Gamli höfđinginn Prince Philip heill orđinn, langafabarn Kristjáns okkar IX - og af sönghefđ Johniana

Filippus prinz hefur náđ sér ađ miklu leyti eftir kviđarholsađgerđ, yfirgaf spítalann í dag og veifađi brosandi til almennings. Hann varđ 92 ára fyrir réttri viku, en fćddur var hann á grísku eynni Korfu, sonur Andreasar prinz af Grikklandi og Danmörku and Alice prinzessu af Battenberg.

Filippus prinz er í beinan karllegg kominn af danska konungshúsinu, sonarsonarsonur Kristjáns níunda, sem fćrđi okkur stjórnarskrána 1874. Ćttartré hans er neđst hér í ţessari fćrslu. Hann er ennfremur langalangafabarn Viktoríu Bretlandsdrottningar (nr. 31 á ćttarkortinu) og Nikulásar I Rússakeisara, d. 1855 (nr. 20 á kortinu, en langalangafi hans var Pétur mikli, d. 1725).

Hér er ađ finna skjaldarmerki Filippusar, eins og hann bar ţađ frá 1947 til 1949, merkilegt nokk, ţví ađ ţarna er skjaldarmerki Íslands enn haft inni í skjaldarmerki danska konungsríkisins. Íslenzka merkiđ er ţarna neđarlega til vinstri, gamli flatti ţorskurinn, kórónu krýndur, á rauđum feldi, og viđ hliđ ţess eru merki Fćreyja (hrútur) og Grćnlands (ísbjörn) á bláum feldi.

 File:Arms of Philip Mountbatten (1947-1949).svg

File:Elizabeth and Philip 1953.jpg Hér er mynd af ţeim Filippusi og drottningunni viđ krýningu hennar 1953. Hafa margir eflaust séđ vel gerđa myndina um Elísabeti I í Sjónvarpinu nýlega, en einnig hefur veriđ gerđ ţekkt kvikmynd um núverandi drottningu.

Filippus Edínborgarhertogi er höfđinglegur mađur ađ vallarsýn, eins og mér varđ ljóst, er hann snćddi hátíđarmálsverđ viđ "Dinner in Hall", eins og kallađ er í St John´s College, sem var mitt collegium eđa minn háskólagarđur viđ nám mitt viđ Cambridge-háskóla. Sat hann ţá viđ háborđiđ međ rektor collegísins, helztu "dons" (háskólakennurum og tutors) og öđrum tignarmönnum, en viđ nemendur (hver einasti vitaskuld íklćddur skikkju, "gown") á harđari bekkjunum í salnum, og fengu ţó allir góđan viđurgerning.

Ţá á ég einnig (eigin) myndir af ţeim konunglegu hjónum ţegar ţau heimsóttu og fengu geysigóđar viđtökur viđ St John´s College School í Cambridge, norđaustan árinnar Cam, en sá skóli er einn bezti barna- og unglingaskólinn í ţeim landshluta, til hans stofnađ af St John´s College og á hans landi, en St John´s College School Choir er einn bezti kórinn á sínu sviđi í landinu. Voru strákar og unglingar ţađan reglulegir söngvarar viđ tíđagjörđ í St John´s College Chapel ("kapellu" sem er ţó margföld á viđ stćrđ Dómkirkjunnar hér), eins og ungir menn úr collegíinu, en St John´s College Choir er sjálfur heimsfrćgur og á borđ viđ King´s College Choir, sem er einnig í Cambridge, og hafa báđir gefiđ út fjölda hljómdiska.

Í St John's College Chapel sótti ég mikiđ "Compline" eđa completorium, ţ.e. kvöldtíđir, og ţýddi einn helzta gregoríanska sálminn, sem ţar er sunginn, Te lucis ante terminum (birtur í Merki krossins um 1984).

Ćttartré hertogans af Edínborg:

Ancestors of Prince Philip, Duke of Edinburgh

 


mbl.is Filippus prins útskrifađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband