Athugasemdir viđ grein Ţorvaldar Gylfasonar prófessors í Fréttablađinu í dag

 

1. Greinarinni­haldiđ stendur ekki und­ir ţví sem fullyrt er í fyrir­sögn­inni: "Eftir­drunur nasism­ans". Hvorki í Banda­ríkj­unum né Ţýzka­landi er neinn naz­ismi í gangi hjá kosn­um lýđ­full­trúum. Ţor­vald­ur mćl­ir rétti­lega: "Ţjóđ­verj­ar hafa gert svo rćki­lega upp viđ for­tíđ sína ađ sómi er ađ," en bćt­ir viđ, međ eng­um rök­um: "ţótt nú syrti aftur í álinn." Ţar hefur hann ugg­laust í huga 13% fylgi Altenativ für Deutsch­land, AfD (á sama tíma og sósíal­demó­kratar fá 20%!), en AfD er ekki (ný)nazista­flokkur og var ekki stofnađur sem slíkur. Hann tók ţví ekki ađeins fylgi frá kristilegum demókrötum, heldur líka frá skođanabrćđrum Ţorvaldar í SD!

Ekki síđur fer Ţorvaldur međ rangt mál, ţegar hann heldur ţví fram, ađ tilraun ríkisstjórnar Íslands áriđ 2004 til ađ setja fjölmiđlalögin hafi "eftir á ađ hyggja [veriđ] ađför ađ frjálsri fjölmiđlun í fasískum anda." –––Ţvílík stóryrđi! En Ţorvaldur er náttúrlega á launum hjá 365 miđlum.

2. Ţorvaldur talar um "árásir forseta­frambjóđ­anda Sjálfstćđis­flokksins á Guđna Th. Jóhann­esson fyrir forseta­kosningarnar í fyrra vegna meintrar afstöđu Guđna til kröfunnar um ađ Íslendingar tćkju ađ hluta ábyrgđ á Icesave-reikningum Lands­bankans," en undarlegt er ađ tala ţar um "meinta afstöđu Guđna", ţví ađ um afstöđu hans ţurfti ekki ađ efast. Fyrir kosn­ingarnar ritađi ég grein í ţetta sama Fréttablađ: "Icesave og Guđni Th. Jóhann­esson", sem birtist ţar á Jónsmessu 2016, og ţar er fariđ ýtarlega í saumana á afstöđu Guđna í málinu, sjá hér:

http://www.visir.is/icesave-og-gudni-th.-johannesson/article/2016160629424

3. Ţorvaldur endar á ţví ađ minna á "nýju stjórnarskrán[a] sem 67% kjósenda lýstu stuđningi viđ 2012." ––Vert er ađ minna hér á nýbirtan pistil eftir dr. Hannes H. Gissurarson: "Hverjir geta talađ í nafni ţjóđarinnar um stjórnarskrá?" (http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/2202758/ ), ţar sem hann segir m.a.:

"Í kosningum til stjórnlagaţings var ţátttakan ađeins 36,8%. M.ö.o. höfđu 63,2% ekki áhuga. Kosningarnar voru síđan dćmdar ólöglegar. Ţá skipađi stjórnin sama fólk í „stjórn­lagaráđ“. Kjörsóknin um tillögur ţess var 48,4%. M.ö.o. höfđu 51,6% ţjóđarinnar ekki áhuga. Af ţeim, sem kusu, vildu 67% miđa viđ uppkastiđ frá „stjórnlagaráđinu“. Ţetta merkir, ađ einn ţriđji kjósenda samţykkti ţetta uppkast. Tveir ţriđju hluta ţjóđarinnar samţykktu ţađ ekki, mćttu annađhvort ekki á kjörstađ eđa greiddu ekki atkvćđi međ ţví. Til samanburđar var kjörsóknin vegna lýđveldis­stjórnar­skrár­innar 1944 98,4%, og hana samţykktu 98,5% ţeirra, sem greiddu atkvćđi. Getum viđ, sem styđjum gömlu, góđu lýđveldis­stjórnarskrána, ekki frekar talađ í nafni ţjóđarinnar en ţessir fulltrúar eins ţriđja hluta ţjóđarinnar, sem leist vel á uppkast hins ólöglega „stjórn­laga­ráđs“? …"

Og ég minni á, ađ međ ÓLÖGLEGUM hćtti var ţetta "stjórnlagaráđ" (nefnd á vegum stjórnvalda, eins og ţáv. formađur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Valgerđur Bjarnadóttir, kallađi ţetta) skipađ af naumum meirihluta alţingismanna, án sérstaks umbođs frá kjósendum og ţvert gegn ţágildandi lögum um stjórnlagaţing!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Malflutningur Ţorvaldar fellur undir nokkuđ sem kallast Godwin's law. Ţar sem segir ađ um leiđ og umrćđur komast á ţađ stig ađ Hitler og Nasistasamlíkingar koma inn í umrćđuna ţá er hún búin og rökţrotin alger.

https://en.m.wikipedia.org/wiki/Godwin%27s_law

Ţetta fellur líka undir rökvilluna sem nefnist Ad Hitlerum. Sem er raunar viđurkenning á ţví ađ viđkomanda hefur ţrotiđ rök til ađ styđja málflutning sinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 19:17

2 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Ekki skemma daginn fyrir sjálfum ţér međ ţví ađ lesa ţrugliđ úr honum Ţorvaldi, Jón Valur. Hann er asni og ruglađur.

Ţorsteinn Siglaugsson, 28.9.2017 kl. 21:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Jón Valur Jensson

Höfundur

Jón Valur Jensson
Jón Valur Jensson

Hér endurbirtast mikilvægar greinar um grundvallarmál sem ég hef ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum, auk tilfallandi pistla öðru hverju. Og hér er ætlazt til að þeir sem leggja inn í kaupfélagið sýni lágmarks-kurteisi - og birti nafn sitt með. Aðal-blogg höfundar er HÉR (tenglar þar á fleiri). Netfang /e-mail : jvjensson@gmail.com

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • P1010222
 • article-2571437-1BF681DA00000578-610 634x500
 • 11054348 721973557924495 4908948604505646644 n
 • 1 28 aquinas
 • Jón Valur Jensson

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.10.): 8
 • Sl. sólarhring: 123
 • Sl. viku: 298
 • Frá upphafi: 95184

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 231
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband