Færsluflokkur: Menning og listir

Dr. Hannes H. Gissurarson farinn að læra af frægasta skólaspekingnum

Já, nú er hann tekinn til við að læra að feta meðalveginn hjá Thómasi okkar frá Aquino! Thomas-Aquinas-Black-largehttps://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/2228973/

Það skal þó tekið fram, að ekki merkir þetta, að Thómas hefði skrifað upp á allt hjá Hannesi eða hjá öðrum fræðimanni, sem hann dáist að, Lysander Spooner. Hannes fær t.d. ekki stuðning Thómasar við vændi og aðra ósiðlega hegðun, enda skaðar vændi ekki aðeins þau tvö, sem taka þátt í því, heldur aðra í framhaldi af því, með kynjúkdómasmiti og útbreiðslu slíkra sjúkdóma, með upplausn hjónabanda og fjölskyldna og með misnotkun kvenna, jafnvel mansali.


EKKI: Við erum að sjá ... !

Forsætisráð­herra Ís­lands, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Katrín Jakobs­dóttir, ætti að ganga á undan öðrum með því fagra for­dæmi að hætta að orða hugsun sína með þessum hætti, sem orð­inn er allt of algeng­ur: "Við erum að sjá að það verði ..." Hin sterka sögn sjá þarf ekki á neinni hækju hjálpar­sagnar að halda í slíku samhengi. (Þetta er nefnt hér vegna innkomu Katrínar í Bylgjufréttir í hádeginu.)

Íslenzku­fræðingar hafa marg­oft varað við þessum klaufa­lega tján­ingar­hætti. Einn slíkur er albróðir Katrínar og því hæg heima­tökin að fá rétta leiðsögn!


Rita Melo, ótrúlega skemmtileg

Passarinho Viajante heitir lagið sem þessi orkumikla og listræna port­ú­galska söng­kona með smitandi bros­ið sitt syng­ur og spilar með á harm­on­ikku sína. Sönn gleði:

Þið getið stækk­að skjá­myndina með því að smella á ferninginn neðst til hægri.

Og þetta er alveg frábært lag með henni, endalaus kraftur og gleði: Agualva Baile Carnaval = https://www.youtube.com/watch?v=PwZKYGoq-6w

Og hér er eitt af hennar fjörugu lögum á einu af hennar sveitaböllum, þar sem hún er hrókur alls fagnaðar: https://www.youtube.com/watch?v=plDhI4DkUCU

Sjá um feril hennar hér: https://www.imdb.com/name/nm7651531/bio


Katrín segir frelsisstríðum aldrei linna

                  Katrín Jakobsdóttir flutti ræðu á hátíðardagskrá Hinsegin daga.

 

Fagurt galaði frúin sú í frelsisstríði,

öllum tjáði Íslands lýði:

Að svona ræðu er mesta prýði!

 

"Drögumst ekki aftur úr," en áfram herjum

hvöss með vopn í heimsins erjum,

hinsegin fólk gegn illu verjum.

 

Stríðs er gyðja stolt nú risin, steig sinn pall á.

Hátt þá glumdi hennar kall, já:

henni í brjósti móður svall þá.

 

Aftur á móti gleymir gjarnan gömlum, sjúkum

og sárfátækum ... Söngnum ljúkum: 

situr í stjórn með aurapúkum.


mbl.is „Frelsisstríðum lýkur aldrei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blái djákninn & Áttunda undur veraldar, hvað skyldi það vera? Frábær músík

  Real Gone Kid er eitt af beztu Eighties' lögum.

Hér er textinn við það lag: https://genius.com/Deacon-blue-real-gone-kid-lyrics

Deacon Blue flytur með smitandi krafti og braveur.

Lagið er líka hægt að sjá og heyra á fullum skjá með því að smella á neðra horn til hægri eða (betra) í skárri skjámynd með því að smella á YouTube.

 

 

ÞETTA ER LÍKA FRÁBÆRT LAG:

Eighth Wonder - I'm Not Scared 

" width="960" height="580" frameborder="0" allowfullscreen> 

Written by the Pet Shop Boys ...

Þrátt fyrir gellulegt glæsikonuútlit er söngkonan Patsy Kensit vitaskuld engin puntudúkka, heldur sjálfstæð ofurkona mörgum öðrum fremur! Það heyrist vel í laginu! Já, fjölhæf er þessi söng- og leikkona.

Óneitanlega bætir það í sjarma hennar þegar hún fer að syngja á frönsku.

Góð upphitun fyrir verzlunarmannahelgina, meðan menn eru að jafna sig á Guns ´N´ Roses, sem eru svo sannarlega allt annar handleggur!

PS. Ég var að leita á YouTube að Patsy Kensit í hlutverki Lady Margaret Plantagenet í kvikmyndinni The Tragedy of Richard III, en fann í staðinn þessa fjölskrúðugu og mun nútímalegri samantekt um Patsy: https://www.youtube.com/watch?v=iWkIXXgrkTg


Gítarsnillingurinn Danny Kirwan

" width="640" height="385" frameborder="0" allowfullscreen> 

 width="640" height="385" frameborder="0" allowfullscreen> SKOÐIÐ Í FULLRI SKJÁMYND!

" width="640" height="385" frameborder="0" allowfullscreen> 

Danny Kirwan, 16 October 1993, London, provided by John Weydemeyer   Danny Kirwan, 16 October 1993.


Skemmtilegt ferðalag með Chris Rea

Skógarferð með lest meðfram ánni og vatni: 

Looking For The Summer

https://www.youtube.com/watch?v=A8a6kHQN9BA

Við tekur kannski sjálfur Sting með Fragile, sem 61 og hálf milljón hefur horft á og hlustað! Fallegt fyrir svefninn og nóttina:

Og þá kannski Chris Rea aftur, næstur, með All Summer Long.

Reynið að tvísmella á skjáinn (eða á reitinn neðst í hægra horni) til að sjá þetta á YouTube með fullri skjámynd.


Mike Oldfield og Cara Dillon : Man in the rain

Hver þekkir ekki Mike Oldfield-hljóminn í þessu? Og Clara Dillon fer vel með þetta, einstaklega fallega. Lagahöfundurinn Mike er vitaskuld gítaristinn með slaufuna, í hvíta jakkanum.

Og hér er náttúrlega hans frábæra lag Moonlight shadow en þar er það Maggie Reilly sem syngur. En textinn er harmrænn. Ég set hann í athugasemd hér.

Svo er Chris Rea aldeilis frábær með sína fínu rödd (og myndbandið takk bærilegt, nær 22 milljónir hafa séð það):  

https://www.youtube.com/watch?v=wTgWX_62paE


Eftir lestur Gunnlaugs sögu Ormstungu (m/viðaukum)

                         

Örlög mikil og ill voru búin

örum vaskleikamanni :

sælu gjaforði´ í svikum rúinn,

er sótt var úr föðurranni.

Eitt var þó líf ykkar, ástin og trúin, 

Ormstunga´ og fagur þinn svanni !

 

Illræði Hrafns, af öfund spunnin,

Eiríks jarls af slóðum,

eltu´ ykkur báða : brúður unnin

brögðum með þeygi góðum.

Af barst, þótt féllir, örvarunninn;

auðgaðir Helgu að ljóðum ...

 

Úr Gunnlaugs sögu, sennilega um síðustu fundi þeirra Helgu fögru:

"Síðan gengu þeir yfir ána, og töluðu þau Helga og Gunnlaugur um stund. Og er þeir gengu austur yfir ána, þá stóð Helga og starði á Gunnlaug lengi eftir.

Gunnlaugur leit þá aftur yfir ána og kvað vísu þessa:

Brámáni skein brúna
brims af ljósum himni
Hristar hörvi glæstrar
haukfránn á mig lauka.
En sá geisli sýslar
síðan gullmens Fríðar
hvarma tungls og hringa
Hlínar óþurft mína."

Þess má geta, að Helga þessi hin undurfagra hefur verið ein fyrsta afgerandi kvenréttindakonan á Íslandi, og hefur hún trúlega haft skap í það frá afa sínum, Agli sjálfum Skalla-Grímssyni. Skáld-Hrafn náði að kvænast henni, en þá fór hún skjótlega í kynlífsbindindi eða verkfall, eins og konurnar í Lýsiströtu Aristofaness. En þannig segir m.a. í Gunnlaugs sögu, að Hrafn "kvaðst því Gunnlaug á hólm skorað hafa, að hann kvaðst öngvar nytjar hafa [af] Helgu og kvað annan hvorn verða að hníga fyrir öðrum." Já, þetta var skapmikill ástarþríhyrningur!

Vilji menn leita uppi nýjustu passamyndina af Helgu fögru, þá er hana að finna meðal drottninganna í fornmanna-spilastokknum íslenzka (1930), sjá hér neðar!

PS. Lesið svo tímabæra grein mína:  Eitt ríki með réttan málstað sannleikans gegn meirihluta hinna

HELGA FAGRA er hér hjartadrottning (eins og vera ber!), sú neðri á því spili (snýr öfugt)

 

Frjálsir þankar um Moulin Rouge í Sjónvarpi kvöldsins

 

Hver fær að sofa hjá hverri?

Heimurinn snýst um það!

"Elskan mín, ertu´ eitthvað verri,

að ætla að gera það

með hertoga þessum, þrjóti !

þótt hann þess eflaust njóti

fram þá í fingurgóma 

af frygð og án sóma

og boðorðið sjötta brjóti,

er blíðuna vill hann hreppa

(og hnöppum frá hneppa)

á verði sem enginn ætti

óflekkaðri að bjóða

með rósarvangann sinn rjóða!

Já, reyndu af öllum mætti

gegn ásókn illra anda

æru þína og heiður

að verja; þinn vænleiks seiður

er von hans þuklandi handa!

En sál þín og hugur til heyrir

hjartans dýpri vonum:

skáldinu! Engu þú eirir

unz eignast hann, fegurst af konum!"


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband