Fćrsluflokkur: Viđskipti og fjármál

Fjórflokkurinn ber sameiginlega ábyrgđ á ţví ađ draga stórlega úr íslenzkukennslu innflytjenda - Sjáiđ hér jákvćđu úrkostina!

Nirfilsháttur, "ađhaldssemi" í formi svćsins niđur­skurđ­ar brýnna rík­is­útgjalda er flokk­unum til skammar. Enska tók yfir sem sam­skipta­máti vegna stefnu­leysis stjórn­valda!

Úr 240 millj­ónum 2008 í 120 millj. árin 2026 og 2017 lćkk­uđu styrk­irnir til íslenzku­kennslu fyrir inn­flytj­endur (sjá forsíđu­frétt í blađinu Fólk sem fylgir Frétta­blađinu í dag.*) Međ ţví ađ hćkka styrkina ríflega, í 800-1000 milljónir árlega, mćtti hjálpa Pólverjunum okkar ađ ađlagast mun betur og örva ţá til ađ verđa virkari ţátt­tak­endur í félags- og menningar-, íţrótta- og tómstundalífi landsmanna, vonandi margir međ ţađ fyrir augum ađ verđa hér fullgildir ríkisborgarar. Ţá finna ţeir sig eiga hér heima í mun fyllri merkingu en nú, ţar sem ţeir eru oft einangr­ađir nánast sem ghetto-samfélag, sem hefur einna helzt samskipti viđ Íslend­inga á vinnustađ (ef Íslendingar vinna ţar yfirhöfuđ) og ţá helzt međ orđa­skiptum á ensku! 

Ţetta málefni varđar ekki ađeins velferđ Pólverj­anna og annarra innflytjenda, heldur framtíđ íslenzkrar tungu ađ auki. Hún á ekki ađ lúta smám saman í lćgra haldi fyrir enskunni!

http://www.visir.is/g/2017171029907/innflytjendur-krefjast-skyrari-islenskustefnu-

Hér eru ţrjár konur sem vinna rösklega ađ ţessum málum:

  Paulina, Aneta og Beata segja innflytjendum hćttara viđ ađ lenda utangarđs í samfélaginu lćri ţeir ekki íslensku. (Mynd og texti Fréttablađsins.]

Ţessi orđ ţeirra sannast vel hér í litlum bút úr greininni (sem ég hvet menn til ađ lesa), ţetta er mjög lćrdómsríkt: 

Beata Czajkowska, verkefnastjóri fyrirtćkjalausna og kennari, talar hér:

„Ég kom til Íslands fyrst 1999 og var í ţrjá mánuđi. Ég kom aftur 2001, vann í fiski í ţrjú ár og lćrđi ensku en enga íslensku. Áriđ 2004 ákvađ ég ađ lćra íslensku ţví ţađ var ekki möguleiki fyrir mig ađ fá ađra vinnu en viđ rćstingar ef ég talađi ekki máliđ. Strákurinn minn var einnig ađ byrja í skóla og ég gat ekki hjálpađ honum međ námiđ. Ég ákvađ ţví ađ fara í háskólann og er í dag međ BA í íslensku,“ segir Beata. (Leturbr. jvj)

Glćsilegt hjá henni!

Međ ţví ađ tileinka sér íslenzku sem fyrst öđlast ţessir innflytjendur líka miklu meiri möguleika til ađ nýta sér og fá viđurkenningu á menntun sinni frá föđurlandinu. Ţađ er sorglegt, ađ margt vel menntađ fólk ţađan hefur ţurft ađ sćtta sig viđ einföld láglaunastörf.

Og lesiđ ţetta líka:

Hún [Beata] segir Íslendinga allt of fljóta ađ skipta yfir í ensku ţegar ţeir tali viđ innflytjendur. Ţađ tefji fyrir ţví ađ fólk nái tökum á málinu.

„Íslendingar eru ađ sjálfsögđu betri í íslensku en ensku og ţví skrítiđ ađ ţeir tali frekar ensku viđ innflytjendur ţví innflytjendur tala alls ekki allir ensku. Ég lendi sjálf enn ţá í ţví ađ fólk skiptir yfir í ensku ţegar ţađ heyrir ađ ég tala međ hreim. Viđ heyrum ţađ frá nemendum okkar ađ ţađ er alls stađar töluđ viđ ţá enska. Fólk fćr ekki tćkifćri til ađ ćfa sig í ađ tala. Innflytjendum fjölgar hratt og ef fram fer sem horfir nćstu áratugi munu alltaf fćrri og fćrri tala íslensku á Íslandi!“


mbl.is Fjögurra flokka stjórn líklegust
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til lítils var af stađ fariđ - og litiđ til framsóknarmanna; eru ţeir kjölfestuflokkur lýđveldissinna?

"Bjartri framtíđ" ćtlar ađ hefnast fyrir ađ sprengja upp ríkisstjórnina og reka ţjóđina út í enn einar kosningar: fylgi flokksins er nú 1,2% í Gallupkönnun!

Hvor framsóknar­flokkurinn skyldi nú vera skárri? Miđflokkur Sigmundar Davíđs, sem sćkir ekki ađeins fylgi til fyrri stuđn­ings­manna Framsóknar­flokksins, er greinilega traustari valkostur fyrir fullveldissinna heldur en Framsóknarflokkur Sigurđar Inga.

ESB-spillingin og -freistingin hafđi sótt inn í ţann flokk međ Halldóri heitnum Ásgrímssyni, Valgerđi Sverrisdóttur og allmörgum öđrum, en Sigurđur Ingi reyndist ágćtur, ţegar Össurarumsóknin var til umrćđu. Lilja Dögg Alfređsdóttir mun hafa veriđ ESB-sinnuđ, en hún snerist gegn evrunni eftir ađ hún las hagfrćđinginn Stiglitz. Í flokknum er enn­fremur Frosti Sigurjónsson, sem enn berst viđ ađ halda Framsóknarflokknum viđ ESB-andstöđu. En freistingin er ágeng, ekki sízt vegna himinhárra launa, skattfrjálsra, sem bjóđast helztu pólitíkusum í Brussel. Almennir flokksmenn bćđi í ţessum flokki og Vinstri grćnum ţurfa ađ halda aftur af ESB-hneigđ ráđamanna sinna (enginn ćtti ađ gleyma ţví, hvernig Steingrímur J. blekkti og sveik sína grasrót og fjölda kjósenda sem voru narrađir til ađ kasta atkvćđi sínu á hann sem meintan fullveldissinna 2009!).

Í Miđflokki Sigmundar er m.a. Hörđur Gunnarsson, sem seint hefđi mátt búast viđ ađ yfirgćfi gamla flokkinn, en hann er einn trúasti og skarpasti fullveldissinninn, og ekkert mun fá hann til ađ lynda viđ ESB-taglhnýtingshátt.

Fullveldissinnar eiga sér ţví einna bezta stođ í Miđflokknum, en Sjálfstćđisflokkur ćtti ađ standa ţeim megin líka, ţótt ýmsir séu ţar grunađir um grćsku, jafnvel eftir ađ versta ESB-liđiđ hvarf yfir í "Viđreisn".

Flokkur fólksins er yfirlýst andvígur Evrópu­sambandsađild, ţótt einhverjir forystumanna hans hafi gćlt viđ hugsun um evruna. En um evrumál og ţá firru, ađ upptaka hennar leiđi sjálfkrafa til lćkkunar vaxta og afnáms verđ­tryggingar, geta menn frćđzt einna bezt hjá Guđmundi Ásgeirssyni kerfisfrćđingi, m.a. í nýlegri grein hans:  Evrumýtan um afnám verđtryggingar


mbl.is Fylgi VG og Sjálfstćđisflokks jafnt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Hann er eins og vifta ... međ hendurnar"

sagđi vinur minn um Benedikt Jóhannesson í ţessum foringjaţćtti í Sjónvarpinu í kvöld.

Öllu verra er ţó fyrir Benedikt hve mikill fautaţyrill hann er í efnahags- og peningamálum, eins og í ljós kom í lofgjörđ hans um evruna. 

Ekki er hún dýrkuđ af nágrönnum okkar Írum eins og í ranni Benedikts. Ţeir litu öfundar­augum til okkar eftir bankakreppuna ađ eiga sjálfstćđan gjaldmiđil og sveigjanlegam en brotnađi ţó ekki, heldur opnađi landiđ fyrir mestu ferđamannabylgju samtímans og hjálpađi einnig okkar útflutningsatvinnuvegum.

Aumingja Benedikt er tímaskekkja ađ halda ađ hann geti flutt okkur fagnađarerindi Evrópusambandsins. 

En hann talar ennţá um "okkur stjórnmálamenn" ţótt líkurnar séu mestar samkvćmt skođana­könn­unum ađ ţađ verđi hann ekki lengur en 19 daga í viđbót og ađ allur ţingflokkur hans ţurrkist jafnvel út af ţingi. Ţađ vćri nú aldeilis gott.


mbl.is Benedikt leiđir Viđreisn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samvinnuflokkurinn!

Ţessi nafngift nýja flokksins er vel heppnuđ. Markmiđ hans er sagt vera ađ virkja stjórn­mála­flokk­ana til samvinnu ađ málum, ţannig ađ strax er sagt, ađ ţessa sé nú enginn kaup­félaga­flokkur! Samt snertir nafniđ strengi í gömlum sam­vinnu­mönnum og ţar međ tryggt, ađ ýmsir ţeirra muni styđja flokkinn, enda hafa vel­flestir Fram­sóknar­menn fylgzt vel međ Sigmundi Davíđ og mis­líkađi stórum hvernig Rúvarar (ríkis­starfs­menn!) léku hann svik­sam­lega í fyrra, hrundu honum af stóli sem forsćtis­ráđherra og áttu ţátt í ţví ađ ryđja Sigurđi Inga braut upp á formanns­stólinn.

En ţar ađ auki hefur nafniđ fallegan hljóm. Ţessum flokki er ekki óskađ neinna hrakfara hér, mađur vonar bara hiđ bezta um stefnu­málin, umfram allt ađ ţetta verđi fullveldis­trúr flokkur. En jafnvel ţótt frćnka mín Vigdís Hauks­dóttir og fleira fólk, sem ég met mikils, eigi hugsan­lega eftir ađ ganga í ţennan flokk og veita honum brautar­gengi í öllum sex kjördćmum landsins, ţá mun ég ekki ganga í hann; Íslenska ţjóđfylkingin hefur enn sinni mikil­vćgu köllun ađ gegna og ţeim mun fremur sem Flokkur fólksins kann ađ reynast tvöfaldur í rođinu gagnvart fullveldi landsins.


mbl.is Sigmundur Davíđ hćttir í Framsókn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţorsteinn Víglundsson kemst ekki upp međ ađ stela frá okkur frétt gćrdagsins

Átti forsíđufrétt Fréttabl. í dag ađ vera í senn smjörklípa og ekkifrétt? Eyđslan í heild í flóttamenn og hćlisleitendur verđur margfalt meiri en Ţorsteinn talar um. Stóra fréttin átti ađ vera sú sem var í fréttum Stöđvar 2 í gćrkvöldi: ákvörđun Sigríđar Andersen ađ stöđva mestallt fjárflćđiđ í tilhćfulausa hćlisleitendur, sem lesa má um HÉR.*    

Ţar er ţó veriđ ađ leita lausna á málum sem ella yrđu ţessari ţjóđ ađ eilífu ţrćtuepli, auk allrar sóun­ar­innar (sex milljarđa á árinu) sem aldrei myndi ţó duga hćlisleitendum til langframa, en ţeim mun fremur ţví sníkjuliđi lögfrćđinga, félags­ráđgjafa og Rauđakross-atvinnu­manna sem hefur hengt sig á ţessa óvelkomnu hópa (mikiđ til múslima) frá löndum ţar sem ekkert stríđ hefur ríkt !

STÓRTÍĐINDI Í HĆLIS­LEIT­ENDA­MÁLUM: Virkar ađgerđir til ađ senda tilhćfulausa hćlisleitendur heim


Félagsstofnun stúdenta stefnir á 600 nýjar íbúđir, áherzlan á mjög smáar stúdíóíbúđir

Ţetta er frábćr stefna; 20 fm íbúđir nćgja nefni­lega meiri­hluta há­skóla­nema. Nú á FS yfir 1200 íbúđir. Al­mennt hafa ţćr ađ­gang ađ stćrra sam­eigin­legu rými, í veizlur o.s.frv.

Guđrún Björnsdóttir var fyrir hönd FS í fróđ­legu viđtali á Rás 1 um kl. 12.50-13.08 í dag í ţćtt­inum Sam­félaginu. Ţađ er ekki hćgt annađ en ađ óska Félags­stofnun stúdenta til hamingju međ árang­urinn hingađ til og áćtlunina um ađ reisa 600 nýjar, hagkvćmar íbúđir á nćstu árum. Ţetta kemur vel til móts viđ ţann ţorra stúdenta, sem hefur takmörkuđ fjárráđ til ađ fara út á almenna leigumarkađinn, eins og ástandiđ er ţar nú, á okuröld í húsnćđismálum!

Viđtal tók ég viđ Ingólf Hjartarson, ţá nýskipađan framkvćmdastjóra FS, fyrir Vökublađiđ (sat ţar í ritnefnd), mig minnir á haustönn 1972, og var ţađ heil baksíđa, ađ miklu leyti tileinkuđ stórhuga framkvćmdamálum FS á ţeim tíma, ţ.e. fjölbýlishúsunum viđ Suđurgötu og í nćrliggjandi hverfi.


Stofnfélagar Sósíalistaflokks virđast fćrri en GSE reiknađi međ

Stofnfélagar Sósíalistaflokksins á fundi hans í dag, sem stilltu sér ţar upp til myndatöku, virđast um 125 manns, kannski áttfalt fćrri en Gunnar Smári kann ađ hafa gert ráđ fyrir. Hann hefur reyndar "fengiđ vonda pressu" ađ undanförnu vegna vangoldinna launa hans til blađamanna Fréttatímans; já, ţađ var ekki nóg ađ eiga sína eigin pressu! En eigum viđ kannski ađ hleypa honum í ríkissjóđ allt eins og Benedikt Brusselvini? Nei, hugsum út fyrir ţessa skelfilegu ramma!

Íslendingar eru nú almennt ekki á ţví ađ reyna eina tilraunina enn međ ríkisrekinn sósíalisma. Svo eru ađrir sem geta tekiđ á ójafnađarmálum okkar betur en ţessir gamaldags  kreddukarlar.


mbl.is Almenningur nái sínum eignum til baka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Baráttan um Frakkland" - Macron og Le Pen skiptust á um ađ vera efst

Er međ allýtarlegan pistil um úrslit frönsku forseta­kosning­anna í fyrri umferđ, ţegar rúm­lega 40 milljónir atkvćđa hafa veriđ taldar, á Mogga­bloggi Íslensku ţjóđ­fylk­ingar­innar, hér: Macron og Le Pen áberandi efst í frönsku forsetakosningunum. "Bylting," segir The Times.


mbl.is Baráttan um Frakkland
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um ESB-, Icesave- og SA/SI-tengsl "Viđreisnar"

Sjá hér: Forsprakkar "Viđreisnar" eru upp til hópa ESB-innlim­unar­sinnar - margir nafngreindir hér (á Fullveldis­vaktinni, 28. nóv.) og: Úr hörđustu átt. Dramb er falli nćst (á vef Ţjóđar­heiđurs, samtaka gegn Icesave, 4. nóv.).

Ţarna bregđur Hönnu Katrínu Friđriksson, nýkjörnum ţing­flokks­formanni Viđreisnar, einnig fyrir, ásamt bakgrunns-upplýs­ingum. Hún er ennfremur andstćđ­ingur fóstur­verndar­sinna.


mbl.is Hanna Katrín ţingflokksformađur Viđreisnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekki lofa ţeir góđu ...

Ekki var Evrópusambands-umsókn međal mest rćddu mála fyrir kosningarnar, og ESB-útibúiđ "Viđreisn" rćddi máliđ lengi vel ógjarna, en nú er snúiđ viđ blađinu! Hér er ort um refjar og svik í stjórnmálum:

 

Vesalings vinstri menn

    á villugötum

sverjast í bandalag senn

    af svikahvötum,

teymdir hér aftur og enn

    af ESB-snötum.


mbl.is Fulltrúar flokkanna fimm ná vel saman
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Jón Valur Jensson

Höfundur

Jón Valur Jensson
Jón Valur Jensson

Hér endurbirtast mikilvægar greinar um grundvallarmál sem ég hef ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum, auk tilfallandi pistla öðru hverju. Og hér er ætlazt til að þeir sem leggja inn í kaupfélagið sýni lágmarks-kurteisi - og birti nafn sitt með. Aðal-blogg höfundar er HÉR (tenglar þar á fleiri). Netfang /e-mail : jvjensson@gmail.com

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • P1010222
 • article-2571437-1BF681DA00000578-610 634x500
 • 11054348 721973557924495 4908948604505646644 n
 • 1 28 aquinas
 • Jón Valur Jensson

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 9
 • Sl. sólarhring: 65
 • Sl. viku: 372
 • Frá upphafi: 95276

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 294
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband