Færsluflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands
15.7.2019 | 11:10
Skopmyndin í Mogganum er sönn, Björn!
Paþetísk eru þráhyggjuskrif Björns Bjarnasonar orðin um 3. orkupakkann, afneitunin á fullu. Tilgangur Op#3 er viðskipti með raforku milli landa og hlutverk ACER þar ótvírætt og ráðandi, framar bæði Orkustofnun, Landsvirkjun og ríkisstjórn okkar! Ákvæði Orkupakkans gera fyrirtækjum á ESB-EES-svæðinu kleift að fara í lögsókn og afar háar skaðabótakröfur, verði ekki látið undan kröfum þeirra um aðgang að íslenzkri raforku.
Vaknaðu, Björn!
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er nú komið í ljós, að aldrei stóð það til hjá honum að loka á mig eða aðra -- hann vildi einungis koma í veg fyrir raðinnlegg frá Þorsteini Briem (flest hef ég séð 25 ESB-þægðar-innlegg frá Steina Briem í samfellu á einni vefsíðu!).
En ég hafði, er ég reyndi að setja inn aths. hjá Halldóri, fengið þessi skilaboð frá bloggsíðu hans:
Þú hefur ekki réttindi til að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem höfundur hennar leyfir það einungis tilteknum notendum.
Og rangt upplýstur af þessum texta spurði ég hér:
"Hvað hef ég af mér gert til að verða úthýst, Halldór minn? Er verið að anda of hressilega fyrir þinn smekk á Sjálfstæðisflokkinn (fyrrverandi?) á síðu þinni? Eða hver lá í þér með kröfu um að þú lokaðir á mig? ..."
En nú er í ljós komið, að þetta var allt á misskilningi byggt og Halldór jafn-traustur málsvari ritfrelsis og hann hefur alltaf verið. Óska ég honum til hamingju með að hafa fengið góða úrlausn á þeim tæknivanda, sem upp kom á síðu hans.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 4.6.2019 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.5.2019 | 10:45
Steingrímur J. ber ábyrgð á því að einungis er rætt um orkupakkann!
Stóryrðafullur Steingrímur J.
stýrt hefur fundum og þykist þó ekki!
Oft má þar líta auða bekki;
að allri hans skreytni er þó lítil stoð:
Hver hefur í verki sinn djöful að draga:
Dagskrána sjálfur kýs ekki að laga!
svo Þistilfjarðar þrjózkan hér ræður.
Ég þakkir kann ykkur, Miðflokks bræður!
![]() |
Þingfundi slitið 5:51 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2019 | 01:44
Anzað vísu Indriða á Skjaldfönn
Aumara er það sem edrú rausa
orkupakka-stertimenni
með skrilljón og eina skrúfu lausa.
Að skíta út þessa vart ég nenni,
af því að þeirra orð þá dæmir,
athæfið ljótt -- það hvergi sæmir.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2019 | 21:33
Skýr hugsun vegna orkupakkans
"Yfirlýstur tilgangur orkumálastefnu ESB, eins og hún birtist í orkupökkunum, er samtenging orkukerfanna á svæði ESB/EES: "Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri."
Fólk er varfærið. Það hugsar sem svo: Ef þetta er innleitt í íslensk lög, skuldbindur Ísland sig til að vinna að einmitt þessu markmiði. Þetta gefur bæði innlendu og yfirþjóðlegu auðmagni og evrópsku skrifræði viðspyrnu og tök og tæki sem það hafði ekki áður til að koma slíku í kring.
Annar yfirlýstur tilgangur laganna er uppbrot orkufyrirtækja og markaðsvæðing þeirra -- og um leið opnun á einkavæðingu. Almenningur hefur handfast neikvætt dæmi tengt fyrri orkupökkum: HS orku. Fólk er varfærið -- og það er skynsamlegt.
Almenningur efast um að íslenskir fyrirvarar haldi. Hann þekkir ný dæmi úr matvælalöggjöfinni. Íslenskir fyrirvarar dæmdir ólöglegir. Að áliti ESB trompa ESB-lög lög einstakra ríkja."
Svo ritar Þórarinn Hjartarson.
![]() |
Það var bömmer |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2019 | 10:01
ORKUPAKKABRAGUR
Áður hafði ég birt þennan brag:
Auðblekktur Páll vill "einskis nýt" *)
ESB-lög nú keyra í gegn
um Alþing. Í spaugi? Ég spyrja hlýt:
Er spilling á ferð?----eitt allsherjar cheat?
Hvern einasta samþingmann æðrast ég lít, **)
þótt andstaða þjóðar sé víðtæk og megn.
En haldist þeim aldrei á ólögum þeim----
af Alþingi sendir með sneypuna heim!
*) "Orkupakki 3 mun engu breyta fyrir Íslendinga"!!!
**) Hér er átt við félaga Páls Magnússonar, auðsveipa þingmenn Valhallarvaldsins.
Áður höfðu svo Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson fengið vísnagusur frá mér.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2019 | 02:36
"... ESB-fáninn rís efst að hún ..."
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 24.4.2019 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2019 | 01:25
Mjög athyglisvert viðhorf Bjarna verkfræðings Jónssonar sem ég hafði ekki hugsað út í
Það gerir illt verra að áfrýja þessum dómi frá Strassborg. Mannréttindadómstóllinn valtaði yfir Hæstarétt Íslands á grundvelli tittlingaskíts. Sá fyrr nefndi hefur enga lögsögu hér. Þess vegna á ekki að áfrýja. Dómar hans eru aðeins til hliðsjónar hér.
Bjarni Jónsson, 16.3.2019 kl. 13:37, á Moggabloggi Gústafs Skúlasonar.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2018 | 04:55
Með bloggarabrag
Steinunn grefur upp pípu og pest.
Prúður Ómar vill þókknast öllum.
Pírata skammar Páll fyrir rest;
párað er margt hér bloggs á völlum.
Halldór gegn villtum hálfvitum berst.
Hannes var eitthvað í Bakú að þylja.
Lengi hér Fullveldisvaktin verst
vondslegum gegn, sem ræna´ okkur vilja.
Styrmir er þekktur hér, stór í lund,
stjórnmálamennina typtar með gleði,
formanninn Bjarna hirtir sem hund,
haldi´hann til Brussel með landið að veði.
Gústaf Adolf er góður og gegn,
gagnast hann þjóðinni, fjarri þó landi.
Sæmi´ er svo einn og Svenni ... Hver þegn
satt skal hér mæla og trúr hans andi!
Rúnar á garðinn ræðst nú helzt
ríkis þess sem glatt mun ei falla.
Margt hér á bloggið mannval velst,
Magnússon Jón, en Nonni? Varla!
Verk- er hér fróður vinurinn snjall,
víst jú hann Bjarni, og Gunnar æðir
Brussel á móti og boðar þess fall.
Bloggið hér margt um heiminn fræðir!
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 06:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2017 | 01:38
Icesave og Guðni Th. Jóhannesson
Grein JVJ endurbirt úr Fréttabl. 24.6. 2016.
"Gjör rétt, þol ei órétt" (Jón Sigurðsson forseti).
Guðni studdi Svavarssamninginn svo snemma sem 19. júní 2009, sagði þá í blaðinu Grapevine: Það getur verið að okkur líki Icesave-samningurinn illa, en hinn kosturinn er miklu verri, og kannski er þetta það bezta sem við eða einhver annar gæti fengið.
Hér eru orð Guðna Th. á frummálinu, svo að enginn velkist í vafa um þá vanhugsun sem fólgin var í meðmælum hans með þeim stórháskalega samningi sem m.a. gaf Bretum fullt dómsvald um öll ágreiningsefni um samninginn og um afleiðingar þess að við gætum ekki staðið við hann (þær afleiðingar gátu m.a. verið stórfelld upptaka ríkiseigna); en Guðni talar: We might not like the Icesave deal, but the alternative is much worse, and maybe this is the best we or anyone else could get.
Alveg er makalaust að á framboðsvori 2016 hefur okkar sami Guðni bent ásakandi fingri á Ólaf Ragnar Grímsson með þeim orðum að hann hafi skrifað undir Icesave-samninginn síðsumars 2009.
Hver er Guðni að gagnrýna forsetann? Sjálfur var hann gagnrýnislaus meðmælandi upphaflega Svavarssamningsins. Skilmálalaust mælti hann með honum, sagði aðra valkosti miklu verri!
En stjórnarandstaðan á Alþingi 2009 sætti sig ekki við þann smánarsamning og vann að því ötullega að skeyta við hann ýtarlegum fyrirvörum sem drógu svo úr gildi hans fyrir Breta og Hollendinga, að þeir urðu alls ófúsir til að meðtaka hann í slíkri mynd; ekki lagaðist málið fyrir þá, þegar forsetinn hnykkti á þessu við undirritun laganna 2. sept. 2009 með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis.
Niðurstaðan er einföld: Svavar Gestsson, Steingrímur J., Jóhanna og Össur flögguðu sínum óbreytta Svavarssamningi við Breta og Hollendinga. Guðni Th. (yfirlýstur femínisti) var þeim sammála á sjálfum hátíðisdegi kvenna 19. júní, með hans orðum: kannski er þetta það bezta sem við eða einhver annar gæti fengið, um leið og hann tók fram, til að hafa þetta alveg á hreinu, að aðrir kostir væru miklu verri.
Hefði þetta fólk fengið að ráða, hefðum við aldrei fengið að sjá sýknudóminn sem kveðinn var upp í EFTA-réttinum 28. janúar 2013.
Nær engin árvekni
Árvekni Guðna var nánast engin: Í sama Grapevine 19.6. 2009 dró hann upp kolsvarta mynd: augljóslega, ef Ísland myndi segja, að við ætluðum ekki að samþykkja þetta [Icesave-samninginn], þá myndi það gera okkur nánast eins einangruð og Norður-Kóreu eða Búrma (obviously, if Iceland were going to say, we´re not going to accept this, that would pretty much make us as isolated as countries as North Korea or Myanmar). Þvílík hrakspá! Þurfum við á slíkri spásagnargáfu að halda á Bessastöðum?
Hann greiddi Buchheit-samningnum atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011, lýsti því sjálfur yfir og reyndi eftir á að skýla sér á bak við að 40% kjósenda hefðu kosið eins og hann! Ekki líktist hann þá Jóni Sigurðssyni sem vildi eigi víkja frá rétti okkar. Leiðtogar eiga að vera leiðandi kjarkmenn sem standa með rétti þjóðar þegar að honum er sótt.
Samningsleg viðurkenning
Einnig Buchheit-samningurinn fól í sér samningslega viðurkenningu Jóhönnustjórnar á því, að íslenzka ríkið hefði verið í órétti í Icesave-málinu (þvert gegn öllum staðreyndum um lagalega réttarstöðu okkar skv. tilskipun ESB 94/19/EC og innfærslu hennar í ísl. lög nr. 98/1999). En sá samningur væri nú búinn að kosta okkur hartnær 80 milljarða í einbera vexti, óafturkræfa og það í erlendum gjaldeyri.
Einungis atbeini forsetans og höfnun þjóðarinnar á Icesave-lögunum í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum varð okkur til lausnar: því að Bretar og Hollendingar með ESB í liði með sér höfðuðu þá málið gegn Íslandi fyrir EFTA-réttinum og steinlágu á því bragði. Svo hrein var samvizka okkar af því máli, að við fengum fortakslausan sýknudóm og þurftum ekki að borga eitt penný né evrucent og engan málskostnað!
Það er þung byrði fyrir ungan mann að hafa tekið eindregna afstöðu gegn lagalegum rétti þjóðar sinnar og ekki þorað að biðjast afsökunar. Hitt er meira í ætt við fífldirfsku að voga sér samt að sækjast eftir sjálfu forsetaembættinu hjá sömu þjóð nokkrum árum síðar! Því á ég fremur aðra ósk þessum málvini mínum til handa: um frjósöm ár við sífellt betri fræðimennsku og akademísk störf.
Höfundur, formaður Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, sat í framkvæmdaráði Samstöðu þjóðar gegn Icesave, sem stóð að undirskriftasöfnun á Kjósum.is með áskorun á forsetann að hafna Buchheit-lögunum.
PS. Guðni Th. Jóhannesson fekk 39,1% (ekki 39,9%) í forsetakosningunum 25. júní 2016, sbr. neðstu aths. hér á eftir og https://is.wikipedia.org/wiki/Forsetakosningar_á_Íslandi_2016.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 18.11.2017 kl. 05:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)