allar fisksölur á fiskmarkað!

Tillagan hefur oft heyrzt áður, en hér er nýmælið: Allar ERLENDAR fisksölur okkar á FISKMARKAРytra, þá komast útgerðir eða aðrir íslenzkir útflytjendur ekki upp með að selja eigin heildsölum (dótturfyrirtækjum) erlendis fiskinn á undirverði, selja hann öðrum þaðan á hærra verði og koma svo milliliðagróðanum í lóg á erlendum bankareikningum eða í fjárfestingum, jafnvel í gullstöngum!

(PS. Ég er vitaskuld hvorki að níða né alhæfa um allar útgerðir með þessum orðum, sbr. mjög góða grein, Allir undir grun eða allt upp á borðið, eftir Rósu Guðmundsdóttur, framleiðslustjóra G.Run í Grundarfirði, í Fréttablaðinu í dag, 30/4.)

* Sjá hér nýja Rúv-frétt: Finnsk skattayfirvöld hóta fréttastofu húsleit


mbl.is Aflandsfélög kitluðu hégómagirndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er reyndar ekki það einfalt.

Blaðamennirnir hafa ekki gögnin sjálf heldur hafa þeir aðgang að gagnagrunni hjá ICIJ þar sem þeir geta leitað og fengið að lesa þau skjöl sem þeir hafa áhuga á að lesa.

Ef finnsk yfirvöld gerðu húsleit þá yrði aðgangi ríkissjónvarpsins bara lokað af ICIJ og engin gögn fást.

ICIJ ætlar reyndar að gefa út lista af 200.000 nöfnum og fyrirtækjum sem þau tengjast núna í Mai sem ætti líklega að gefa RSK eithvað að gera út árið.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 17:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað þykist þú vita um þetta, Elfar? Ert þú kannski partur af þessu Jóhannesar- misnotenda batteríi?

Svo var annað á Jóhannesi að skilja í viðtali við blað (mig minnir Fréttatímann, þá líkl. á bls. 2 fyrir einni eða tveimur vikum), þar sem taka mátti orð hans svo, að hann væri með a.m.k. eitthvað af þessum upplýsingum hérlendis.

Jón Valur Jensson, 2.5.2016 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband