Fćrsluflokkur: Sjávarfang, fisk- og hvalveiđar

FUNDARBOĐ

Fundarbođ um stjórnmálafund á Akranesi, sunnudaginn 23. október:

Mynd frá Helgi Helgason
 

 


Sagnfrćđi Stöđvar 2 ekki í lagi

Ekki ađeins er Ísafjörđur 150 ára nú (til hamingju, Ísfirđingar!), heldur er byggđarlagiđ eldra skv. fréttamanni, ţví ađ "Helgi magri Hrólfson settist ađ í Skutilsfirđi á 16. öld"!! Ţetta var úr frásögn Stöđvar 2 af hátíđahöldum á Ísafirđi í dag, ţar sem forseti Íslands flutti hátíđarrćđuna.

En ţarna er mikiđ nafnarugl og tímaskekkja. Helgi magri nam land í Eyjafirđi og var Eyvindarson, en Helgi Hrólfsson var landnámsmađur (vitaskuld á landnámsöld, ekki 16. öld) í Skutilsfirđi og trúlegt ađ landnámsjörđ hans hafi veriđ Eyri (síđar kirkjujörđ), sbr. Jón Ţ. Ţór: Saga Ísafjarđar og Eyrarhepps hins forna, I. bindi, bls. 31-2. Jón telur líklegt, ađ Skutilsfjörđur hafi veriđ numinn á árunum 915-920.


Jóhannesi Kr. vart treystandi til ađ sitja á Panamaskjala-upplýsingum; og af fisksölu bragđarefa!

Af hverju hristir Skúli Ţórđar­son skattstjóri ekki af sér slen­iđ og ger­ir ţađ sama og finnsk skatt­yfir­völd*: ađ krefjast, sem skylt er og rétt­mćtt, Pan­ama­skjal­anna frá ţeim, sem sitja á ţeim og mjatla út upp­lýs­ingar ađ eigin vild, eftir ţví á hverj­um ţeir vilja kannski klekkja hverju sinni (fyrst forsćtis­ráđherr­anum, svo jafnvel forset­anum, einnig óhjá­kvćmi­lega CCP-mann­inum, síđan framsóknar­mönnum sérstaklega o.s.frv.), í stađ ţess ađ láta skattyfirvöld um ađ vinna úr ţessu á grundvelli jafnrćđis og ţjóđarhags?

Frestur Jóhannesar Kr. ćtti ađ vera löngu útrunn­inn til ađ sitja á ţessum upplýs­ingum, og honum er ađ mínu mati ekki treystandi til ađ gera ţađ hlut­drćgnis­laust. Skattalög eru til ađ fara eftir ţeim. Aflands­eyja­menn eiga engan rétt til leyndar inni hjá ţjóđinni, hafa komizt upp međ allt of mikiđ áratugum saman.

Tillögu mína í óbeinu sambandi viđ allt ţetta mun ég leggja formlega fram í dag á góđum stađ, hún er í kjarnanum ţessi: Allar fisksölur á fiskmarkađ!

Tillagan hefur oft heyrzt áđur, en hér er nýmćliđ: Allar ERLENDAR fisksölur okkar á FISKMARKAĐ ytra, ţá komast útgerđir eđa ađrir íslenzkir útflytjendur ekki upp međ ađ selja eigin heildsölum (dótturfyrirtćkjum) erlendis fiskinn á undirverđi, selja hann öđrum ţađan á hćrra verđi og koma svo milliliđagróđanum í lóg á erlendum bankareikningum eđa í fjárfestingum, jafnvel í gullstöngum!

(PS. Ég er vitaskuld hvorki ađ níđa né alhćfa um allar útgerđir međ ţessum orđum, sbr. mjög góđa grein, Allir undir grun eđa allt upp á borđiđ, eftir Rósu Guđmundsdóttur, framleiđslustjóra G.Run í Grundarfirđi, í Fréttablađinu í dag, 30/4.)

* Sjá hér nýja Rúv-frétt: Finnsk skattayfirvöld hóta fréttastofu húsleit


mbl.is Aflandsfélög kitluđu hégómagirndina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Utanríkisráđherrann ögrar allri ríkisstjórninni og ţjóđinni sem slíkri

Hann ćtlar "ekki ađ skipta um skođun og hćtta ţátttöku í refsiađgerđum gegn Rússlandi". En hans er ekkert einrćđisvald í ţessu efni. Vilji hann ekki fara ađ vilja forystumanna ríkisstjórnarflokkanna, ber ađ fjarlćgja hann úr embćtti, enda farinn ađ stórskađa landiđ og sjómenn mest allra og svipta ţjóđina tugum milljarđa króna í gjaldeyristekjur. Ţegar hafa komiđ fram tillögur um ađ Frosti Sigurjónsson taki viđ embćttinu.

Gunnar Bragi virtist lofa góđu fyrir 3-6 árum, stóđ međ ţjóđinni í Icesave-málinu og flutti góđar rćđur gegn ESB-umsókn Össurargengisins, en eftir ađ hann tók viđ ráđherrastólnum hefur hann snúiđ viđ blađinu, herfilega brugđizt vonum fullveldissinna og hagar sér í Rússamálinu eins og hann sé Brusselstýrđur róbot!

Ég tek ýtarlega á Rússlands-málinu í ţessum glćnýju greinum:

"Einhver einn mađur á ekki ađ ráđa ţessu" dýrkeypta máli viđskipta­ţvingana viđ Rússa!

Sjómannafélag Íslands krefst ţess ađ Gunnar Bragi "hypji sig", verđi framhald á viđskipta­ţving­unum gegn Rússum

 


mbl.is Skiptir ekki um skođun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Perluraunum lýkur

"Ţolinmćđi ţrautir vinnur allar" átti ađ vera okkar huggun sem seinlega lćrđum ađ draga til stafs. Oft verđa ţetta ţó áhrínsorđ.

 

Perla senn úr sćnum rís,

syngjum Gísla lof og prís,

hafnarstjóra, hans var ţrautin

sífelld -- nćstum orđinn ćr,

en afslappađur nú hann fćr

ađ háma í sig hafragrautinn.

 

  Sbr. 1. vísu mína HÉR (o.s.frv.) og hér hjá háttvirtum Hallmundi.

Ţetta var 4. Perluvísa mín. 5. skammturinn er HÉR.


mbl.is Dćling hafin úr Perlu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Perla er algjör perla (ţegar hún kemur í ljós)

Enn segir hér af spennandi ćvintýrum Perlu í Reykjavíkurhöfn (sbr. fyrri skammt HÉR):

 

Perla lyftist af sjálfri sér

(og svífur jafnvel til himna senn),

hádegisútvarpiđ hermir mér,

hafnarstjórinn ţó bíđur enn

á tánum - hans verk er ađ tćma án streitu

tonn sjö til átta hundruđ úr fleytu.

 

Annars er varla vert ađ hafa ţetta mál í flimtingum. Allur rafbúnađur skipsins hlýtur ađ vera skaddađur, stjórntćki skemmd, vistarverur manna ókrćsilegar, sjór inni í öllum viđarţiljum, hreinsunarverk upp á tugmilljónir, og er ţetta makalaust sjóslys. - 3. vísa mín er HÉR og 4. vísa HÉR, en 5. skammtur HÉR.


mbl.is Ćtla ađ dćla úr Perlu í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Perla sökk á leiđinni úr Slippnum

 

Kleppsvinna eitt sinn kallađ var

kirnur ađ tćma og fylla á ný.

Slipparar dytta ađ döllum ţar,

drekkja ţeim síđan höfninni í.

 
Sjá 2. Perluvísu mína HÉR.

mbl.is Dćla 715 tonnum af sjó
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kveđum ţann skagfirzka í kútinn

Taka má undir orđ Elliđa Vignissonar bćjarstjóra um ómaklega hótun og yfirgang Gunnars Braga gagnvart forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstađ. Lesiđ orđ Elliđa (tengill neđar), en látum vísu fylgja, tilefniđ augljóst:

 

Rífandi hressir í ríkisstjórn?

Nei, rífandi niđur sjómannastétt,

ESB-ţjónarnir fćra ţá fórn

fólkiđ ađ svíkja´ og ţess náttúrurétt       

ađ afla sér silfurs úr sć og bjóđa

til sölu sitt góss međal allra ţjóđa.

           


mbl.is Hótanir Gunnars honum til skammar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á ekki ađ standa međ vestrćnum "vinaţjóđum"?!

Menn tala sumir galvaskir um nauđsyn "samstöđu vestrćnna ţjóđa" til stuđnings viđskiptabanni á Rússa! En Bretar beittu ofbeldi viđ okkur á miđunum frá ţví fyrir 1901, sendu hingađ flotadeildir úr sjóhernum 1896 og 1897, "í og međ til ađ sýna mátt sinn og megin á höfunum" (Guđni Th. Jóhannesson), ollu hér drukknan ţriggja vestfirzkra landhelgisgćzlumanna haustiđ 1899, og aftur sendu ţeir hingađ međ mun virkari hćtti flotadeild 1958-60, ţ.e. fimm herskipa, til ađ halda varđskipum okkar í skefjum og vernda togara sína á veiđum innan hinnar nýju 12 mílna landhelgi. 

Enn var landhelgin fćrđ út í 50 mílur 1972; Bretar sendu hingađ ţrjá öfluga, stóra (m.a. yfir 2000 t) og hrađskreiđa dráttarbáta inn fyrir 50 mílurnar til verndar veiđiskipum sínum, en frá maí 1973 tvćr freigátur og síđan fleiri. "Ađ jafnađi voru fjórar freigátur á miđunum auk dráttarbátanna" (Guđni Th. Jóhannesson, Ţrjú ţorskastríđ, Rv. 2006, s. 89). Ţetta voru öflug herskip, og auk ţess flugu Nimrod-ţotur á miđin frá Bretlandi til ađ njósna um ferđir varđskipa okkar.

Brezku herskipin fór út fyrir 50 mílurnar 3. okt. 1973, og seinna í mánuđinum tókst samkomulag viđ Breta um ađ ţeir virtu útfćrsluna, en fengju ađ halda 130.000 tonna veiđikvóta til 15.11. 1975.

Erjur stóđu áfram yfir viđ vesturţýzka togara 1973-75 (klippt á togvíra 15 ţeirra). Sumariđ 1975 var fiskveiđilögsagan fćrđ út í 200 mílur, en áđur en ţađ gerđist, höfđu alvarlegar ákeyrslur brezkra dráttarbáta á varđskipin átt sér stađ.

Ţriđja ţorskastríđiđ stóđ yfir 1975-76; enn sendu Bretar herskip inn í nýja lögsögu okkar og beittu ţeim harđar en nokkurn tímann fyrr. MÖRG skip, beggja ađila, skemmdust verulega í ţeim árekstrum sem ţá urđu milli íslenzkra varđskipa og brezkra herskipa og dráttarskipa. Á ţremur dögum í marz 1976 lentu t.d. Týr og Ţór í samtals sjö árekstrum viđ ţrjár freigátur (Guđni Th., 131).

Myndu margir ungir menn nú á dögum naumast trúa sínum eigin augum ađ lesa um ţau lífshćttulegu átök, sem áttu sér stađ í ţessu síđasta ţorskastríđi. Mikil mildi var, ađ varđskipiđ Týr sökk ekki í djúpiđ eftir ađ freigátan HMS Falmouth keyrđi á bakborđshliđ ţess á fullum hrađa og lagđi Tý nćstum á hliđina. Bćđi skipin skemmdust viđ ákeyrsluna, Týr ţó öllu meira. Annađ dćmi er hér af varđskipinu Ver, Guđni Th. segir frá:

Ver varđ fyrir stórtjóni eftir ađ stefni HMS Leander skall á brú hans stjórnborđsmegin síđdegis 22. maí 1976. Ţarna réđ hrein heppni ţví, líkt og í atlögunni ađ  fyrr í mánuđinum, ađ varđskipsmenn slösuđust ekki eđa létu lífiđ. Ver var í slipp uns yfir lauk í ţorskastríđinu. Freigátan skemmdist líka illa og leki kom ađ henni. Bráđabirgđaviđgerđ fór fram á hafi úti en ekki var taliđ óhćtt ađ sigla á meira en tíu hnúta hrađa ţá fjóra daga sem Leander var áfram á Íslandsmiđum.

Sögulausir menn geta svo haldiđ áfram ađ gaupa á vefsíđum af "samstöđu vestrćnna ţjóđa" og mikilvćgi ţess ađ standa međ "vinaţjóđum". Og hér hefur ekkert veriđ minnzt á Icesave-máliđ og hryđjuverkalög Breta!


mbl.is Forsetinn rćđir viđ Rússa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stefnumörkun viđskiptastríđsins var líklega strax frá upphafi stjórnarskrárbrot

Hafđi stefnumörkun Gunnars Braga og stjórnvalda veriđ borin undir utanríkismálanefnd ţegar hann kynnti "hörđ mótmćli íslenskra stjórnvalda, lýsti ţjóđaratkvćđagreiđslu á Krím marklausa og sagđi ađ sem EES-ríki mundi Ísland taka ţátt í viđskiptaţvingunum međ öđrum EES-ríkjum, ţađ er Noregi og Liechtenstein auk ESB-ríkjanna"? Hafđi ţessi ákvörđun hans veriđ borin undir ţingflokka ríkistjórnarinnar eđa sjálft Alţingi?

Hafđi nokkurt áhćttu- eđa kostnađarmat veriđ gert um áhrif ţessa viđskiptabanns? Svo virđist EKKI hafa veriđ, heldur er fyrst núna veriđ ađ óska eftir "samráđi" viđ fulltrúa sjávarútvegsgeirans!

Finnst almennum félögum í Framsóknar- og Sjálfstćđisflokki, ađ ţetta sé heilbrigđ og eđlileg mótun stjórnarákvarđana? Búast ţeir ekki viđ meira af sínum mönnum en ţessu?

Ţegar í ljós er komiđ, ađ ţessi stefna er "alger katastrófa fyrir sjávarútveginn" og mun fela í sér um 35 (ekki 30) milljarđa króna tap frá útflutningstekjum af makrílnum einum til Rússlands í fyrra, en svo mikiđ ađ auki vegna sölu á frystri lođnu til Rússa (ţeir kaupa 80% af okkar framleiđslu), sem og, ađ ţetta sama tap yrđi svo endurtekiđ árlega nćstu 5 eđa 10 árin, kannski lengur (ásamt rúíneringu mikils hluta makrílveiđa viđ Ísland og Grćnland og ofmiklu álagi á átu í sjó viđ landiđ, međ tjóni fyrir veiđar úr öđrum fiskstofnum og fyrir fuglalíf viđ landiđ), er ţá ekki ljóst, ađ ţessi upphaflega stefnumörkun Gunnars Braga og stjórnvalda hefđi, ađ öllu athuguđu, átt ađ teljast međal mikilvćgra stjórnarráđstafana / mikilvćgra stjórnarmálefna skv. orđalagi 16.-17. gr. stjórnarskrárinnar?  

Sé ţađ rétt hjá mér,  bar ţá ekki ríkisstjórninni ađ bera ţessa mikilvćgu stjórnarráđstöfun upp fyrir forseta landsins í ríkisráđi, skv. 16. grein stjórnarskrárinnar? Og er ţađ ekki svo, ađ ráđherrafund bar ađ halda um ţetta mikilvćga stjórnarmálefni (skv. 17. stjórnarskrár-greininni? Og stendur svo ekki í 19. grein sömu gildandi stjórnarskrár: "Undirskrift forseta Íslands undir löggjafarmál eđa stjórnarerindi veitir ţeim gildi, er ráđherra ritar undir ţau međ honum"?

Var ţetta gert? Ef ekki, var ţá ákvörđun ráđherrans og fylginauta hans lögmćt skv. stjórnarskrá? Ef ekki, er ţá ekki ţeim mun auđveldara ađ hćtta viđ ţessa ólögmćtu stefnumörkun okkar skammsýnu landstjórnenda?


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Jón Valur Jensson

Höfundur

Jón Valur Jensson
Jón Valur Jensson

Hér endurbirtast mikilvægar greinar um grundvallarmál sem ég hef ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum, auk tilfallandi pistla öðru hverju. Og hér er ætlazt til að þeir sem leggja inn í kaupfélagið sýni lágmarks-kurteisi - og birti nafn sitt með. Aðal-blogg höfundar er HÉR (tenglar þar á fleiri). Netfang /e-mail : jvjensson@gmail.com

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • P1010222
 • article-2571437-1BF681DA00000578-610 634x500
 • 11054348 721973557924495 4908948604505646644 n
 • 1 28 aquinas
 • Jón Valur Jensson

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 9
 • Sl. sólarhring: 65
 • Sl. viku: 372
 • Frá upphafi: 95276

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 294
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband