Ríkið á snaganum?

Páll Halldórsson í BHM vill, að ríkið komi niður af snaganum, sem það hafi hangið lengi á. En Facbókarvinur minn, SR, var einmitt að birta myndina hér fyrir neðan, úr gamalli kirkju, og lýsa um leið eftir því, hver hafi verið tilgangur snaganna mörgu, sem eru þar uppi á vegg. Ég sé það nú, að þeir hljóta að hafa talið allan varann góðan og að vissara væri að eiga að minnsta kosti einn snaga þar fyrir sjálft RÍKIÐ, ef það þyrfti á þessu að halda og jafnvel fleiri snögum, ef það tútnaði meira út með tímanum. Svo er það alltaf spurning, hve lengi menn vilja hafa ríkið hangandi þarna. En hér er myndin og reyndar hálf-draslaralegt þarna, enda voru kirkjur stundum notaðar sem geymslustaðir áður fyrr, svo sem fyrir gærur eftir rúningu, heyforða m.m. Þó var það kannski hátíð hjá meðferð ferðamannanna á kirkjunni í Saurbæ í Dölum, sem sagt var frá í fréttum í morgun, skírnarsárinn jafnvel vanhelgaður. En, já, hér er myndin hans Sigurðar, úr kirkjunni í Hruna, um 1900:

Sigurður Ragnarsson's photo.

 
 

mbl.is Ríkið komi niður af snaganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki sanngjarnt né réttlætanlegt að stilla láglaunafólki í opinberu heilbrigðisþjónustunni svona upp við hótunarvegg hálaunastarfmanna.

Hér hefur sanngirni og siðferði týnst á kröfuvegferðinni.

Er ekki rétt að senda út sjálfboðaliðs-björgunarsveitar-leitaflokk, í leitarför að siðferði og mannúð?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2015 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband