Viturleg um­sögn Blá­skóga­byggđar vegna ţings­álykt­un­artillögu um ţriđja orkupakka ESB

Menn lesi viđtengda frétt af ţessu -- ţar tala ekki tjóđrađir Sjálfstćđismenn né forstokkuđ Samfylk­ing­ar­gauđ, heldur rökrćđu­menn sem velta fyrir sér kostum og göllum málsins og sjá vel hina miklu hnökra og áhćttuna sem í ţví er fólgin.

Í álitinu segir m.a.: 

Sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggđar legg­ur mikla áherslu á ađ lög­gjaf­ar-, rík­is- og dómsvald í orku­mál­um verđi al­fariđ í hönd­um Íslend­inga.

Ennfremur:

Af hálfu Blá­skóga­byggđar er lögđ rík áhersla á  ađ inn­lend orka verđi notuđ til inn­lendr­ar fram­leiđslu, en ekki flutt út sem hrávara,

en sú er einmitt áhćttan, ef Íslendingar geta ekki stađiđ gegn ţví ađ rafstrengur verđi lagđur til Skotlands eđa Noregs.

Og ekki sízt skal vitnađ til ţessara orđa frá sveitarstjórn Bláskógarbyggđar, úr vestanverđum uppsveitum Árnessýslu:

Brýnt er ađ tryggt sé ađ ekki fel­ist af­sal á valdi í samţykkt­um Alţing­is vegna inn­leiđing­ar­inn­ar og ađ hún feli ekki í sér töku ákv­arđana sem hafa í för međ sér hćkk­un á raf­orku­verđi.

Ţá skal á ţađ minnt, ađ ađ ekki var orkupakkinn kynntur né bođađur međ einu einasta orđi í kosningabaráttu Sjálfstćđisflokksins fyrir síđustu alţingiskosningar. Samt er keyrt á ţetta mál, ţó ađ um og yfir 80% ţjóđarinnar séu á móti ţriđja orkupakkanum! Umbođ ţingmanna til ađ kjósa hann er EKKERT, og sjálft nýtur ţingiđ ađeins 18% trausts međal almennings! Treysta ţingmenn sér, međ 18% traust landsmanna, til ađ standa gegn orkupakka-andstöđu 80% ţjóđarinnar og ađ skella skollaeyrum viđ eindregnum óskum um ţjóđaratkvćđagreiđslu?


mbl.is Vald verđi ekki framselt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 30. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband