Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013

Eftir heimsókn til Arnórs Hannibalssonar á Hreggnasa viđ Hvalfjörđ

  

Arnór Hannibalsson  Eftirfarandi orti ég eftir góđan júlídag 2007. Ţá var ţessi mikli og gefandi frćđimađur svo heilsutćpur, ađ mér varđ um og ó, en sterk voru beinin, hann lifđi fram fram undir árslok 2012 og skildi eftir sig mikla arfleifđ, sem menn minntust á útfarardegi hans í gćr, m.a. í greinum í Morgunblađinu. Ţar á ég sjálfur minningarorđ um hann laugardaginn 26. janúar, en eftirfarandi svipmynd í ljóđi varđ hins vegar til eftir ferđalag og góđa viđkomu hjá dr. Arnóri og víkur ţar m.a. ađ einu af umrćđuefnum okkar:

 

Kvöldferđ í Kjósina    

 

         Einn er ég kominn ofan úr Kjós. 

         Angandi land í sumarskrúđi, 

         hafaldan bláa og himnaljós, 

         hćverska lóan og spóinn prúđi 

         áttu minn hug og Arnór minn, 

         andans frábćri vinurinn. 

    

         Allt er í heimi hverfult víst, 
         hann á ađ minnka, en Guđ ađ stćkka. 
         Allt böl af falli Adams hlýzt. 
         Ć, ég veit brátt mun vinum fćkka. 
         Samt hef ég lifađ langt og gott 
         lífsskeiđ og fundiđ ţinn náđar vott. 
    
         Taktu í ţínar hendur hann, 
         heitur sem vill ţér lúta, virđa. 
         Styrk hann, og sigra sérhvern ţann, 
         saklaus sem ófćdd börn vill myrđa. 
         Gefđu´honum raust á efstu árum, 
         iđrandi´ ađ snúi´hann ţjóđ í tárum. 

 


Um bloggiđ

Jón Valur Jensson

Höfundur

Jón Valur Jensson
Jón Valur Jensson

Hér endurbirtast mikilvægar greinar um grundvallarmál sem ég hef ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum, auk tilfallandi pistla öðru hverju. Og hér er ætlazt til að þeir sem leggja inn í kaupfélagið sýni lágmarks-kurteisi - og birti nafn sitt með. Aðal-blogg höfundar er HÉR (tenglar þar á fleiri). Netfang /e-mail : jvjensson@gmail.com

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • P1010222
 • article-2571437-1BF681DA00000578-610 634x500
 • 11054348 721973557924495 4908948604505646644 n
 • 1 28 aquinas
 • Jón Valur Jensson

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.10.): 8
 • Sl. sólarhring: 123
 • Sl. viku: 298
 • Frá upphafi: 95184

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 231
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband