17.1.2019 | 17:50
Dr. Hannes H. Gissurarson farinn að læra af frægasta skólaspekingnum
Já, nú er hann tekinn til við að læra að feta meðalveginn hjá Thómasi okkar frá Aquino! https://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/2228973/
Það skal þó tekið fram, að ekki merkir þetta, að Thómas hefði skrifað upp á allt hjá Hannesi eða hjá öðrum fræðimanni, sem hann dáist að, Lysander Spooner. Hannes fær t.d. ekki stuðning Thómasar við vændi og aðra ósiðlega hegðun, enda skaðar vændi ekki aðeins þau tvö, sem taka þátt í því, heldur aðra í framhaldi af því, með kynjúkdómasmiti og útbreiðslu slíkra sjúkdóma, með upplausn hjónabanda og fjölskyldna og með misnotkun kvenna, jafnvel mansali.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2019 | 05:51
Lífið er fallegt --- og þess virði að lifa því
Það segja þau örugglega bæði, athafnamaðurinn á myndinni í meðfylgjandi Mbl.is-frétt og hans lukkulega unga frú, bæði í hvítu (þó ekki dúðuð!) og mátulega tönnuð. Og þau trylla víst netið með þessari fallega teknu mynd.
Og hér er við hæfi að segja: Til hamingju!
(Sjá nánar fréttina:)
![]() |
Róbert Wessman og frú trylla netið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2019 | 03:47
Einn Poirot í senn
Merkilegt hve oft það skuli notað í kvikmyndum og þrillerum að gera samkynhneigða að miðpunkti fléttna og atburða. Þannig var í Agöthu Christie-mynd Sjónvarpsins í kvöld, glæsilegu stykki (Cards on the Table, með Poirot), og hver þekkir ekki njósnamyndir þar sem aðalpersónan er upphaflega hönkuð á kynhneigð sinni og síðar beitt fjárkúgun eða hótun um uppljóstrun ef hún samverkar ekki með þeim, sem þar með hefur öðlazt vald yfir henni.
Gaman var í þessari mynd hvernig Agatha gamla lék sér að áhorfandanum (bzw. lesanda sögunnar) með því að beina gruninum að einni persónu þar eftir aðra, unz jafnvel lögregluforinginn, Supt. Wheeler, var ekki undanskilinn og virtist þá sá eini eftir, sem kæmi til greina!
En ritari Roberts læknis hafði með sínum óbeina hætti bent Poirot á, að ekki væri allt með felldu með meinta kvensemi þess læknis; hann hafði aldrei svo mikið sem reynt við ritarann, og þegar Roberts reyndi undir lokin að sverja af sér raunverulega kynhneigð sína, gefandi "she´s just a secretary" sem ástæðu áhugaleysis síns, svaraði hinn glöggi Poirot: "Non! Elle est magnifique!" og þarna kom í ljós, hve auðvelt það hafði verið fyrir sófasetumanninn að sjást yfir hið augljósa og fara þannig á mis við að geta í framhaldi af því endurskoðað allt samhengið með Craddock-hjónin.
Að vísu kemur það í ljós við að hugsa aftur um áhorfið, að sum atriðin, sem sýnd eru á skjánum, gerðust ekki í raun og veru í söguþræðinum, heldur eru þar eins og viðkomandi aðilar báru þeim þar vitni (eins og Roberts læknir um frú Craddock og ástleitni þeirra og eins og sumar drápssenurnar sem eru þarna búnar til (flestnir látnir reyna sig við dráp herra Shaitana!), þannig að áhorfandinn var með þessu sjónræna og trú á það, sem þar var sýnt, á meðan leiddur afvega og gat þá síður ráðið gátuna.
Skemmtilegur þriller og nóg af morðunum, sem öll voru raunveruleg í sögunni!
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2018 | 14:24
EKKI: Við erum að sjá ... !
Forsætisráðherra Íslands, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ætti að ganga á undan öðrum með því fagra fordæmi að hætta að orða hugsun sína með þessum hætti, sem orðinn er allt of algengur: "Við erum að sjá að það verði ..." Hin sterka sögn sjá þarf ekki á neinni hækju hjálparsagnar að halda í slíku samhengi. (Þetta er nefnt hér vegna innkomu Katrínar í Bylgjufréttir í hádeginu.)
Íslenzkufræðingar hafa margoft varað við þessum klaufalega tjáningarhætti. Einn slíkur er albróðir Katrínar og því hæg heimatökin að fá rétta leiðsögn!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2018 | 12:03
Á Dagur B. Eggertsson að segja af sér vegna braggamálsins?
Þannig var spurt í skoðanakönnun sem 978 manns tóku þátt í á neti Útvarps Sögu. Niðurstaðan var birt nú í hádeginu á þriðja í jólum og kemur flestum meira á óvart en mér!
JÁ sögðu 87,4%, NEI 10,4%, en hlutlausir 1,6%.
Nokkuð afgerandi, ekki satt? Eins og síðasti innhringjandinn um hádegið í dag (Íslendingur í Noregi) orðaði það: 87,4 prósent sem taka siðlega afstöðu!
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2018 | 18:07
Reykhólahreppur á að gefa eftir fyrir hagsmunum Vestfirðinga
Teitsskógur, vaxinn kjarri, á ekki að vega þyngra en brýn nauðsyn Vestfirðinga á samgöngubót. Endurnýja þarf þjóðveginn með sem hagkvæmustum hætti og stytta ferðatíma. Eitt sveitarfélag á ekki að sitja yfir hlut annarra mun fólksfleiri. Gefi Reykhólahreppur ekki eftir, má þá alltaf reyna löggjöf um málið.
![]() |
Biðla til sveitarstjórnar Reykhólahrepps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2018 | 01:47
Veraldlega valdið hefur aldrei verið hlunnfarið af kirkjunni
Þótt mér þyki prestar Þjóðkirkjunnar allt of gírugir (það hefur ekki góð áhrif á viljann til náms og starfa fyrir kirkjuna, að þeir geti makað þar krókinn með allt upp í á aðra milljón á mánuði fyrir prestsstarfið, sem ætti að vera andleg köllun og trúarleg hugsjón), þá fara ýmsir fram úr sjálfum sér og tiltækum heimildum fyrri alda, mörgum vel vottfestum, með fullyrðingum sínum.
Rangt er að fullyrða út í bláinn um að jarðirnar hafi verið illa fengnar, þegar þær gengu til kaþólsku kirkjunnar.
Prestsseturjarðirnar voru raunar sjálfseignarstofnanir og urðu aldrei kóngseign. Hins vegar rændi siðbyltingarkóngurinn klaustrajörðunum og biskupsstólajörðunum (gífurlegum auðæfum, auk silfurs og gulls) og hirti af þeim tekjur í nokkrar aldir, en seldi allnokkrar þeirra um og upp úr 1800; eftirstöðvarnar af þeim öllum gengu beint til íslenzka ríkisins á öndverðri 20. öld (og um það tala kirkjuhatararnir aldrei).
En jarðeignir kirkjustaðanna voru áfram tekjulindir presta, þar til ríkið tók að sér 1907 að borga prestum laun beint úr ríkissjóði, en í staðinn fengi ríkið að nýta flestar þær jarðir og jafnvel selja úr þeim jarðasjóði, þótt það yrði samt að vera í samræmi við settar reglur (en því hlíttu ráðherrar ekki alltaf, hygluðu jafnvel vinum sínum og ættmennum með því að selja þeim jarðir á spottprís!).
Um 1997-8 verða þessar jarðir þinglýst ríkiseign, en upp á þá sátt, að áfram fengju prestarnir laun úr ríkissjóði.
Veraldlega valdið, hvort heldur konungarnir eða okkar fullvalda ríki, hefur aldrei verið hlunnfarið af kirkjunni, hvort heldur þeirri kaþólsku (sem sá líka um drjúgan hlut af allri samfélagshjálp á miðöldum) eða þeirri lúthersku. Hins vegar hefur ríkið og konungurinn öldum saman arðrænt kirkjuna.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2018 | 12:03
Á Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar að segja af sér þingmennsku? -- og að öðrum milljónfalt mikilvægari málum!
Þannig var spurt á vef Útvarps Sögu í einn sólarhring. Niðurstaðan á hádegi í dag var, að NEI sögðu 58,1%. JÁ sögðu 34,1%, Hlutlaus voru 7,8%.
Sjálfur skilaði ég hlutlausu atkvæði í málinu, tel raunar, að þegar mál er ekki kært til lögreglu, sé það tæpast nokkurn tímann tilefni til að svipta þingmann umboði sínu og þingmennskustarfi. Kjósendur geta hins vegar, ef þeir vilja, sýnt honum vanþókknun sína með því að framlengja ekki þingsetu hans við næstu kosningar.
En þetta er eitt þeirra mála, sem því miður hafa náð að skyggja á þá hrikalegu ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að senda ráðuneytisstjóra suður til Marokkó til að staðfesta hinn stórskaðlega fólksflutningasáttmála SÞ. Með sáttmálanum er í reynd verið að afnema hér virka landamæravörslu með því m.a. að nú megi allir koma til Evrópu án þess að upplýsa um heimaland sitt! -- og þetta á jafnt við um ISIS-liða, al-Qaída-liða og talibana, al-Shahab og Boko Haram!
Og bannað verður að viðlagðri refsingu að gagnrýna framferði farandfólksins, fjölmiðlar jafnvel beittir refsingum fyrir að gagnrýna innflytjendastefnuna og stjórnmálaflokkum uppálagt að vera í kosningakynningu sinni jákvæðir gagnvart innflutningi förufólks og hælisleitenda!
ÞETTA gat Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt!! En á Facebók taka, við könnun um viðbrögð manna við Marókkósamningnum, ALLIR afstöðu gegn honum, og um það bil annar hver kallar hann "landráð"!
PS. Takið eftir, að í frétt Rúv af hryðjuverkinu í Strassborg í gær er ekki minnzt á, að ódæðismaðurinn (sem drap þrjá og særði marga, sem sumir eru illa haldnir) er múslimi, enda ber hann arabískt nafn, Charif. En hann hafði radíkalíserazt í fangelsi, þar sem hann afplánaði dóm, og það kom þó fram í hádegisfrétt Rúv, að það tengdist trúarskoðunum hans, en hitt faldi Rúv (einhver hissa?!), að hann er múslimi!
En nú fyrir jólin er einmitt gert ráð fyrir auknum hryðjuverkum af hálfu öfgamúslima, m.a. bæði í Bretlandi og Svíþjóð, og er það byggt á njósnum leyniþjónusta, sem hafa orðið varar við undirbúning handsprengjuárása í Svíþjóð og eiturefnaárásar í Lundúnum.
PPS. Marokkó-samkomulag SÞ var stórmálið í fyrradag, en nú er nýtt stórmál komið alvarlega til sögunnar, þar er HÉR!
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2018 | 17:43
Þeir fela ljótu stórmálin sín, vinstri sem hægri þingmenn, en ráðherrar eru þar manna skæðastir
Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, er ekki að spá í tugmilljarða tjón fyrir þjóðina af völdum undirskriftar Marokkó-sáttmála SÞ frá í morgun! ÞÖGGUN ríkir um málið á Rúv-vefnum, það er Rúvurum líkt. En jafnvel Mbl.is hefur beitt þöggun um málið!
Ríkisstjórnin hefur ekki látið svo lítið að bera þetta undir Alþingi, jafnvel ekki að kynna þingmönnum sáttmálann, og enn hefur hún ekki haft döngun í sér til þess að láta þýða þennan 34 bls. þéttprentaða texta á íslenzku og kynna hann þjóðinni !!!
Sjá um þetta mál: Ekki fyrir okkar hönd! Embættismaður getur ekki skuldbundið þjóðina til að lúta ofríki starfshóps SÞ um innflytjendamál
Eini flokkurinn, sem hefur opinberlega hafnað þessum þungbæra þjóðflutningapakka SÞ, er Íslenska þjóðfylkingin.
![]() |
Líklega milljarðatjón fyrir þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innflytjendur, nýbúar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2018 | 23:18
Eru þingmenn að verða til vandræða í miðbænum? Er allt á hverfanda hveli hjá ráðamönnum?
Aftur gerist það, að skandall á sér stað í kringum Alþingi, í þetta sinn vegna fv. varaformanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs og kossaumleitana hans við konu í miðbænum, sem hafnaði honum, en hann brást heldur fúll við.
Á sama tíma og búið er að gera hjúkrunarkvenna-kappann fræga útlægan úr barnabókum til að forðast staðalímyndir að ósk hjúkrunarfræðinga, þá neyðumst við kannski til þess að setja einhvers konar kaskeyti á alþingismenn, svo að þeir þekkist úr á börum bæjarins og fólk geti haldið sig í hæfilegri fjarlægð. Eins er gott að hafa með sér eyrnatappa, ef menn halda á þessar slóðir, til að afstýra óþægilegri upplifun sem spillt geti gleði kvöldsins.
Logi formaður Einarsson var að taka undir ákúrur við sinn mann, enda hefur hann ekkert gert af sér sjálfur þarna í Kvosinni (þ.e.a.s. UTAN þinghússins), en hefur að vísu tekið þátt í því að valda sínum eigin heimabæ Akureyri milljónaskaða, þótt með öðrum hætti væri, sem sé með ólögmætri aðför að starfsmanni bæjarins, hinum kristna Snorra Óskarssyni. En kristnir menn eru víða orðnir fáséðir fuglar á þessari 21. öld (jafnvel í sumum kirkjum landsins og á biskupsstofu), þegar þeim mun meira er farið að bera á múslimum og trúleysingjum.
Þannig hefur aldarhátturinn breytzt, og svo er sagt að utanríkisráðherrann sé alversti skúrkurinn, ætli bæði að samþykkja Þriðja orkupakkann stórhættulega frá Brussel og líka að senda ráðuneytisstjóra suður til Marokkó til að undirrita pólitíska skuldbindingu um að taka hér við tugþúsundum Afríku- og Asíumanna, sem við eigum að annast og helzt að ná í þá sjálfir og fæða þá síðan og klæða hér í kuldanum. En um þetta síðastnefnda mál var bloggað að verðleikum á Kristbloggi í kvöld og á bloggsíðu Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem tekur einarða afstöðu í þessu máli: með framtíð og sjálfstæði Íslands, ólíkt því sem sagt er um ráðherrann landlausa.
![]() |
Virða ákvörðun Ágústar Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2018 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)