Fljótavík og Hornstrandir -- ţvílík náttúrufegurđ

Ţetta voru stórkostlegar Ferđastiklur hjá Láru Ómarsdóttur og föđur hennar Ragnarssyni í Sjónvarpinu í kvöld, um Fljótavík, Sléttuhrepp og Hornstrandir. Stórfenglegt landslag, kaldranalegt og ćgilegt, en einnig međ allt ađra, sumarlegri ásján, međ fögrum veđurstillum á og í kringum vatniđ og blómskrúđi miklu. Ekki undarlegt ađ fólkiđ ţađan sćkir enn í stađinn sem ţađ yfirgaf fyrir rúmum 70 árum, en vill hvergi fremur vera á sumrin. Og skemmtilegt var rabb ţeirra feđgina viđ fólkiđ, ómissandi líka innhlaupin hans Ómars: hresssilegar sögur frá fyrri tíđ af glćframönnum í loftinu, bandarískum og honum sjálfum. Hafa fáir frásagnargáfu á viđ hann, en dóttirin stóđ sig líka fantavel í afburđagóđum ţćtti.


Bloggfćrslur 8. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband