Galdrabrennur

Einn ţeirra, sem hafa rannsakađ galdra­brennu­mál, er danski frćđi­mađ­ur­inn Gust­av Henn­ing­sen. Hans mat er, ađ á ţeim fjórum öldum, sem galdra­ofsókn­irnar stóđu yfir, hafi um 50.000 manns veriđ drepnir – ekki 5 milljónir, eins og ćvintýra­höfund­ur, Dan Brown, heldur fram, né "200 ţúsund nornir brenndar á báli í Englandi á 16. og 17. öld," eins og einn Íslendingur hélt fram út í bláinn. Henn­ing­sen hefur rannsakađ ţessi mál frá ţví um eđa fyrir 1980.

Samkvćmt greininni Who Burned the Witches? eftir Söndru Miesel, miđaldafrćđing og kaţólskan blađamann í Indianapolis, er "the best current estimate" um fórnarlömbin frá 1400 til 1800 um 30.000–50.000, og ţar var ekki alltaf um galdrabrennur ađ rćđa, ţví ađ drápsađferđirnar voru fleiri. Greinin verđur ekki sögđ hlífa kaţólsku kirkjunni til ađ láta mótmćlendur koma mun lakar út, ţví ađ hreinskilnislega er ţar gengizt viđ sekt kaţólskra manna allt eins og hinna – og ađ upptökin hafi veriđ á kaţólskum tíma fyrir siđaskipti. En ţetta er fróđlegur lestur fyrir ýmsa.

Encyclopćdia Britannica og Wikipedia eru samhljóđa um ađ fjöldi ţeirra sem létu lífiđ í nornafárinu sé líkast til á bilinu 40-60.000. Og í ţessari Enc.Brit.-grein segir m.a.:

  • "The hunts were most severe from 1580 to 1630, and the last known execution for witchcraft was in Switzerland in 1782. The number of trials and executions varied widely according to time and place, but in fact no more than about 110,000 persons in all were tried for witchcraft, and no more than 40,000 to 60,000 executed. Although these figures are alarming, they do not remotely approach the feverishly exaggerated claims of some 20th-century writers."

Hér er ađ sjálfsögđu ekki veriđ ađ verja 40–60.000 hryllilegar aftökur meintra galdramanna og -kvenna í löndum kaţólskra og mótmćlenda, svo ađ menn hafi ţađ á hreinu. En trúlega hafa ţćr veriđ í mesta lagi um 60.000 í heildina taliđ frá upphafi til enda, e.t.v. ađ lágmarki 30-40.000.

Hér á landi stóđ galdrabrennuöld yfir á árunum 1625–1683. Tuttugu karlmenn og ein kona voru ţá brennd fyrir galdra, á vestan- og norđanverđu landinu, sjá ţessa samantekt á Wikipediu, ţar sem međal annars er ađ finna nöfn ţeirra allra.

Ýmis rit hafa veriđ skrifuđ um ţessi mál á íslenzku, allt frá Píslarsögu séra Jóns Magnússonar, en međal annarra helztu rita má nefna ţessi:

  • Kennimark Kölska (Character bestić) [tvö rit eftir sr. Pál Björnsson í Selárdal og eitt, Um galdra, eftir Dađa sýslumann Jónsson, ásamt inngangi og skýringum eftir Lýđ Björnsson sagnfrćđing, sem sá um útgáfuna], Rv. 1976, 176 bls.
  • Ólafur Davíđsson (1862-1903): Galdur og galdramál á Íslandi, Rvík: Sögufélag 1940-43, 8+354 bls.
  • Sjö ţćttir íslenzkra galdramanna. Jónas Rafnar lćknir bjó undir prentun. Akureyri 1948, 200 bls.
  • Dr. Páll Sigurđsson (síđar prófessor í lögfrćđi): Brot úr réttarsögu, Rv. 1971, á bls. 55-60.
  • Siglaugur Brynleifsson: Galdrar og brennudómar, Rv. 1976, 231 bls.
  • Matthías Viđar Sćmundsson (1954-2004): Galdrar á Íslandi, Rvík: Almenna bókafélagiđ, 1992, 466 bls. (Ritađi fleira um máliđ.)

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband