Færsluflokkur: Dægurmál
28.11.2019 | 23:07
Það er hættulega glerhált í Reykjavík í kvöld
"Gefðu það, Drottinn Jesú, að engin börn slasi sig í hálkunni á leið í skólann." Þessarar bænar má biðja minnst 10 sinnum (eins og Maríubæn) eða þar til þið eruð 100% viss um að þið meinið hana!
Eins má biðja fyrir öldruðum sem komnir eru með stökk bein og brothætt, og fyrir öðrum.
En ég hef ekki upplifað jafnmikla hálku á ævinni eins og nú í kvöld, á götum og gangstéttum, eins og spegil, jafn-skæða hjólandi og gangandi og jafnvel akandi. Þetta er tími til að troða grasið, hvar sem þar er að finna á leið manns. Eins að velja gangstéttar sem liggja alveg upp að húsaröðum, þær þiðna og þorna fyrstar allra. En þetta er líka tíminn fyrir MANNBRODDA; ég gleymdi þeim heima í kvöld!
Og svo þurfa einhverjir ábyrgir framleiðendur að setja ENDURSKINSMERKI á markaðinn ekki seinna en strax og góðgerðasamtök að gefa þau í alla grunnskóla.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2019 | 15:59
Af viðsjálli vinnustaðarómantík
Þessi grein, sem gæti gert ýmsum gagn, er í óvitlausasta lagi á Smartlandinu hennar Mörtu Maríu, og er hún þó alveg laus við að vera vitlaus, sú ágæta kona! En sumt, sem birzt hefur á Smartlandi (hvaða blaðakona sem kann að hafa skrifað það) hefði alveg mátt missa sig. Ekki verður þó af þeim skafið að þær eru djarfsæknar í blaðamennskunni, ávallt með eitthvað nýtt og ferskt, en stundum hégómamál sem trufla menn frá alvarlegri umræðuefnum, sem flestir ættu að kynna sér, hreinlega til að geta verið upplýstir og virkir borgarar í þessu lýðveldi okkar, en ekki úti á þekju, eins og því miður sumt af yngra fólkinu er núorðið.
![]() |
Mýtur um vinnustaðarómantík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2019 | 17:25
Glæsilega að verki staðið við að finna mann sem stal síma frá barni
http://www.vf.is/frettir/find-my-iphone-visadi-a-vasathjof-a-asbru/
Allir stóðu sig vel þarna, Suðurnesjalögreglan, foreldrarnir og ekki sízt barnið sjálft sem áður hafði fellt tár yfir missi síma síns.
Áhugaverð saga þetta og lærdómsrík um þjófavarnir, lesið frásögnina í Víkurfréttum og um einurð móðurinnar, sem lætur ekki bjóða okkur neitt rugl.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2018 | 12:03
Á Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar að segja af sér þingmennsku? -- og að öðrum milljónfalt mikilvægari málum!
Þannig var spurt á vef Útvarps Sögu í einn sólarhring. Niðurstaðan á hádegi í dag var, að NEI sögðu 58,1%. JÁ sögðu 34,1%, Hlutlaus voru 7,8%.
Sjálfur skilaði ég hlutlausu atkvæði í málinu, tel raunar, að þegar mál er ekki kært til lögreglu, sé það tæpast nokkurn tímann tilefni til að svipta þingmann umboði sínu og þingmennskustarfi. Kjósendur geta hins vegar, ef þeir vilja, sýnt honum vanþókknun sína með því að framlengja ekki þingsetu hans við næstu kosningar.
En þetta er eitt þeirra mála, sem því miður hafa náð að skyggja á þá hrikalegu ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að senda ráðuneytisstjóra suður til Marokkó til að staðfesta hinn stórskaðlega fólksflutningasáttmála SÞ. Með sáttmálanum er í reynd verið að afnema hér virka landamæravörslu með því m.a. að nú megi allir koma til Evrópu án þess að upplýsa um heimaland sitt! -- og þetta á jafnt við um ISIS-liða, al-Qaída-liða og talibana, al-Shahab og Boko Haram!
Og bannað verður að viðlagðri refsingu að gagnrýna framferði farandfólksins, fjölmiðlar jafnvel beittir refsingum fyrir að gagnrýna innflytjendastefnuna og stjórnmálaflokkum uppálagt að vera í kosningakynningu sinni jákvæðir gagnvart innflutningi förufólks og hælisleitenda!
ÞETTA gat Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt!! En á Facebók taka, við könnun um viðbrögð manna við Marókkósamningnum, ALLIR afstöðu gegn honum, og um það bil annar hver kallar hann "landráð"!
PS. Takið eftir, að í frétt Rúv af hryðjuverkinu í Strassborg í gær er ekki minnzt á, að ódæðismaðurinn (sem drap þrjá og særði marga, sem sumir eru illa haldnir) er múslimi, enda ber hann arabískt nafn, Charif. En hann hafði radíkalíserazt í fangelsi, þar sem hann afplánaði dóm, og það kom þó fram í hádegisfrétt Rúv, að það tengdist trúarskoðunum hans, en hitt faldi Rúv (einhver hissa?!), að hann er múslimi!
En nú fyrir jólin er einmitt gert ráð fyrir auknum hryðjuverkum af hálfu öfgamúslima, m.a. bæði í Bretlandi og Svíþjóð, og er það byggt á njósnum leyniþjónusta, sem hafa orðið varar við undirbúning handsprengjuárása í Svíþjóð og eiturefnaárásar í Lundúnum.
PPS. Marokkó-samkomulag SÞ var stórmálið í fyrradag, en nú er nýtt stórmál komið alvarlega til sögunnar, þar er HÉR!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2018 | 07:59
Ekki lengur tabú að miða kyn við augljósar staðreyndir frá því um eða fyrir fæðingu!
Hér sjáum við aftur á móti vegvillu vinstrimennskunnar:
Í stjórnartíð Baracks Obama voru réttindi transfólks stórlega aukin og fólki gert auðveldara að skilgreina eigið kyn. Transfólk hefur að mestu leyti fengið að skilgreina sig sem slíkt í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Í minnisblaðinu, sem er frá því í vor, kemur hins vegar fram að nauðsynlegt sé að stjórnvöld hafi skýra skilgreiningu á kynjum. (Mbl.is)
Og það er fagnaðarefni. En hvenær skyldu fulltrúar okkar á löggjafarþinginu þora að tala máli heilbrigðrar skynsemi á Alþingi, þegar þeir óttast háðsyrði hinna "pólitískt rétttrúuðu" sem aðhyllast helzt alla mögulega róttækni sem fyrirfinnst í kynhneigðamálum?
* Í friðarmálum Kóreuskaga, í viðskiptasamningum við önnur Ameríkuríki, í sparnaði með því að skera niður styrki til mestu fósturvígssamtaka heims (sem eiga útibú á Íslandi), með því að skipa lífsverndarsinnaða hæstaréttardómara og með því að stórbæta stöðu ríkissjóðs og draga út afvinnuleysinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2018 | 14:47
Bragð er að þá barnið finnur. Kolbrún Bergþórsdóttir ritar:
"Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins."
(Úr leiðara dagsins í Fréttablaðinu: Fallið, þar sem Kolbrún ræðir um fylgistap ríkisstjórnarinnar.)
![]() |
Stríðsyfirlýsing gegn fátækum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2018 | 15:19
Miklu meira en nóg!
Það er komið miklu meira en nóg af þessari auglýsingamennsku fyrir Samtökin 78 og þeirra uppátæki --- miklu fremur ástæða til að stoppa þau af, s.s. hina ófaglegu hinseginfræðslu svokallaða, sem komið var á utan námsskrár og án nokkurs samráðs við foreldrafélög, en ekki færri en fimm sveitarfélög eru að sólunda milljónum árlega í það fyrirbæri eitt sér. Þar fyrir utan hafa ríki og borg spanderað langt á 2. hundrað milljóna króna í S.78, "Gaypride" o.fl. þessu tengt, margfalt á við framlög ríkis og borgar til fátækramála: til mæðrastyrksnefnda, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálpræðishersins.
![]() |
Skólavörðustígur í öllum regnbogans litum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2018 | 03:31
Cars and Girls
Prefab Sprout
Hér er söngtextinn allur, þið getið opnað hann í öðrum glugga og haft til hliðar, þegar hlustað er á lagið, þetta einstaka lag:
https://genius.com/Prefab-sprout-cars-and-girls-lyrics
En lagið sjálft er líka hægt að sjá og heyra á fullum skjá með því að smella á neðra horn til hægri eða (betra) í skárri skjámynd með því að smella á YouTube.
" width="960" height="580" frameborder="0" allowfullscreen>
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2017 | 15:24
Nýleg tíðindi af fegurðarsamkeppni stjórnarmyndunarmála
Þau fá ólíkar trakteringar í myndavali í tveimur samliggjandi fréttum á blog.is, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjáið bara:
![]() |
Vill engu svara um freyðivín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2017 | 06:18
Enn eitt Gnarrkvæði
Gæran sú vildi ekki gera þér narr,
Jón Gnarr!
Vongóð í peysunni vænlegu hékk,
en varla það fékk.
Ugglaust því gekk hún þar bónleið frá búð,
en bragðmikinn snúð
heima við átti hún í mynd síns manns
og mælti til hans:
"Gaukaðu þessu nú, góði, að mér,
þá gleðst ég með þér,
þótt lítið það sé sem mér lætur í té,
það er lífs míns te,
og skárri þú ert en sá grályndi Gnarr
sem gerði mér narr!"
![]() |
Jón Gnarr áreittur í leigubíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)