16.11.2018 | 07:13
Sitthvađ hef ég skrifađ í Mbl., bara ţetta er frá ársbyrjun 2000
Hér geta menn komizt í 60 pistla eđa greinar eftir mig í Morgunblađinu frá 1.2. 2000 ţar til nú (hér neđst er slóđin* -- en betra ađ smella á Hér !). Efniđ er margvíslegt, m.a. um Icesave-máliđ, ESB-málin og fullveldiđ, borgarmál, siđferđis- og kristin mál, utanríkis- og réttlćtismál o.m.fl., en sleppt ţví ađ vísa í annađ en greinar og pistla (allt niđur í Velvakandabréf) og ţví engin ljóđ hér sem birtust í Lesbók Mbl., ţar sem ég átti a.m.k. 25 slík frá upphafi, meirihluta ţeirra á síđustu öld, frumsamin og ţýdd.
Takiđ eftir, ađ allar greinar ţriggja ára og eldri í Morgunblađinu eru nú opnar öllum ađ lesa án áskriftar. Sést á yfirlitinu, ađ yngri greinar eru merktar međ rauđum, lćstum lási, en hinar opnu međ grćnum, opnum lási.
Ţađ er mjög fínn leitarmöguleiki ţarna á vef Moggans til ađ leita uppi greinar, fréttir o.fl. og hćgt ađ velja ţar ýmsar flokkanir/kategóríur, t.d. viđskipti, íţróttir, menningu, sjávarútveg (sjá nánar efst ţarna á vefsíđunni sem ţiđ komizt inn á međ ţví ađ smella á Hér ). En ég sé engan efnisflokk ţarna kallađan Lesbók Mbl., og var ţađ ţó merkisblađ og kom lengi út, lengst af undir leiđsögn Árna heitins Óla, en síđar Gísla Sigurđssonar myndlistarmanns, ţess mćta manns, sem einnig er látinn. Og allir förum viđ víst ţessa leiđ. En svo er ţađ endimarkiđ, eru menn nokkuđ hćttir ađ leiđa hugann ađ ţví?
eđa enda sumir bara svona:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)