Skipan stjórnlagaráđs var ólögmćt - kćra til Hćstaréttar

(Endurbirt)

Stjórnvöldum bar ađ fylgja ógildingu stjórnlagaţingskosninga eftir međ ţví ađ endurtaka kosninguna í löglegri mynd; í stađinn var skipađ ólöglegt ráđ!

S.k. stjórnlagaráđ er ólögmćtt, stofnađ gegn ţágildandi stjórnlagaţings- og kosningalögum. 30 alţingismenn veittu 25 umbođssviptum ólögmćtt umbođ sitt (ekki ţjóđarinnar) til ađ véla um stjórnarskrána, sbr. kćru:

"Til Hćstaréttar Íslands, Ríkislögreglustjóra og Umbođsmanns Alţingis

Viđ undirrituđ vorum í hópi frambjóđenda til stjórnlagaţings haustiđ 2010.

Hér međ mótmćlum viđ stofnun stjórnlagaráđs, sem viđ teljum andstćtt stjórnlögum, í stađ ţess stjórnlagaţings sem ríkisstjórn Íslands og Alţingi voru ađ lögum bundin ađ koma á fót. Viđ óskum eftir ţví ađ Hćstiréttur skođi hér rökstudd umkvörtunarefni okkar í mörgum liđum og fylgi málinu eftir međ úrskurđi sínum og jafnvel lögbanni á starf stjórnlagaráđs, ef réttinum ţykir ţađ rétt leiđ í málinu. Viđ áskiljum okkur ennfremur bótarétt vegna kostnađar okkar og tapađra réttinda, ef ekki verđur fariđ ađ kröfum okkar.

1. Međ lögum um stjórnlagaţing (nr. 90 25. júní 2010) var a) vísađ til almennra kosningalaga, ţannig ađ ţađ var 100% eđlilegt, ađ kröfur ţeirra síđarnefndu laga voru í úrskurđi Hćstaréttar fyrr á ţessu ári gerđar ađ mćlistiku og forsendu fyrir mati á ţví, hvort kosningin hefđi fariđ löglega fram; b) ennfremur var í lögunum um stjórnlagaţing kveđiđ skilmerkilega á um, ađ til Hćstaréttar Íslands skyldu berast hugsanlegar kćrur vegna frambođs manna og kjörs ţeirra, sem og um kosningarnar og reglur um ţćr. Stjórnvöld, sem sjálf sömdu ţessi lög, geta ţví ekki kvartađ eftir á og látiđ eins og Hćstiréttur hafi veriđ međ slettirekuhátt eđa misbeitt valdi sínu.

2. Hćstiréttur úrskurđađi kosningarnar og kjör mannanna tuttugu og fimm brjóta í bága viđ lög ţar um og ađ ţađ vćri ţví ógilt.

3. Í samrćmi viđ ţađ afturkallađi landskjörstjórn kjörbréf 25-menninganna.

4. Skv. ákvćđum kosningalaga, sem náđu yfir ţetta og jafnan hefur veriđ fariđ eftir, átti ađ endurtaka kosninguna. Ţađ var ekki gert!

5. Í stađ ţess var stofnađ til ţess, sem dr. Ţráinn Eggertsson prófessor hefur kallađ "hrakval" manna til stjórnlagaráđs. Á sama tíma var ákveđiđ ađ nánast tvöfalda setutíma ţess (ćtlađ, ađ ţađ standi frá 6. apríl til loka júlímánađar).

6. Ţingsályktunartillaga sem stjórnarmeirihlutinn fekk samţykkta, ţó án meirihluta ţingmanna (međ 30 atkvćđum gegn mótatkvćđum) afnam ekki lögin um stjórnlagaţing. Ţau eru enn í gildi, en ríkisstjórnin vill ekki framfylgja ţeim!

7. Almenningur á fullan rétt á ţví ađ fá sitt eiginlega stjórnlagaţing, ekki fundi og ályktanir einhvers ráđs sem hefur ekki lögmćtt umbođ ţjóđarinnar, heldur einungis frá veikum meirihluta alţingismanna, sem sé án breiđrar samstöđu um fyrirbćriđ.

8. Frambjóđendur til stjórnlagaţings, sem náđu ekki kosningu, eiga fullan og lögvarinn rétt á ţví ađ kosningin verđi endurtekin, en í ţetta sinn međ traustum hćtti. Jafnvel ţótt óvíst sé, hvort ţeir allir eđa ţorri ţeirra vilji nýta sér ţann rétt, munu ugglaust margir vilja fá úr ţeim rétti sínum skoriđ međ úrskurđi Hćstaréttar.

9. Viđ frambjóđendur eigum ekki ađeins hagsmuna ađ gćta vegna möguleika okkar á ţví ađ ná kosningu, heldur einnig vegna vinnu og útlagđs kostnađar margra okkar til ađ kynna sig og sín stefnumál í ađdraganda stjórnlagaţings, sem ríkisstjórnin og fylgismenn hennar á ţingi hafa síđan sópađ undir teppiđ.

10. Eđlilegt virđist ţví ađ leita úrskurđar Hćstaréttar Íslands á ţví, ađ stjórnvöldum hafi boriđ ađ fylgja ógildingu stjórnlagaţingskosninga eftir međ ţví ađ endurtaka kosninguna í löglegri mynd, sem og ađ lagaleg réttindi og hagsmunir frambjóđenda, annarra en hinna 25 (26), skuli viđurkenndir og varđir.

11. Röng eđa a.m.k. ósönnuđ er sú fullyrđing ađ ágallar kosninganna í haust hafi ekki veriđ međ ţeim hćtti ađ ţeir hafi getađ haft áhrif á úrslit kosninganna. Ţvert gegn ţví áliti eđa ţeirri fullyrđingu segir Róbert Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í viđtali viđ Morgunblađiđ 25. febrúar sl.: "Ađ mínu áliti verđur niđurstađa Hćstaréttar ekki skilin međ öđrum hćtti en svo ađ ţeir annmarkar sem Hćstiréttur taldi vera á stjórnlagaţingskosningunni, sem í tveimur tilvikum voru taldir verulegir, hafi í eđli sínu veriđ til ţess fallnir ađ hafa áhrif á úrslit kosninganna." (sjá hér: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1368993&searchid=816fc-0a4e-b75e2).

12. Viđ álítum ţađ ógćfulegt upphaf ađ stjórnarskrárbreytingum – jafnvel "nýrri stjórnarskrá"! – ađ gera ţađ á grundvelli lagabrota og međ ađstođ ráđs sem ekkert umbođ hefur frá ţjóđinni; jafnframt teljum viđ ísjárvert, ađ ýmsir 25-menninganna virđast nú ţegar hafa fariđ út fyrir verkefnasviđ sitt.

Ţá var t.d. sú röksemd framkvćmdavaldsins, ađ endurkosning sé dýr, ekki tćk, ţví ađ vel var unnt ađ hafa hana 9. apríl, međ Icesave-kosningunni, en ríkisstjórnin kaus einfaldlega ađ fara ekki ţá leiđ, heldur ađra sem ekkert rúm var fyrir í stjórnlagaţingslögunum.

Vinsamlega takiđ ţessa stjórnsýslukćru/málskot okkar til athugunar og međferđar.

Reykjavík, 6. apríl 2011."

Međ fylgdu undirskriftir ţriggja frambjóđenda til stjórnlagaţings [ţ.e. JVJ, Skafta Harđarsonar og Jóns Péturs Líndal].

Upphafl. skrifađ sem grein í dagblađ 18.10. 2012, en birtist ekki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband