Færsluflokkur: Stóriðja
19.7.2019 | 23:13
Afhjúpuð staðreynd 50% hækkunar næturrafmagns til bakara vegna 2. orkupakkans er áfall fyrir Björn Bjarnason
Vesalings Björn reynir hér að vera fyndinn um þetta mál með því að rifja upp gamalt orðtak, en snúa því svo gegn heiðarlegum bakarameistara sem andmælir SI.
Sjálfgefið er, að ef við höfnum 2. (og 1.) orkupakkanum, höfnum við líka þriðja orkupakkanum, áttar Björn sig ekki á því?
Og hvenær ætlar hann að koma með einhverja frambærilega ástæðu fyrir því, að við við höfum eitthvað upp úr því að samþykkja þriðja orkupakkann?!
Þessi vesalings maður mætti alveg hugleiða það alvarlega að taka sér frí frá allri pólitík, enda var hann settur í það (raunar af samflokksmanni sínum Guðlaugi Þór) að fjalla um álitamál fyrir ríkið, þar sem ríður á að gæta fullrar hlutlægni og halda sig frá allri flokkspólitískri hlutdrægni. Í því hlutverki, þ.e. að meta hugsanlegt fjárhagsgildi eða tap af EES-samningnum, er Björn á háum launum og ætti á meðan að sitja á strák sínum að hlaupa ekki í það að vera með einhverjar fyrirframmótaðar yfirlýsingar, áður en þriggja manna nefndin, sem hann er í, hefur í raun yfirfarið öll gögn um þau mál.
Stóriðja | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2019 | 18:25
Er níræður Sjálfstæðisflokkurinn kominn með Alzheimer?
Ef ekki, hvernig stendur þá á því, að hvað eftir annað muna jafnvel ráðherrar flokksins ekki eftir helztu samþykktum landsfundar?
Þetta gerist nú í orkupakkamálimu, sem forysta flokksins keyrir fram, þvert gegn samþykkt landsfundar 2018!
Og eins var það í Icesave-málinu sem Bjarni Ben. og flestir þingmenn hans greiddu að lokum atkvæði sitt (Buchheit-samingnum). Þar lét Bjarni heitan hug grasrótar sinnar á landsfundinum ekki ráða afstöðu sinni, heldur sitt eigið "kalda mat"!
![]() |
Leggja fram kæru vegna málþófsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stóriðja | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2019 | 21:33
Skýr hugsun vegna orkupakkans
"Yfirlýstur tilgangur orkumálastefnu ESB, eins og hún birtist í orkupökkunum, er samtenging orkukerfanna á svæði ESB/EES: "Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri."
Fólk er varfærið. Það hugsar sem svo: Ef þetta er innleitt í íslensk lög, skuldbindur Ísland sig til að vinna að einmitt þessu markmiði. Þetta gefur bæði innlendu og yfirþjóðlegu auðmagni og evrópsku skrifræði viðspyrnu og tök og tæki sem það hafði ekki áður til að koma slíku í kring.
Annar yfirlýstur tilgangur laganna er uppbrot orkufyrirtækja og markaðsvæðing þeirra -- og um leið opnun á einkavæðingu. Almenningur hefur handfast neikvætt dæmi tengt fyrri orkupökkum: HS orku. Fólk er varfærið -- og það er skynsamlegt.
Almenningur efast um að íslenskir fyrirvarar haldi. Hann þekkir ný dæmi úr matvælalöggjöfinni. Íslenskir fyrirvarar dæmdir ólöglegir. Að áliti ESB trompa ESB-lög lög einstakra ríkja."
Svo ritar Þórarinn Hjartarson.
![]() |
Það var bömmer |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stóriðja | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2019 | 02:17
Það er til einföld lausn á þessu
Já, það er til einföld lausn á þessari spurningu um kl. 23.21 á kvöldin eða kl. 7.54 að morgni (sjá viðtengda frétt kynlífsskorar Smartlandsdeildar Mbl.is).
Það er ekki eins djúpt á svarinu og ýmsir halda og búa sér til flókin vandamál út af.
Svarið er náttúrlega: bæði og !
Það er líka bráðnauðsynlegt að fjölga Íslendingum sem mest, þetta gengur ekki að þjóðin sé að úrkynjast svona og nálgist það að hér verði meðalfjölskyldur nánast eins og í Þýzkalandi: Karl og kona, eitt barn og hundur!
![]() |
Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stóriðja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2018 | 16:42
Fremsti sérfræðingur Íslands í ESB-löggjöf segir ríkisvaldið framselt með orkupakkanum
Sjálfstæðisfélag Háaleitishverfis hélt opinn málfund í Valhöll um orkupakkann síðdegis og um miðjan mánuð var málþing um sama efni í HR.
Felur þessi þriðji orkupakki Evrópusambandsins í sér valdaframsal?
Já, ég býst við að maður verði að svara þeirri spurningu játandi.
Á hvaða hátt?
Á þann hátt að ríkisvaldið er að einhverju leyti framselt til alþjóðlegra stofnana.
Stefán Már, sem er sérfræðingur í Evrópurétti, fjallaði um lagalega annmarka á innleiðingu orkupakkans á fundinum. Hann er í framhaldi af rannsóknum sínum á EES-samningnum og viðbótum við hann að athuga hvort í þessum pakka felist ríkisframsal og hvort það standist ákvæði stjórnarskrárinnar:
Á hvaða máta fer þessi orkupakki í einhvers konar berhögg við stjórnarskrána?
Ég segi nú ekkert að hann fari í berhögg, sko, ég segi bara að þetta sé skoðunarefni, sko. Það eru ákveðnar ákvarðanir teknar þarna sem gæti falið í sér framsal ríkisvalds.
Hann vill þó ekki fullyrða neitt fyrr en að rannsókn lokinni en hann segir að ef til dæmis rafmagn verður flutt um sæstreng til Evrópu þá séu komin á viðskipti sem ekki séu fyrir hendi í dag.
Við lendum inn á evrópskum samkeppnismarkaði, ef svo má orða það.
Endurbirt hér af þjóðareigninni RÚV, 30. ágúst sl. (Mynd: Grímur Sigurðsson - RÚV)
Stóriðja | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigurður Oddsson verkfræðingur, höfundur frábærra greina í Mbl. um árabil, á þar greinina Líttu þér nær, Steingrímur, í gær. Hittir t.d. hér í mark á sinn fyndna hátt:
"Neyðarleg saga til næsta bæjar væri það, ef grænasti flokkurinn kæmi í veg fyrir að við gætum staðið við Parísarsáttmálann!"
Forsendur þessarar ábendingar hans um tvöfeldni Steingríms í loftslagsmálum má finna þarna á undan í greininni, ekki sízt upplýsingar hans um verksmiðjuna á Bakka við Húsavík, sem lítur nánast út eins og risastórt umhverfisslys.
En þetta er afskaplega vel gerð grein, vel og skipulega farið þar í einstök atriði bágra stjórnarhátta Steingríms og arfleifðar hans.
Að endingu hvetur verkfræðingurinn hinn nýja forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, til að "passa sig á Bjarna, Sigurði og Steingrími", og er ekki vanþörf á!
Stóriðja | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2013 | 13:52
Fáum EKKI Kínverja til að taka yfir stærstu banka hér!
Kínverjar eru með veruleg áhrif hér í áliðnaðinum og á Grundartanga. Það gæti komið niður á íslenzkum fyrirtækjum, ef "fjárfestahópur" með bein tengsl (eins og Nubo) við kommúnistastjórnina í Peking færi að ráða hér tveimur af stærstu bönkunum (Íslandsbanka og Landsbanka), eins og jafnvel er talað um nú sem mögulegt, og þar með beina útlánum þangað sem þeim sýnist. Peking-stjórnin væri þar með líka komin með kverkatak á íslenzk stjórnvöld í hugsanlega viðkvæmum aðstæðum siðar, en gæti notað bankann/bankana til að dæla fé í dularfullar fjárfestingar Nubos hér.
Nú verða sjálfstæðismenn að beita sér gegn hinni háskalegu stefnu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Kínverja- og landakaupamálunum. Þá er líka gott að hafa þessa mikilvægu frétt, þ.e. grein eftir Egil Ólafsson blaðamann (Mbl.is í fyrradag), í huga: Má setja skilyrði fyrir jarðakaupum, þ.e.a.s. að stjórnvöld geta sett slík skilyrði -- en þetta einhver merkasta fjölmiðlagrein þessarar viku.
Einar Benediktsson, fyrrv. sendiherra, átti ennfremur mjög athyglisverða grein um þessi Kínverjamál í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum.
![]() |
Í viðræðum við alþjóðlega fjárfesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stóriðja | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hagstofan er eitt ráðuneytið (Jóhönnu, æ!) og gerir ekki ráð fyrir álveri í Helguvík fyrr en 2014. Þetta eru slæmar fréttir á sama tíma og upplýst er, að stórlega má draga úr mengun frá álverum með nýrri tækni og atvinnulausum fjölgar nú um 100 manns á milli mánaða í Reykjanesbæ.
Ekki er björgulegt að hafa þessa ríkisstjórn öllu engur við stjórnvölinn, iðjulausa við flest nema sín óartar-verkefni í þjónustu við erlent vald. Það geta Suðurnesjamenn fundið á sínu skinni, en svo að dæmi séu nefnd, auglýsti Sýslumaðurinn í Keflavík 51 uppboð, nær alfarið á íbúðarhúsnæði, sl. fimmtudag, 1. nóvember.
![]() |
Álver ekki í áætlun Reykjanesbæjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |