Færsluflokkur: Kvikmyndir

Áhorfið í rýrara lagi

Lítið er orðið gaman að Sjónvarpinu þegar maður fær enga víkinga, jafnvel ekki danska, hvað þá enskar prinsessur, ekki einu sinni President Under­wood. Jú, séra Brown hans Chester­tons er jafnan góður, og Atten­bor­ough á norður­slóðum var fínn í gær með heiðarlegum refum, úlfum og ísbjörnum. Annars er fátt um fína drætti í þessu Sjónvarpi, jú, sumt í lagi í fréttum, en Kastljósið með endemum hlut­drægt og misnotað, bæði af Einari Þorsteins­syni og þeim flestum öðrum nema menningar­stelpunni.

Það þarf að fara að taka þetta Sjónvarp úr höndum hinna hlutdrægu (enda er ævi­ráðning engin skylda) og láta nýtt fólk sverja eið að óhlut­drægnis­reglum Ríkisútvarpsins.


Can´t Walk Away -- glæsilegt!

Var þetta þá íslenzkur smellur?! - já, virkilega: Can´t Walk Away er "Herbert Guðmundsson´s Original" (1985) og veruleg ástæða til að halda upp á lagið, jafnvel með endurgerð. En flottur er drengjakórinn með. Og það eru komin 83.150 áhorf á myndbandið!

https://www.youtube.com/watch?v=KQuddDfXzfs


Þvílíkt ógeð í Sjónvarpinu

Þvílíkt ógeð þegar ég kveiki á Sjónvarpinu kl. 23.13: Verið að sýna blóðugt manndráp kaldrifjaðs manns og fórnarlambið skorið upp og allt sýnt og kafar eftir líffæri í kviðarhol hins látna (þeldökks manns).

Hvað er að þessum ábyrgðarmönnum Sjónvarps að sýna svona viðbjóð yfirhöfuð og það jafnvel á þeim tíma þegar börn og unglingar geta verið meðal áhorfenda?

Ég er búinn að fá upp í kok af þessum tilgangslausu, mannfjandsamlegu ofbeldisþáttum í Sjónvarpinu. Skammizt ykkar!


Um bloggið

Jón Valur Jensson

Höfundur

Jón Valur Jensson
Jón Valur Jensson

Hér endurbirtast mikilvægar greinar um grundvallarmál sem ég hef ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum, auk tilfallandi pistla öðru hverju. Og hér er ætlazt til að þeir sem leggja inn í kaupfélagið sýni lágmarks-kurteisi - og birti nafn sitt með. Aðal-blogg höfundar er HÉR (tenglar þar á fleiri). Netfang /e-mail : jvjensson@gmail.com

Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • P1010222
 • article-2571437-1BF681DA00000578-610 634x500
 • 11054348 721973557924495 4908948604505646644 n
 • 1 28 aquinas
 • Jón Valur Jensson

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 9
 • Sl. sólarhring: 65
 • Sl. viku: 372
 • Frá upphafi: 95276

Annað

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 294
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband