Færsluflokkur: Samgöngur
3.12.2019 | 10:10
Enginn almennur spenningur virðist fyrir flugvelli í Hvassahrauni, enda óráðs-ævintýramennska að áliti sérfróðra
"Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja ekki að flugvöllur verði byggður upp í Hvassahrauni.
Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni um helgina. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi [í gær] en í þessari könnun var spurt: Vilt þú að flugvöllur verði byggður upp í Hvassahrauni?
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Nei 91,5%
Já 6%
Hlutlaus 2,5%."
Þessari niðurstöðu skoðanakönnunar, þótt takmörkuð sé, fagna ég. Þarna eru rúmlega 15 sinnum fleiri andvígir flugvelli í Hvassahrauni en þeir, sem hlynntir eru.
Dagur B. Eggertsson átti ekkert með að sitja í "Rögnunefndinni" svokölluðu og "leiðsögn" hennar einskis nýt. Hvassahraun er afleitur staður fyrir flugvöll, eins og þeir sérfróðu vita.
Aðförinni að Reykjavíkurflugvelli hefur verið frestað um 15 ár, en tryggja ber framtíð hans að mínu áliti.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2019 | 14:38
Enginn áhugi á tafa- og mengunargjöldum í Reykjavík!
Spurt var á vef Útvarps Sögu:
Ertu sátt/ur við innleiðingu tafa- og mengunargjalda í Reykjavík?
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2018 | 18:07
Reykhólahreppur á að gefa eftir fyrir hagsmunum Vestfirðinga
Teitsskógur, vaxinn kjarri, á ekki að vega þyngra en brýn nauðsyn Vestfirðinga á samgöngubót. Endurnýja þarf þjóðveginn með sem hagkvæmustum hætti og stytta ferðatíma. Eitt sveitarfélag á ekki að sitja yfir hlut annarra mun fólksfleiri. Gefi Reykhólahreppur ekki eftir, má þá alltaf reyna löggjöf um málið.
![]() |
Biðla til sveitarstjórnar Reykhólahrepps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2018 | 13:13
Sjálfsagt mál að menn borgi fyrir sig!
Hundraðkall er ekki neitt neitt. Mér þykir sjálfsagt, að þeir ferðamanna- og veitingastaðir, sem mikið mæðir á, komi upp einföldu tæki utan á klósettklefum, þar sem menn borga fyrir notkunina. Ekki er hægt að ætlast til að þessir staðir gefi hundruð kílómetra af klósettpappír árlega, auk mannahaldsins við þrif þar og endurnýjun -- eða vilja menn frekar, að þrifin mæti afgangi?
Svona græjur utan á klósettklefum var maður farinn að sjá í Bretlandi og á meginlandinu fyrir áratugum! Af hverju eru Íslendingar stundum svona tregir til að finna upp hjólið?
![]() |
Rukka fyrir aðgang að salernum hjá N1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2018 | 03:28
Veruleikans mynd?
Úr hjólreiðaferð eftir ljósaskipti ...
Þú rennur áfram hjóls á fráum fáki,
unz fram undan hin dimma brautin er,
og þar þú greinir þann, sem líkur stráki
þreyttum utan vegar bíður hér,
unz sérðu loks það skýrt, sem blekking skáki :
að skuggi var hann einn af sjálfum þér!
Samgöngur | Breytt 11.9.2018 kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2018 | 23:51
Það flæðir undan Degi B. eins og sýnir sig í Gallupkönnun
"Miklubraut strax í stokk!" hafði hann sagt áður. Og í kvöld bætti þessi apaköttur við: "Borgarlínu strax!" ---Hvað heldur hann að hann sé, og hver heldur hann að við séum, fífl eða hvað? Hversu óralengi var hann með kannski 20 sinnum ódýrari framkvæmd: breytingarnar á Hverfisgötu -- hve MÖRG ÁR tóku þær? STRAX HVAÐ?!!!
Og þessar framkvæmdir á Miklubraut, mestu stofnæðinni, myndu senda alla þá meginumferð út á aðrar brautir á meðan, á Sæbraut, Suðurlandsbraut, Bústaðaveg og á aðrar götur eins og Háteigsveg, Skipholt o.s.frv. og í gegnum íbúðahverfin og ALLT Í HNÚT klukkustundir á degi hverjum í nokkur ár, tilvalið sem "RÖK" fyrir því að menn verði að hætta við "einkabílinn" og grípa hjólið og strætó í staðinn!!! (um það síðastnefnda mál og hjáfræði-bábiljur Helgu Völu og Dagsmanna, sjá hér: https://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2217250/ )
![]() |
Veður ætti ekki að hafa áhrif á kjörsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 26.5.2018 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2018 | 04:23
Kjósum ekki lygalaup
- Efunarlaust er það ekkert skaup
- annarri´eins borg að stjórna,
- en kjósa skaltu´ ekki lygalaup
- með lymskuna´að vopni og skrilljón í kaup
- og höndum til himins svo fórna!
- Sjálfstæðisbaráttan, sú var hörð ...
- Svo fengu innlendir völdin ...
- Látum samt engan lygamörð
- leika´ okkur grátt og keyra´ oní jörð,
- eða´ er þetta þrettánda öldin?
21.5.2018 | 01:55
Vandaður, bráðungur fréttamiðill
Menn ættu að kynna sér vel einn nýjasta fréttmiðilinn, Skinna.is eða https://skinna.is/ -- þar er margt að finna sem máli skiptir fyrir kosningarnar, og erlendu fréttirnar þar eru líka áhugaverðar, sjá: https://skinna.is/erlent/ --- og fleiri efnisflokkar eru þar, sjá bálk þar efst uppi.
Varðandi fréttina um að óvænt er aftur farið að sópa götur Reykjavíkur, þá vil ég geta þess, sem ég frétti frá miklum hjólreiðamanni í gær, að ólíkt verr eru þær sópaðar nú en áður, þessir þungu bílar fari allt of hratt yfir og noti sáralítið vatn og þetta valdi því, að ekki næst að þrífa nógu vel, sízt að ná öllu upp úr holum, og margt verði eftir, m.a. glerbrot sem safnist yzt í kantana nálægt rennisteini, og því spryngju dekk of oft á hjólunum, til tjóns fyrir þá sem nota þau daglega.
Er ekki hægt að biðja um að þetta sé vel gert, eða eru verktakar bara látnir um að flýta sér sem hraðast með verkið?
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2016 | 08:45
Dýrkeyptur slóðaskapur vanhæfrar borgarstjórnar
Ótrúlegur er slóðagangur borgarstjórnarmeirihutans við endurnýjun Hverfisgötu sem verður áfram lokuð a.m.k. út sumarið. Ætli þeim nægi ekki svona hálfur áratugur til að drepa niður allt athafnalíf þar? Svo vantar alveg strætisvagnaleið um verzlunarhverfið frá Hlemmi niður á torg, engin stoppistöð þar nálægt, en ætli gatan verði ekki hálfófær vegna beygja, þrenginga og ótal hraðabungna, þegar þessum framkvæmdum verður loksins lokið? Verður þetta þá göngustígur fyrir ferðamenn í ótal hótelum og hostelum við götuna og hjólreiða-forréttindahópinn?

Samgöngur | Breytt 22.5.2016 kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2016 | 15:12
Verður þetta síðasta útspil Dags B.?
"Hlutgerður" er hann af amerískum vefmiðli, segir Mbl.is, vekur þar kátínu á Smartlandi og Veraldar-vef, en þótt Wonkette rýni í hvernig hann fyllir út í gallabuxurnar, er undarlegt að þeim sást yfir spennandi Terminator-iðju hans í borgarlandinu, með því að herja á Reykjavíkurflugvöll jafnt sem götur borgarinnar, á útsvarsgreiðendur ekki síður en viðskiptamenn Orkuveitunnar, á kristin börn í skólum og umfram allt á akandi fólk sem í sakleysi sínu vill komast leiðar sinnar.
En vonandi vex egóið hans við þessar "fréttir" frá vesturheimskum blaðakonum.
PS. Smellið á Borgarmálefni! og ennþá frekar á þessa samnefndu slóð: Borgarmálefni!
![]() |
Hann er ekki bara stór limur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)