Hve lengi enn ćtla forvígismenn Pírata ađ óvirđa vilja sinna kjósenda í flugvallarmálinu?

Fleiri stuđningsmenn Pírata eru hlynnt­ir flugvellinum í Vatnsmýri heldur en and­víg­ir, skv. nýrri skođanakönnun Maskínu.* Ţađ hefur ţá ekki breytzt frá fyrri könnun, ađ grasrót Pírata er andvíg stefnu síns flokks í málinu! Jafnvel 62,5% stuđningsmanna Pírata sögđust ađspurđir í skođanakönnun MMR, birtri 3.5. 2015 (sjá HÉR), vera á ţví máli ađ láta neyđarbraut flugvallarins í friđi. En forysta Pírata lćtur á sér standa, segir ekkert viđ sífelldum yfirgangi Dags B. og stuđningsmanna hans (ţ.m.t. píratans Halldórs!) í ţessu flugvallarmáli. Hver var ađ tala um valdapólitík annarra og samráđ viđ kjósendur?

* (Birt í dag, 3.2. 2016.) Ţađ sama á viđ um stuđningsmenn Vinstri grćnna: fleiri ţar sem styđja Reykjavíkurflugvöll en hinir sem vilja hann ekki í Vatnsmýri. Á vefsíđu sinni gefur Maskína ekki upp, hverjar prósenturnar eru um ađspurđa stuđningsmenn ţessara tveggja flokka, ţ.e. nákvćmlega um afstöđu ţeirra í málinu.


mbl.is Stuđningur viđ flugvöllinn minnkar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband