Fćrsluflokkur: Kommúnismi

LENGSTA HERNÁMIĐ: TÍBET EĐA PALESTÍNA? - endurbirt Morgunblađsgrein

Sveinn Rúnar Hauksson skrifađi hér grein 1. des­ember [2004] um sjálf­stćđis­mál Pal­estínu­araba. Ţar hnaut ég um eftir­far­andi orđ: "Her­nám Pal­est­ínu er orđiđ lang­vinnara en nokk­urt annađ í síđ­ari tíma sögu mann­kyns." Viđ ţessa setn­ingu verđ ég ađ gera ţá athuga­semd, ađ ţetta stenzt engan veginn. Hernám Vestur­bakkans hefur varađ frá 1967 (Sex daga stríđinu), en Tíbets allt frá 1949-51 ţegar kínverska komm­únista­stjórnin lagđi landiđ undir sig. Undarlegt ađ geta gleymt ţessu! Ástćđan er ekki sú ađ ţeir landvinningar hafi gengiđ ljúflega fyrir sig, öđru nćr. Allar ţjóđir, sem nú draga andann, ađ Darfúr­mönnum undan­teknum, myndu prísa sig sćlar yfir hlutskipti sínu í saman­burđi viđ ţćr ţjáningar sem hin friđsama ţjóđ Tíbeta varđ ađ ţola af hendi innrásar­hersins og síđar ofstćkisfullra Rauđra varđliđa og annarra ofsćkjenda áratugum saman.

Sveinn Rúnar hefur áđur, í viđtali í Útvarpi Sögu í maí 2003, talađ á sömu nótum, jafnvel í enn ýktari mynd. Ţar sagđi hann ađ hernám Ísraels á Vesturbakkanum vćri "lengsta hernám sögunnar" og "grimmasta hernám sögunnar," og er hvort tveggja fjarri lagi. Harđsvírađ hernám Sovétmanna á Eystrasalts­löndunum hafđi t.d. varađ rúma hálfa öld ţegar ţví loksins linnti um 1991, og til eru mun stćrri dćmi, bćđi frá nýlendutímanum og allt frá fornöld. (Naumast ţarf ađ taka fram ađ međ ţessari grein er ekki sagt eitt aukatekiđ orđ gegn ţví ađ Palestínumenn eigi ađ njóta réttlćtis.) Hvađ grimmdina snertir megum viđ minnast ţess ađ mannfall í hernámi Sovétmanna á Afganistan 1979-89 nam 1,5-1,6 milljónum manna, enn fleiri sćrđust, og 5-6 milljónir hröktust í útlegđ, sem olli stćrsta flótta­manna­vandamáli í sögu SŢ. Samt var ţetta lítiđ hlutfallslega miđađ viđ ađfarir Kínverja í Tíbet, eins og lesa má um í Le livre noir du Communisme (svartbók kommúnismans) o.fl. heimildum.

Alger undirokun ţjóđar

Hálfur 8.000 manna her Tíbets var stráfelldur strax í byrjun. Milli 10 og 20% ţjóđarinnar (a.m.k. um 432.000 manns) og jafnvel allt ađ 700.000 hafa falliđ í árásum 'Ţjóđfrelsishersins' kínverska og annarra ofbeldismanna ţađan, ţ.m.t. um 70.000 manns vegna hungursneyđar af mannavöldum 1959-63 og um 173.000 (skv. leyniţjónustu Dalai Lama) í fangabúđunum 166, sem ţekktar eru, en ţađan sluppu sárafáir lifandi. Heil munkasamfélög voru send í kolanámurnar. Vart er til sú fjölskylda í landinu sem sér ekki á bak ástvini sínum. Austur- og N-Tíbet (hálft landiđ) var innlimađ í héröđ í Kína og fólk ţar beitt enn meiri hörku en á 'sjálfstjórnarsvćđinu Tíbet' í vesturhlutanum. Fjöldi Kínverja var fluttur inn, ţar af um 300.000 til V-Tíbets, 2/3 ţeirra hermenn, og gerđi ţađ, ásamt međ ţjóđnýtingu og niđurbroti landbúnađarhátta, lífsafkomu Tíbeta enn erfiđari en ella. 'Stóra stökkiđ fram á viđ' og 'Menningarbyltingin' léku ţjóđina grimmilega, m.a. var óheyrilegu magni menningarverđmćta eytt, yfir 6.000 helgistöđum lokađ eđa ţeim breytt í annađ, styttur brćddar upp í hundrađa tonna tali, myndum og handritum rćnt eđa ţeim tortímt, og var sú eyđing margfalt hrćđilegri en sú sem talíbanar stóđu fyrir í öđru Miđ-Asíulandi, Afganistan. Um 100.000 manns tókst ađ flýja land, ţ.m.t. um hálfri forystusveit ţjóđarinnar og leiđtoga hennar, Dalai Lama. Mandarín-kínverska var til 1979 eina tungumáliđ sem leyft var viđ kennslu í skólum landsins. Tíbezkar konur á barneignaaldri ţora naumast ađ fara á sjúkrahús af ótta viđ fóstureyđingu eđa geldingu. Ţegar Hu Jaobang, ađalritari kínverska kommúnistaflokksins, sótti höfuđborgina Lhasa heim 1980, ofbauđ honum svo örbirgđin og gjáin milli Tíbeta og Han-Kínverja ţar, ađ hann kallađi ţađ "hreina og slétta nýlendustefnu".

Heildarfjöldi fallinna Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza kemst sem betur fer ekki nema örlítiđ í áttina til ţeirra skelfilegu talna sem hér mátti lesa.

Hjarta okkar nćrri?

Hvađ veldur ţögn okkar um hlutskipti Tíbeta? Ekki gott atlćti ţeirra, svo mikiđ er víst. Ţađ vćri stór ávinningur fyrir málstađ Tíbets ef ţađ fengi ţótt ekki vćri nema brotabrot af ţeirri athygli sem Palestína fćr í fréttaflutningi fjölmiđla. Ástćđa vanrćkslunnar getur hvorki veriđ sú ađ Kínverjar eigi neitt inni hjá okkur né ađ Tíbetar hafi gert öđrum ţjóđum neitt til miska. Ef íslenzkir friđarsinnar vilja virkilega finna dćmi um ţjóđ sem á sér langa friđarhefđ og lagt hefur stund á ofbeldislaust líferni - eđa sýna samstöđu međ fólki sem nánast varnarlaust var knosađ og svívirt undir hernađarhćl stórveldis, ţá eru ţađ Tíbetar sem ćttu ađ standa okkur einna nćst hjarta. 

Grein ţessi birtist áđur í Morgunblađinu 13. des. 2004 og á ađalbloggsíđu minni 2007.

 • PS. 27.3. 2008:  Í marzmánuđi 2008 voru mikil mótmćli í Tíbet gegn yfirráđum og harđstjórn Kínverja; a.m.k. 140 Tíbetar hafa veriđ vegnir í gagnađgerđum Kínverja til ţessa dags. Um ţau mál o.fl. sem Tíbet varđar hef ég nú [ritađ 2008] safnađ saman ýmsum vefgreinum mínum í efnisflokkinn Tíbet, Kína, Taívan og vísa hér međ til hans, enda mun ég flokka skrif mín um Tíbet framvegis í ţá efnismöppu. – JVJ.

Af íslenzkum kommúnistum

 

Fjöldamorđingja fylgismenn

fundizt hafa íss á landi.

Sízt vildu verja frá grimmu grandi

Gúlagfólk. Ţess má minnast enn,

ađ ţeirra fekk Stalín ţjónustu´ ađ njóta,

er ţrćttu ţeir fyrir hans glćpina ljóta!

5.8.2017


Stofnfélagar Sósíalistaflokks virđast fćrri en GSE reiknađi međ

Stofnfélagar Sósíalistaflokksins á fundi hans í dag, sem stilltu sér ţar upp til myndatöku, virđast um 125 manns, kannski áttfalt fćrri en Gunnar Smári kann ađ hafa gert ráđ fyrir. Hann hefur reyndar "fengiđ vonda pressu" ađ undanförnu vegna vangoldinna launa hans til blađamanna Fréttatímans; já, ţađ var ekki nóg ađ eiga sína eigin pressu! En eigum viđ kannski ađ hleypa honum í ríkissjóđ allt eins og Benedikt Brusselvini? Nei, hugsum út fyrir ţessa skelfilegu ramma!

Íslendingar eru nú almennt ekki á ţví ađ reyna eina tilraunina enn međ ríkisrekinn sósíalisma. Svo eru ađrir sem geta tekiđ á ójafnađarmálum okkar betur en ţessir gamaldags  kreddukarlar.


mbl.is Almenningur nái sínum eignum til baka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Líking bolsévisma og islams

Bolsjevismen er "ikke blot en politisk doktrin, den er ogsĺ en religion med ud­form­ede dogmer og hellige skrifter." –Bertrand Russell, som sammen­lign­ede bolsje­vismen med islam – en religiřst funderet, ekspan­siv be­vćgelse, som ville erobre verden, skabe et nyt enheds­samfund og et nyt menneske. Bolsje­vikkernes fřrste tros­artikel hed, at politisk vilje kombi­neret med anvendelse af vold ville kunne virkelig­gřre dette mĺl.

Bent Jensen: Stalin. En biografi, Gyldendal, 2005, 2007, bls. 36.

Hér er reyndar ađeins styttur texinn í byrjun. Hann hófst ţannig:

Bolsjevismen var, som den britiske filosof og socialist Bertrand Russell udtrykte det i 1920 eftir at have talt med bl.a. Lenin, "ikke blot en politisk doktrin, den er ogsĺ en religion med udformede dogmer og hellige skrifter." Russell sammenlignede bolsjevismen med islam ... (o.s.frv.).

Hér sjáum viđ ekki ađeins Russell benda af skarpskyggni sinni á nánast trúar­legar áherzlur bolsévikka, í bođun ţeirra, einstrengings­legum dogmatisma og "trúbođs"-vilja, heldur sá hann líka, hvernig islam­isminn felur í raun í sér "hiđ pólitíska islam", heimsvaldasinnađ og hneigt til valdbeitingar í ţví skyni ađ koma markmiđum sínum í framkvćmd.

PS. Bók Bents Jensen um Stalín (350 bls. kilja) er mjög áhugaverđ.


Af ódćđisverkum Leníns

   Ort ađ gefnum tilefnum

 

Lenín sveik sín loforđ öll

og laug jú mikiđ.

Vetrar- rćndi´hann hárri höll

og hljóp í spikiđ.

 

Verri ţó var vonzka hans 

í vígamálum:

"Ađalsmönnum okkar lands

viđ öllum kálum.

 

Kristnir fá á baukinn brátt,

sem bćnir ţylja.

Skjóta ţessa, mađur, mátt

ađ mínum vilja!"   *)

 

*) Bolsar sölluđu niđur međ vélbyssuskothríđ bćnagöngu kristinna sem báru fyrir sér íkon međ bćnasöng til Maríu Guđsmóđur, eins og dr. Arnór Hannibalsson sagđi frá í Moskvulínunni.


mbl.is Ástćđulaust ađ óttast Rússa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđarmorđingjar dćmdir

Bróđir númer tvö, Nuon Chea, viđ réttarhöldin. „Ţetta fólk var flokkađ sem glćpa­menn. Ţađ var drepiđ og eyđilagt. Ef viđ hefđum leyft ţeim ađ lifa hefđi orđiđ vald­arán. Ţetta voru óvin­ir fólks­ins,“ enda vćru ţeir svikarar sem ekki hafi veriđ hćgt ađ „end­ur­mennta“ eđa „leiđrétta“," sagđi einn helzti hugmyndasmiđur Rauđu Khmeranna (Kommúnistaflokks Kampútseu), Nuon Chea, í viđtali sem tekiđ var upp á spólu.

Ţessi vargur, fv. menntamálaráđherra, hefur nú loksins veriđ dćmdur í lífstíđarfangelsi fyr­ir glćpi gegn mann­kyn­inu á ár­un­um 1975–79 ţegar um tvćr milljónir manna létu lífiđ sakir ógnarstjórnar Rauđu Kmeranna, vegna hung­urs eđa vinnuţrćlk­un­ar eđa hreinlega drepnir međ köldu blóđi.

Minni gćti refsingin ekki veriđ, en hann, ţessi hćgri hönd Pol Pots, er orđinn 88 ára, en fćr trúlega ađ dúsa í helvíti ađ auki, ţví ađ óiđrandi er hann, eins og heyra mátti á ţeim orđum hans, sem tilfćrđ voru hér í byrjun.

Gleymum ţví ekki, ađ ţađ var kommúnisminn sem fleytti ţessum ómennum til ćđstu metorđa, međan vinstri menn á Vesturlöndum gengu glórulaust fram í ađdáun á ţeirri hatursfullu hugmyndafrćđi. 

Gleymum ekki kambódískum fórnarlömbum ţeirra, sem eru hátt í hundrađ sinnum fleiri en allir fallnir í átökum Ísraela og Palestínumanna síđustu 66 árin, frá stofnun Ísraels.


mbl.is „Ef viđ hefđum leyft ţeim ađ lifa...“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mjög frćđandi ţáttur um Úkraínu (betri en Rúviđ!)

Nú rétt á í ţessu, kl. rúmlega 23.05 til miđnćttis ţetta laugardagskvöld, er endurtekiđ á Útvarpi Sögu afar gott og fróđlegt VIĐTAL VIĐ HAUK HAUKSSON í Moskvu (eiganda Bjarmalandsferđa) um ástandiđ í ÚKRAÍNU. Hvet alla, sem geta, til ađ hlusta. Er sammála Hauki um flest ţarna (nema ţar sem hann víkur ađeins ađ Georgíu).

 

Og Fb-vefsíđa hans er hér: Haukur Hauksson


Skuggaleg er ţessi frétt

um aftöku allrar fjölskyldu ţess frćnda N-Kóreuleiđtogans, sem tekinn var af lífi nýlega međ konu sinni. Hér er skv. s-kóreskri fréttastofu átt viđ öll börn og barnabörn ţess, sem féll í ónáđ, einnig systur hans, mág og börn ţeirra og frćnda ţeirra (báđir ţeir karlmenn fv. sendiherrar) og syni hans.

Hverju skal trúa? Er ţetta afleiđing alrćđisstefnunnar?


mbl.is Öll fjölskylda „frćndans“ tekin af lífi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ismarnir forgengilegu

"Allir ţessir ismar eiga eftir ađ líđa undir lok, hvort sem er kommúnismi, fasismi, nazismi ... eđa femínismi," sagđi vinur minn, og um ţetta vorum viđ sammála. Öfga-femínismi er jafnvel svo mannskćđur hér á Íslandi, ađ fyrir tilverknađ hans hafa meira en 30.000 ófćdd börn veriđ deydd hér og ţađ á ţeim stöđum, sem sízt skyldi, á fćđingar- og kvennadeildum sjúkrahúsa, sbr. ţessi orđ mín í dag.

Stađiđ međ Tíbetum gegn kínverskri landránsstefnu

Ný frétt gćti hljómađ ţannig: Árni Ţór Sigurđsson, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney og Össur Skarphéđinsson senda Rauđa-Kína tóninn vegna grimmilegrar nýlendustefnu í Tíbet. Hafa ţau lagt fram tillögu á Alţingi um merkingar á uppruna vara sem framleiddar eru í hinu hernumda ríki Tíbet. Um leiđ leggja ţau til ađ Tíbetmönnum verđi gert kleift ađ fá fríverzlunarsamning viđ EFTA-ríkin. 

Ćtti ekki ađ viđurkenna Rauđa-Kína sem upprunaland

„Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuđu ţjóđirnar – viđurkennt Tíbet sem hluta Rauđa-Kína. Ţađ ćtti ţví ekki ađ viđurkenna Kína sem upprunaland ţeirra vara sem framleiddar eru í Tíbet,“ segir í greinargerđ međ tillögunni. 

Flutningsmenn tillögunnar eru ţau Árni Ţór Sigurđsson, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir í Vinstri grćnum, Össur Skarphéđinsson og Helgi Hjörvar í Samfylkingunni og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati.

"Kommúnistastjórnin í Beijing verđur ađ hrista af sér slyđruorđiđ, játa glćpi sína og forvera sinna allt frá Maó sjálfum gegn tíbezku ţjóđinni, međ innrás, landráni, blóđbađi, ţjóđernishreinsun og hryllilegri áţján ţeirrar ţjóđar í ţví, sem viđ ţekkjum öll sem lengsta hernám 20. og 21. aldar," sagđi Árni Ţór Sigurđsson, fyrrv. formađur utanríkismálanefndar, af ţessu tilefni og dćsti ţungan.

Allt í plati

Ţađ má kannski geta ţess hér í lokin, ađ vitaskuld skortir ţetta fólk hugrekki til ađ bera fram slíkar tillögur. Ţeir, sem taka upp málstađ hinnar kúguđu Tíbetţjóđar, eru allt of fáir í heiminum, en ţrátt fyrir augljósa friđarstefnu Tíbeta um miđja 20. öld, međ sáralítinn, illa búinn her, ţá er einna sízt kommúnista og yfirlýsta friđarsinna ađ finna í samstöđuhópnum međ Tíbetum, ekki frekar en íslenzkir kommúnistar hafi gagnrýnt innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1979-89 sem kostađi um 1,5-1,6 millj. fallinna og 5-6 milljónir flóttamanna. Pistillinn hér á undan er allur augljóslega ritađur sem háđssatýra.


mbl.is Vörur frá hernumdum svćđum verđi merktar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Jón Valur Jensson

Höfundur

Jón Valur Jensson
Jón Valur Jensson

Hér endurbirtast mikilvægar greinar um grundvallarmál sem ég hef ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum, auk tilfallandi pistla öðru hverju. Og hér er ætlazt til að þeir sem leggja inn í kaupfélagið sýni lágmarks-kurteisi - og birti nafn sitt með. Aðal-blogg höfundar er HÉR (tenglar þar á fleiri). Netfang /e-mail : jvjensson@gmail.com

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • P1010222
 • article-2571437-1BF681DA00000578-610 634x500
 • 11054348 721973557924495 4908948604505646644 n
 • 1 28 aquinas
 • Jón Valur Jensson

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 9
 • Sl. sólarhring: 65
 • Sl. viku: 372
 • Frá upphafi: 95276

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 294
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband