Fćrsluflokkur: Ljóđ

Tilfallandi athugasemdir um frambjóđendur, I

Lilja Alfređsdóttir, varaformađur Framsóknarflokksins.

Fleiri´ eru sćtar en Katrín klóka

     Karíóka.

Lilja Dögg vill leika ţađ sama,

     lystileg dama.

En Inga Sćland sífellt smćlandi

     sýnir oss tennur

andrík og tíđum (er upp úr sýđur)

     hvar eldurinn brennur!


mbl.is Lilja og Lárus leiđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţúsund sinnum sat hann hjá (einn ađal-píratinn)

    

Ţúsund sinnum sat hann hjá,

sá er ţótti skástur ţó

Píratanna´ í pjakkagengi --

pínleg ţeirra verkin lengi.

 

Undir nafni aldrei stóđ

öll sú hjörđ, ţađ viti ţjóđ:

atkvćđi goldin angurgöpum

ekki launa sig hjá ţeim öpum.

 

Meginheimild: http://andriki.is/2017/10/01/thusund-sinnum-sat-hann-hja/


In memoriam

Ţingiđ allt nú fer í frí,

fagna ţreyttir lýđir.

Ei međ ţetta aftur sný,

ţví undurfátt ţađ prýđir.

 

Ađfaranótt 18. september.


mbl.is Aftur tími óstöđugleikans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn eru rímur ortar hér

Merkilegt er, ađ enn eru rímur ortar á Íslandi, en ţetta er eitt elzta skáld­skap­ar­form­iđ, líkl. hátt í 700 ára. Pétur Stef­áns­son yrkir fjör­lega Rímu af Fjölva fylli­byttu á Bođn­ar­miđi, međ sam­úđ fyrir efninu, en líka auga fyrir ţví spaugi­lega. Í man­söngv­unum (upphafs­ţćtti hverrar rímu) kemur hann svo jafnvel inn á sín leyndustu einkamál og fer vel međ ţađ sem annađ; munu margir líka kannast viđ sjálfa sig í ţeim morg­un­ađstćđum sem hann lýsir ţarna, međ sitt úfna hár, greiđandi sér "unz ţokkafullur út ég lít." laughing

Já, listilega fer Pétur međ efniđ, í gömlum stíl og líka ferskum međ hnyttilegu orđalagi. Hafa ekki ýkja margir ort heilu rímurnar frá dögum Steins Steinarr, Kristjáns Eldjárns og Sveinbjarnar Beinteinssonar, blessađrar minningar. Taka mćtti saman lista um slíka, til viđbótar viđ eldri rímnasöfn Finns Sigmunds­sonar og Sveinbjarnar Beinteinssonar.

Margir hafa frá tímum ţjóđskáldsins Jónasar Hallgríms­sonar litiđ niđur á rímna­gerđ, og vissulega var kominn ţreyttur tónn í rímurnar margar um hans daga (en einna sízt hjá Sigurđi Breiđfjörđ, sem varđ ţó fyrir hvassri gagnrýni hans). En ţetta er samt all-frjór vettvangur skáld­skapar­lega og uppruni rímna merki­legur, eins og próf. Vésteinn Ólason hefur bent á, ţ.e. um frönsk áhrif á ţessa kvćđagerđ. Rímurnar, međ ţáttum sínum, séu ţeir ekki of langir, bjóđa upp á ýmsa fjölbreytni inn- og endaríms og mislangra brag­ar­hátta, og lengi vel voru ţćr einn helzti framhalds­vettvangur fyrir notkun heita og kenninga í skálda­máli, ţótt ýmsum tćkist raunar misvel upp ađ gera ţađ međ ţeim frjóa hćtti sem finna má einkum í drótt­kvćđunum gömlu, sem áttu sér sína löngu og allráđandi hefđ frá níundu öld til ţeirrar fimmtándu.


Ofhugsanabragur

  

Einhver hugsar ađeins of mikiđ

(augljóst hér). 

Ađrir ađ hlaupa af sér spikiđ

í hlaupaher.

Sjálfur hef skrifađ skrambi lítiđ

af skynsemi. Ţví

fengiđ hef margt (en maklegt?) vítiđ

(mćlt upp í ský)

vinstri bćđi og vantrúarmanna

(vitlauss lýđs),

orđ ţeirra skal ţó öll afsanna,

ígildi níđs!

Gerast mun ţetta á góđum degi,

gćfuspor.

Líđum svo fram á lífsins vegi,

ljúfa vor!

     


Eine Strofe für Anna aus Frankfurt a/M

 

Die Anna kam nicht, um mich zu finden;

es ist mir doch mit ihr zu sprechen gelungen.

Ich hätte so gern für sie gesungen,

eine ehrliche Freundchaft mit ihr zu verbinden

auf Grund ihres Lächelns, so süß und heiß,

für mich wie ein wahrhaftig Siegerpreis!

q27iii17


Gátan

(Smelliđ, ágćtu lesendur, til ađ fá gleggri mynd af ţeim feđginum, ef áhuginn er til stađar – eđa forvitnin á sínum stađ!!)

article-2571437-1BF681DA00000578-610_634x500

Hver er sá manna, er heiđri međ 

hćstum ţjónađi landi sínu?

Hvert er ţađ fljóđ, er fár hefir séđ,

ţví feiknlegum örlögum lúta réđ?

Hittast ţau hugskoti´ í ţínu?

 

Gćtum ađ hreinum hugsjónum nú,

hátign ţá virđum, er gaf sig forđum

í ţjónustu lands og ţjóđar í trú;

ţessi má verđa´ okkur hvatningin sú,

ađ heiđrum hann hlýjum í orđum.


Hver er mađur ársins?

Vísa sett á Bođnarmjöđ ađ gefnu tilefni:

 

Sig­mund­ur Dav­íđ einn hér á

alls­herjar-vin­sćlda­kosn­ingu´ ađ fá.

Á Útvarpi Sögu allir hon­um

at­kvćđi greiđa, ţađ er ađ von­um

og sízt nokkur munur á körlum og konum.

 

Sjá nánar: Sig­mund­ur Davíđ skor­ar hćst í kjöri á Út­varpi Sögu á manni ársins

 

Ţrátt fyrir dumbungsveđur er menningin rćktuđ á Suđurlandi

Ţetta er góđur dagbókarpistill: Laugardagur 03. 12. 16, eftir Björn Bjarnason, fyrrv. menntamálaráđherra, um menningar­lega samkomu í hlöđunni á Kvoslćk í Fljótshlíđ í dimmviđri.

Ţórđur Tómasson í Skógum, fjarskyldur frćndi minn, sem í mínu ungdćmi í Holti undir Eyja­fjöllum var ţar á nágranna­bćnum Vallnatúni og mér minnis­stćđur ţar og viđ orgeliđ í Holti, var einn ţeirra höfunda nýrra bóka, sem fagnađ var á samkomunni á Kvoslćk. Ţórđur er orđinn 95 ára, en svo ern, ađ hann ekur enn bíl sínum og ţađ í ţessu hryssings­veđri. Hann las úr sinni 21. bók, Mjólk í mat, en er međ tvćr ađrar í smíđum!

Fleiri góđir Sunnlendingar kynntu ţarna bćkur sínar (sjá pistil Björns), og útgefandinn Bjarni Harđarson, sá ţjóđţarfi bóksali á Selfossi, gegndi ţar lykilhlutverki.

Kannski ég endurbirti ljóđ mitt af ţessum slóđum, minningarljóđ (ort undir lok liđinnar aldar) fyrst og fremst um séra Sigurđ Einarsson, vin og samstarfsmann Ţórđar, sem sjálfum bregđur ţar líka fyrir, ţví ađ organistinn var hann í prestakallinu.

 

     Séra Sigurđur skáld í Holti


        Nćrfellt liđiđ ár er eitt 
        frá aldar ţinnar fyrsta degi. 
        Einatt hafđi sál ţín seitt 
        sefa minn. Í austurvegi 
        skín viđ himni háleit, björt 
        hróđri vafin jökladrottning. 
        Ţar hjá Katla, ţar hjá ört 
        ţitt nam krauma brjóst í lotning. 
   
        Undur lífs og eilíf rök 
        andann fýsti' ađ skilja' og lćra... 
        Vorsins kliđ og vćngjatök 
        veittist betr í ljóđ ađ fćra. 
        Bjargsins máttku, djúpu dul 
        og dagsins ljóma' á sólarhlađi, 
        fjallablómin fögur, gul 
        fangađir ţú á hvítu blađi. 
   
        Hlust viđ innstu hrífur nú 
        hlýr og dimmur andans rómur. 
        Rétt til getiđ - ţađ ert ţú, 
        en Ţórđar frćnda orgelhljómur 
        sćtar enn mér syngur ţó 
        og sálmar ykkar kórćfinga 
        í hreiđri ţví, sem Hanna bjó 
        ţér, heiđursklerkur Eyfellinga. 
   
        Mannsins vinur hjartahreinn, 
        hásal Drottins gista máttu. 
        Tryggđamál ţín tefji' ei neinn, 
        trúarbćn ţá heyrast láttu 
        mćlta fram fyrir mína ţjóđ: 
        Međan anda nokkur lungu, 
        tali' hún, syngi og listaljóđ 
        lćri á ţinnar móđur tungu. 
  

 


Lokiđ er nú stjórnarmyndunar­viđrćđum fimm ógćfuflokka

Hér er í upphafi vísađ til ţeirra vonarorđa Guđm. Andra Thorssonar ađ fimm­menn­ingarnir sem stóđu fyrir samtalinu gćtu orđiđ e.k. uppfylling bernskrar, saklausrar hetju­ímyndar úr bókum Enid Blyton.

 

Komu hér saman "ţau frćknu fimm",

foringjar heillaríkir?

Nei, stefnan var sífellt simmsalabimm

og sjálfum sér klaufarnir líkir.


mbl.is Heiđarlegast ađ slíta viđrćđunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Jón Valur Jensson

Höfundur

Jón Valur Jensson
Jón Valur Jensson

Hér endurbirtast mikilvægar greinar um grundvallarmál sem ég hef ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum, auk tilfallandi pistla öðru hverju. Og hér er ætlazt til að þeir sem leggja inn í kaupfélagið sýni lágmarks-kurteisi - og birti nafn sitt með. Aðal-blogg höfundar er HÉR (tenglar þar á fleiri). Netfang /e-mail : jvjensson@gmail.com

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • P1010222
 • article-2571437-1BF681DA00000578-610 634x500
 • 11054348 721973557924495 4908948604505646644 n
 • 1 28 aquinas
 • Jón Valur Jensson

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.10.): 8
 • Sl. sólarhring: 122
 • Sl. viku: 298
 • Frá upphafi: 95184

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 231
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband