Umhverfisráðuneytið tók fölsk gögn með í ferð 40 skýjaglópa á loftslagsráðstefnu!

Glæsileg var Fréttablaðsgrein Sigríðar Á. Andersen við upphaf lofts­lags­ráðstefnu í París. Sérfóðan hefur hún ráðgjafa, eig­in­manninn Glúm Jón Björnsson efnafræðing. Gjör­sam­lega tók hún umhverfis­ráðfrúna og meinta stefnu okkar Íslendinga í þessum málum á beinið og í bakaríið, þar sem ráðuneytismenn létu sér detta í hug það barnalega blöff að segja losun frá framræstu landi hérlendis vera NÚLL, ekki neina! Og er hún þó 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi !!! 

Aldrei hef ég vitað aðra eins bjálfalega erindisleysu eins og þá sem þessi 40 manna hálauna-sendinefnd fór í til Parísar, með sínar upplognu forsendur til að geta haldið áfram að herja á þegar ofskattaða bílaeigendur með meiri sköttum! Er þó hlutur fólksbíla í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hérlendis ekki nema tæp 4% -- innan við 1/18 af því sem framræsla votlendis hefur í för með sér á hverju ári sem líður án aðgerða!  

Og gaman er að rúsínunni í pylsuendanum í skoti Sigríðar á þennan ofvaxna, dýrkeypta dagpeninga-eyðsluhóp, eftir að hún hafði skýrt vísindalega það sem bjó á bak við þessi 72% : "Hér er því um að ræða beina losun gróður­húsa­lofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu"! laughing


mbl.is „Við finnum lausn á vandanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Téð ráðstefna er ekki það sem menn halda. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá á annað eftir að koma á daginn. En með blekkingum um loftslagsbreytingar og hlýnun af manna völdum er verið að undirbúa að þrengja að fólki, nokkuð sem mátti sjá eftir 13.nóv. í París og nokkrum dögum seinna í Brussel.

Til að bjarga jörðinni þarf að þrengja að réttindum fólks, taka af þeim réttindi sem hafa þótt sjálfsögð hingað til. Þetta er það sem málið snýst um fremur en nokkuð annað. Nema kannski þegar búið verður að sannfæra allar þjóðir um að borga í sjóð til að koma fátækum ríkjum til bjargar frá loftslagsbreytingum, með því að greiða inn á reikning á nafni Al Gores.frown

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.12.2015 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband