Háđfugl ađ vinna Íslandi tjón á grunni skađsamlegrar ákvörđunar borgarstjórnar?

Steven nokkur Plaut, sem ekkert virđist vita um Ísland, en er ţó lektor viđ Há­skól­ann í Haifa, er annađhvort ađ gera ađ gamni sínu eđa í fúllyndi ađ legg­ja ţađ til ađ all­ir flótta­menn frá Miđ-Aust­ur­lönd­um, sem komn­ir séu til Evr­ópu, verđi send­ir til Íslands! "Landiđ sé enda nán­ast tómt ađ hans mati og ţví nćgt land­rými"! (Mbl.is segir frá.)

Um ţetta tjáđi Plaut sig á banda­ríska frétta­vef­num The Jewish Press, og svona lagađ er lesiđ, "en til­efni skrif­anna er ákvörđun Reykja­vík­ur­borg­ar ađ sniđganga vör­ur frá Ísra­el í inn­kaup­um sín­um."

Ţetta og eflaust fleira óţćgilegt hafa Dagur B. og félagar upp úr krafsinu ađ ráđast á Ísrael í fráleitri ákvörđun borgarstjórnar, sem er trúlega Íslandsmet í pólitískri heimsku. Verst er, ađ ţađ er íslenzka ţjóđin, sem á vafalaust eftir ađ upplifa vissar ţrengingar á alţjóđamarkađi, jafnvel ţótt Dagur & Co hefđu vit á ţví ađ draga alla vitleysuna til baka. En til ţess er varla nokkur von, ţetta er svo tregt liđ, og svo finnst ţeim svo langt til kosninga og ennfremur alls ólíklegt, ađ ţau nái ţá kosningu sem meirihluti, ţannig ađ ţau hanga líklega á völdunum áfram, raunar alls ófćr um ađ bjarga fjárhagsstöđu borgarinnar (en "sniđgöngu"-samţykktin átti líklega ađ vera smjörklípa til ađ draga athyglina frá vandanum). En fyrir ţjóđina er ţetta gersamlega óviđunandi ástand, ţannig ađ máske verđur ţetta fólk bara boriđ út úr Ráđhúsinu, jafnvel kastađ út í andapoll, ţegar afleiđingar gerđa ţess verđa til fulls komnar í ljós.

En sannarlega vćri ţađ skađlegt Íslandi, ef flóttamenn fćru í stórum stíl ađ beina augum sínum hingađ vegna "ábendingar" ţessa Plauts, sem er ekki velviljađri Íslandi en Blefken hinn hollenzki á 16. eđa 17. öld, sá sem forfađir minn Arngrímur stakk upp í međ latínuskrifi sínu (Anatome Blefkeniana).

Fái ţađ Plaut ţessum gleđi ađ sjá múslima hópast hingađ í margfaldri stćrđ ţjóđarinnar, ţá er alveg ljóst, ađ ţar er um einbera Schadenfreude, Ţórđargleđi, ađ rćđa.

En ţetta mćtti nú minna bćđi ţjóđina og ráđamenn hennar á ađ segja upp Schengen-samningnum strax í vikunni, máliđ ţolir margra hluta vegna enga biđ.


mbl.is Vill alla flóttamenn til Íslands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband