DV-menn stikkfrí frá grundvallarreglum réttarríkisins?

Voru það "sak­laus mis­tök í starfi" blaðamanna DV að halda uppi ítrekuðum árásum á starfsmenn utanríkisráðuneytisins og Hönnu Birnu með? Á nú að skýla sér á bak við, að blaðamönnum, öðrum fremur, eigi að vera heimilt að fara með meiðyrði gegn ráðherrum og embættismönnum, af því að einhver Alþjóða-fjölmiðlstofnun, IPI, segi þetta "saklaus mistök" (sic) og að málshöfðun gegn fjölmælismönnum í blaðamannastétt "sýni ekki virðingu gagn­vart hlut­verki fjöl­miðla"?

Erum við þá búin að finna hér sérajóna nútímans? Blaðamönnum heimilt að slá upp stríðsfyrirsögnum um meinta glæpi starfsmanna ríkisins, með stærðar myndum af þeim, en bera samt enga ábyrgð á ósönnuðu níði sínu?!

Minnumst þess líka, að ýmsir þeir, sem Rúv á ýmsum rásum sínum raðaði á mælendalistann í gær og fyrradag um mótmælaaðgerð orðljóts Svavars Knúts og félaga, sögðust m.a. krefjast afsagnar Hönnu Birnu vegna 'lekamálsins'.

En þetta er að fara öfugt að hlutunum, eins og valdbeitingarhópum er tamt. Látum dómstóla skera úr um málið, ekki gulu pressuna og ekki þennan dómstól götunnar og smalaðra vinstri manna (í bland við tónlistarmenn, sem eiga í kjaradeilu við Dag B. Eggertsson & Co., ekki ríkisstjórnina!). Hver maður skal skv. stjórnarskránni teljast saklaus, þar til hugsanleg sekt hans kann að sannast. Menn eiga að halda fast í þá grundvallarreglu!

PS. Glöggur og góður Facebókarvinur ritaði á Facebókarsíðu mína:

"RÚV hefur eftir: "Það lýsir ekki mikilli virðingu fyrir eftirlitshlutverki fjölmiða að opinber starfsmaður krefjist fangelsisdóms eða annarra opinberra refsinga vegna þess sem virðast hafa verið mistök, segir Scott Griffen, verkefnisstjóri fjölmiðlafrelsins hjá International Press Institute." –––Ef þessi Scott Griffen og International Press Institute álíta "eftirlitshlutverk fjölmiðla" felast í því að ljúga refsiverðu athæfi upp á saklaust fólk, er öllu snúið á haus. Auk þess getur DV ekki gegnt neinu eftirlitshlutverki, því að blaðið hefur fyrir löngu dæmt sig út úr siðaðri og viti borinni umræðu. http://ruv.is/frett/undrast-krofu-um-refsidom-i-meidyrdamali "

 

Sláandi góðar ábendingar Facebókarvinarins! En svona gervifrétt, eins og þessum ummælum hins illa upplýsta Griffens, heldur Fréttastofa Rúv vitaskuld á lofti –– og ekki í fyrsta sinn sem þar er lagzt á sveif með hinu óvandaða blaði DV, ef það þjónar pólitískri lund fréttamanna Rúv eða sleppur þar í gegn hjá gagnrýnislausum starfsmönnum, eins og hér sýndi sig.


mbl.is Undrandi á kröfum Þóreyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband