26.1.2014 | 23:51
Magnús Geir Þórðarson ráðinn útvarpsstjóri
Til hamingju, Magnús Geir! Sannarlega er þetta mikið ábyrgðarstarf og mikils vert að fá að því hæfan mann sem sýnt hefur mikinn árangur í störfum.
Ríkisútvarpið býr yfir miklum menningarlegum sjóðum eftir sín rúm 80 ár og engin þörf að glata neinu af því, en umfang fyrirtækisins hefur bólgnað út og margir þar á háum launum, en það eru oft slíkir sem verða að upplifa það síðar á ferlinum, að hagræðingarhnífurinn lendi á þeim í óhjákvæmilegum samdrætti. Ég spái framhaldi á uppsögnum eða styttri vinnutíma sumra og skertum sporslum, en að Magnús Geir getið unnið farsællega, af ferskleik og þrótti fyrir þessa stofnun í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðherrann.
Þá verður ennfremur að gera skipulega könnun á margendurteknum tilefnum kvartana vegna misgóðrar gæzlu Fréttastofu Rúv á því hlutverki sínu að gæta óhlutdrægni og viðeigandi hlutlægni.
![]() |
Magnús Geir ráðinn útvarpsstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 27.1.2014 kl. 00:02 | Facebook
Athugasemdir
Unnið í samvinnu við menntamálaráðherrann?? Ég veit ekki betur en að útvarpsstjóri starfi beint undir stjórn RUV sem kosin er af Alþingi.
Jón Kristján Þorvarðarson, 27.1.2014 kl. 02:06
En þetta er á sviði mennta- og menningarmála, nafni. Hann hefur miklu meiri aðkomu að stofnuninni en einstakir þingmenn.
Jón Valur Jensson, 27.1.2014 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.