29.5.2018 | 13:36
Hvar er traust hlustenda Útvarps Sögu á (fráfarandi?) borgarstjóra?
Í skoðanakönnun Útvarps Sögu og fram undir hádegi í dag var spurt hvern menn vildu sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur og gefnir þar þrír kostir:
- Dagur B. Eggertsson,
- Eyþór Arnalds
- eða Þórdís Lóa Þórhallsdóttir í Viðreisn.
Óvænt niðurstaða fyrir marga:
Yfir 75% völdu Eyþór Arnalds,
13,27% völdu Þórdísi í "Viðreisn"
og aðeins 11,65% völdu hinn þrautreynda Dag B. Eggertsson!
Ekki lýsir þetta miklu trausti hlustenda Útvarps Sögu á núverandi (og vonandi fráfarandi) borgarstjóra Degi Bergþóru- og Eggertssyni: að innan við áttundi hver þátttakandi vilji hann sem borgarstjóra!
Eins má spyrja: Hvernig dettur fulltrúum ESB-dindlilflokksins "Viðreisnar" í hug að krefjast þess, að Þórdís Lóa verði næsti borgarstjóri? Rétt rúmlega áttundi hver maður tekur hér undir þá kröfu þeirra!!
Um þessa niðurstöðu könnunar ÚS var tilkynnt nú á hádegi, kl. 12, en fréttina er þó ekki (enn) að finna á vef Útvarps Sögu og því ágætt að hún sjáist hér.
![]() |
Ég er bjartsýnni eftir daginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)